Minningar úr Dýrafirði

Æviatriði. Segir frá foreldrum og systkinum.
Segir frá skóla og skólagöngu.
Segir frá íbúum á Ingjaldssandi og vegi þangað.
Segir frá aðdrætti.
Segir frá starfi sínu sem póstur á svæðinu.
Rætt um félagslíf á Ingjaldssandi og sönglífi og söngkennslu og organista.
Segir frá Ungmennafélaginu Vorblóm sem stofnað var 1908 og söng á þess vegum.
Segir frá er samkomuhús var byggt og vígt 1944 á Ingjaldssandi.
Spurt um leikstarfsemi. Segir frá einstökum mönnum sem léku.
Segir frá Guðmundi Bernharðssyni og framfaramálum hans, m.a. í ræktun og vegalagningu.
Segir frá því þegar Guðmundur keypti jarðýtu. Segir frá bændafélaginu Einingu.
Rifjar upp þegar keyptur var snjóbíll.
Segir frá þegar síminn kom.
Segir frá vegalagningu yfir heiðina og ræktun þar sem ýtan var notuð.
Segir frá því þegar útvarpið kom og hvað hlustað var á, einkum messur og eldhússdagsumræður.
Segir að aldrei hafi verið rædd pólitík á heimilinu og hvernig hann hafi orðið framsóknarmaður.
Segir að lenska hafi verið í Dýrafirði að þegar sagt var frá einhverju var ávalt hermt eftir sögumanni, jafnvel allar persónurnar leiknar.
Segir frá því þegar Halldór Laxness var á ferð í héraðinu að kynna sér málfar fólks um landið. Segir frá þegar hann heimsótti ömmu hans. Segir frá mönnum sem töluðu vestfirsku. Nefnir vísu sem dæmi.
Spurt um kveðskap. Segir frá þegar amma hans söng við vinnu, rímur, vísur og revíusöngva. Syngur fyrstu tónana úr ljóðabálknum um Gunnar á Hlíðarenda.
Spurt um húslestra.
slíkt kjöt var hanterað. Segir frá því að fólk á bænum Kvestu í Kvestudal hafi borðað kjötið kolsvart beint af skepnunni. Segir frá því þegar lítið var um mat á stíðrsárunum.
Segir frá því að þegar skip er veiddu í hafi hafi komið inn á firðina og keypt fisk af landróðrabátum, og sigldu síðan á England. Þá var gefið í soðið.
Segir frá umræðum í baðstofunni og umræður foreldra sinna um að ná í mjöl og annað til brauðgerðar. Faðir hans skuldaði ekki í kaupfélaginu og fékk því ekki úttekt þar.
Segir frá þegar hann sáði höfrum og fóðurkáli saman og vandamál til að kaupa það.
Segir frá þegar þau fluttu til Flateyrir og þegar hann hætti búskap.
Rætt um rafgeyma og hleðslu á þeim.
Spurt um hljóðfæraleikara í sveitinni.
Spurt nánar út í bæjarnafnið úr Íslendingasögunum. Rifjar upp frásagnir úr Gísla sögu Súrssonar.
Segir frá dansi þegar hann var barn - sagt frá þegar leikið var á hárgreiður og munnhörpur. Spurt um dansa.
Segir frá laginu „Er loníetturnar lét á nefið“. Segir frá ljóði sem hann segir að rangt sé farið með í nútímanum. Nefnir lög sem sungin voru undir dansi. Segir frá því hvernig hann lærði að dansa sem barn.
Spurt um kórstarfsemi. Segir frá Jónasi Tómassyni og starfi hans við að stofna kóra.
Segir frá því þegar hann var organisti við kirkjuna og hvernig hann lærði að leika á orgel. Hann lék í 16 ár við kirkjuna á Ingjaldssandi og þegar hann fór í nokkra tíma til Róberts A. Ottóssonar. Segir frá lagi sem hann samdi.
Segir frá hátíðinni 1. maí og á sjómannadaginn á Flateyri. Segir frá minningu þegar hann 17 ára og heyrði lag sem hann lærði þá og situr enn í minningunni.
Segir frá lagi sem sungið var fyrir hann - Fagur syngur svanurinn um sumarlanga tíð - syngur lagið.
Segir frá töðugjöldum eldri borgara. Segir frá gestakomu að Lækjarósi. Nefnir Guðmund Hvell póstmeistara á Þingeyri og hvernig hann fékk þá nafngift.Segir af honum vísur sem ortar voru. Segir frá Riden og Ridens kaffi, en konan hans var frá Mýrum í Dýrafirði. Segir frá tilurð vísunnar.
Segir fra Guðmundi Engilbertssyni sem var fljótur að læra.
Segir frá húslestrum og fjölskyldufólki á Bakka í Dýrafirði. Segir frá þegar föður hans var boðið að Bakka að vera við við húslestur. Segir frá þegar perónur voru leiknar í frásögn. Segir frá að faðir hans hafi hermt eftir fólki fyrir framan það.
Segir frá er gestur kom í heimsókn þegar hann var 5 ára.
11.09.2013
Guðmundur Hagalínsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 13.07.2014