Magnús Rafnsson – Minningar úr Reykjavík og Bjarnarfirði

Æviatriði. Ólst upp í Túnunum í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla, í útibúi, Höfðaskóla. Skólinn var með tvö útibú.
Morgun- og eftirmiðdagssöngur var stundaður í Laugarnesskóla. Man óljóst eftir Ingólfi Guðbrandssyni. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir kenndi honum söng. Lauk háskólanámi BA í ensku og almennri bókmenntasögu.
Helstu skemmtistaðir voru í Reykjavík voru Breiðfirðingabúð. Man vel eftir að þegar krakkarnir í bekknum þegar þau voru 13 ára komu saman og leigðu sali. Þá kom fyrsta bítlaplatan og breytti tónlist unga fólksins. Salurinn sem leigður var í Skipholti, á loftinu þar sem myndlistarskólinn var. Þá voru skólaböll í Laugarnesskólanum og þar léku hljómsveitir. Man ekki nöfnin á þeim.
18 ára var hann kominn í Menntaskólann í Hamrahlíð. Hafði ungur vanist að faðir hans var félagi í Tónlistarfélagi Reykjavíkur. Sótti oft tónleika þar. Kynnti jass, klassík og framúrstefnu í MH. Miklu fjölbreyttari tónlist. Í skólanum var lítill tónlistarklúbbur. Fór á USAS, upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og fékk lánaðar blús plötur. Hlustaði á Copland og Messiaen. Tónlist var mikið rædd í skólanum. Tónlistarkennsla var ekki í skólanum sem leiddi þau á þessa braut. Man eftir einhverjum skólafélögum, en minna um nöfn.
Þessi gróska í skólanum, auk bókmenntaháhuga á heimilinu vakti áhuga á bókmenntanámi í háskólanum.
Tilviljun leiddi þau hjónin í Bjarnarfjörð. Réðu sig þangað til kennslu við Klúkuskóla. Reykjavík datt svolítið niður eftir 78 byltinguna. Stemningin í Reykjavík freistaði ekki í byrjun 8. áratugarins. Margir félaganna fóru út á land.
Hefur kynnt sér sérstaklega sögu héraðsins. Þá kveikti ritgerð Jóns Jónssonar um galdra í honum og vinnur hann einkum að því áhugasviði. Hjátrú og hindurvitni eru orð sem honum líkar ekki. Ýmsar raddir voru tregar út í að galdrasýningin yrði sett á laggirnar. Töldu að þeir væru að fara út í eitthvað sem þeir vissu ekki hvert leiddi. Þetta snerist um kynslóðaskiptin. Nefnir snjóðflóðið í Goðdal sem dæmi um að menn töldu það hafa verið vegna þess að menn hafi troðið á helgum stöðum. Fólk flutti burtu í kringum 1970.
Hafísárin á 7. áratugnum höfðu áhrif á litlar jarðir í Bjarnafirði. Segir frá sögn Ingimundar Ingimundarsonar á Svanshóli um vegalagnir. Búskapur var á öllum jörðum fram eftir 20. öldinni. Á 19. öld voru þrí- og fjórbýli.
Á fyrri hluta 20. aldar var sundlaugin byggð af framlögum og ókeypis vinnu við að koma henni upp. Drifkrafturinn var ungmennafélagshugsunin. Ungmennafélag var stofnað um 1928. Þinghús var á Kaldrananesi. Það er áður en Drangsnes byggist upp. Milli stríða fór það að byggjast upp. Mikill rígur kom upp milli sveitar og Drangsness vegna breytinga.
Stærsta breyting varð á hafísárunum.
Upplifir ekki sömu þörf ungs fólks að flytja í sveitir landsins líkt og þau gerðu. Þau upplifðu kynslóðaskipti á bæjunum þegar þau komu. Nú er sá tími kominn en meðalaldur er hærri á bæjum en var þegar þau komu vestur. Þá voru allir með sauðfé, en nú eru aðeins 4 sauðfjárbú í hreppnum. Fólk sækir vinnu annað og er því ekki eins bundið staðnum. Þá virðist veðurlag hafa breyst. Ekki hefur mikill snjór verið síðan 1995. Yfirleitt er fært allan veturinn. Sjálfur vinnur hann við Galdrasýninguna og getur undirbúið sína vinnu heima. Fékk nýlega bókakassa frá bæ í sveitinni og þar á meðal handrit frá 19. öld. Bækurnar eru rímur og fantasíusögur - jafnvel kennslubók í málmsmíði. Einnig kristilegar bækur. Uppskrifað handrit er uppskrift af Pilti og Stúlku. Sighvatur Borgfirðingur var í 4 ár í hreppnum og voru 18 heimili sem fengu hann til að skrifa upp fyrir sig bækur. Það var hans aðal lifibrauð. Í hreppnum var lestrarfélag og eru bækur þess á Landsbókasafninu.
29.04.2014
Magnús Rafnsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 13.11.2019