Minningar úr Víkursveit

Æviatriði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðmundsson og Pálína Þórólfsdóttir. Lýsir húsakynnum. Segir frá heimilisfólki.
Eldra fólkið talaði ekki mikið um fyrri tíma. Amma hans og gömul kona sem var á bænum ræddu oft um eldri tíma.
Útvarp var komið þegar hann man eftir sér. Aðallega hlustað á fréttir og veðurfréttir. Geymarnir voru hlaðnir á Steinstúni en þar var lítil virkjun í læk.
Guðmundur gekk í skóla að Finnbogastöðum. Fyrsti kennarinn var Jóhannes Pétursson úr Reykjafirði en kennarar bjuggu í skólanum. Árgangar voru blandaðir.
Samgöngur voru aðeins strandferðaskip. Einnig farið landveg yfir heiði þar sem lágu hestagötur. Farið var á hestum og gangandi. Menn ræddu mikið ferð Þorbergs yfir Trékyllisheiðina.
Matur var aðallega saltaður, reyktur og hertur. Alltaf var nógur matur á borðum. Lítið var um fugl.
Eitthvað var leikið í víkinni. Stærsta leikritið hét Happið. Heimamenn léku og gerðu búninga.
Minnist þess ekki að menn hafi kveðið né leikið á langspil. Orgel voru til, faðir hans lék á harmonikku, m.a. á dansleikjum í félagsheimilinu. Nokkuð margir gátu spilað. Ingólfur Pétursson úr Ófeigsfirði var einn þeirra. Einnig kom fólk af Dröngum og úr Reykjafirði til að sækja dansleiki. Aðallega var dansað á haustin. En seinni ár um jól og áramót. Fólki var þá farið að fækka.
Man lítið eftir síldarverkun í Norðurfirði. Segir frá verksmiðjunni í Ingólfsfirði og starfseminni þar.
Segir frá rekanum á Stöndum og hvernig hann var nýttur. Viðurinn var í fyrstu sagaður með langviðarsög. Rauðviður þótti góður í hús og einnig var sérstakur bátaviður. Hús voru byggð úr rekaviði. Talið er að viðurinn sé búinn að vera 10 ár í hafi þegar hann rekur á Ströndum. Hann kemur frá Rússlandi.
Segir frá Inndjúpsáætluninni er sneri að því að viðhalda byggð og tryggja búsetu.
Segir frá vegasamgöngum til suðurs og fyrstu bílunum í Trékyllisvík. Vegur kom fyrst frá Gjögri í Ingólfsfjörð. Vegur í Norðurfjörð kom á sjötta áratugnum. Ræktunarsambandi átti ýtu og var henn beitt þar sem því var við komið. Annars mikið unnið á höndum. Stærsti vörubíllinn var 3ja tonna og mokað á hann á höndum.
Sími kom í sveitin þegar hann var barn. Símstöðin var í Djúpuvík og í Árnesi.
Þau áttu kirkjusókn í Árnesi. Séra Andrés Ólafsson var prestur þegar hann var fermdur. Guðfinna Guðmundsdóttir föðursystir hans var lengi organisti. Gömlu kirkjunni hefur verið haldið við en nýja kirkjan aðallega notuð við athafnir. Enginn prestur er búsettur í sveitinni.
Ungt fólk leitar í sveitina á sumrin. Engin atvinna er í sveitinni og ung fólk vill ekki setjast að af þeim sökum. Sveitin er afskekkt á vetrum og ekki allir sem þola einangrunina. Búið er á nokkrum jörðum en fólkið farið að eldast. Heimsókn ferðamanna hefur aukist til muna. Veturnir eru ekki harðir seinustu ár. Áður var mikill snjór í sveitinni en í vetur hefur ekki verið hægt að komast frá húsinu á vélsleða. Enginn snjór var í byggð í vetur.
Hefur liðið vel alla tíð í víkinni, en hefur haft drauma um að skoða nýja staði. Hefur lítið ferðast um æfina. Var á vertíð á yngri árum. Hefur aldrei farið út fyrir landsteinana. Langar að fara til Færeyja og Grænlands. Vill heldur hafa fáa í kringum sig.
Segir frá skemmtilegum mönnum. Vill þó ekki segja sögur af þeim. Nokkrir gátu kastað fram vísu á fyrri árum. Sumir fóru leynt með þann hæfileika en aðrir köstuðu fram vísum. Er hættur að búa og sonur hans hefur tekið við búinu.
27.04.2014
Guðmundur Magnús Þorsteinsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014