Minningar úr Reykjavík

Æviatriði.
Segir frá föður sínum.
Segir frá að faðir hennar smíðaði skipið Hagbarð frá Húsavík.
Segir að faðir hennar hafi innleitt hnefaleika á Íslandi.
Segir frá skólagöngu sinni, barnaskólanum í Keflavík, Laugarnesskólann og Ingimarsskólann
Segir frá er fjölskyldan fór til Danmerkur og að hún hafi ílenst þar.
Segir frá er hún kom heim aftur frá Danmörku eftir 8 mánaða dvöl og fór að vinna.
Segir frá er hún fór í Leikskóla Ævars Kvaran þar sem hún hitti Kristján Kristjánsson eigimann sinn.
Spurt um tónlistarífið í barnaskólanum í Keflavík.
Spurt um tónlistina í Laugarnesskólanum.
Spurt frekar um námið í skóla Ævars Kvaran og þegar hún hitti Kristján manninn sinn þar. Segir frá fyrstu árum þeirra saman og giftingunni.
Segir frá uppruna Kristjáns Kristjánssonar og æviatriðum hans og tónlistarnámi.
Segir frá er Kristján og Svavar Gests fóru utan til náms. Segir frá stofnun KK sextettsins. Segir frá fyrsta vetri hljómsveitarinnar og þegar hann réði sig í hljómsveit Carl Billich um vorið. Segir frá er hún réð KK sextettinn til að leika á Röðli.
Rifjar frekar upp dvöl Kristjáns í New York og aðstæðum þá. Segir frá að Kristján hafi geymt aura í buxnastrengnum.
Segir frekar frá KK sextettinum og Kristjáni.
Segir frá er Kristján hætti að spila.
Segir frá KK. sextettinum á Röðli. Þeir spiluðu úti á landi og á Keflavíkurflugvelli, m.a. í Kanaútvarpinu á fimmtudögum sem heyrðist í Kanaútvarpinu í Reykjavík.
Segir frá er hljómsveitin fór að leika í Þórskaffi við Hverfisgötu. Var á sumrin í Tjarnakaffi og víðar á sumrin. Léku við restrasjónir um helgar.
Segir frá Kristjáni sem veiðimaður og hvernig Árni Ísleifs kynnti honum veiðiskapinn. Segir frá þegar hann stofnaði verslunina Litlu fluguna á Laugarnesvegi 84.
Segir frá er hún hóf verslunarrekstur. Segir frá þegar börnin fæddust og Kristján hætti að spila. Segir frá þegar Kristján fór að gefa út verðlista sem þau sendu út um allt land. Segir frá þegar þau fóru út á land að selja föt í félagsheimilinum á landsbyggðinni. Segir frá er þau hófu verslunarrekstur á Laugarnesveginum. Segir frá er þau fluttu inn vörur og seldu íslenska framleiðslu.
Segir frá er Kristján fór að framleiða leikfangakerrur.
Segir frá áhuga Krisjáns á siglingum.
Segir frá er hann og Svavar settu upp Músíkbúðina. Segir frá er hljómsveitin fór til Þýskalands.
Segir frá er þau voru með farandsverslun og opnuðu verslunina.
Segir frá áhugamálum Kristjáns. Segir frá er þau fóru saman til Ameríku í tilefni af sextíu ára afmæli hennar. Segir frekar frá hljómsveitinni og ferðum hennar til útlanda.
Segir frá söngvurum með KK sextettinum. Segir frá er Kristján auglýsi eftir söngvurum og þegar Ellý Vilhjálms mætti í prufu. Segir frá er Ellý og Ragnar sungu saman með KK. Segir nánar frá Ellý.
Spurt frekar um söngvara og söng Kristjáns. Segir frá að stjúpi hans hafi samið texta við erlend dægurlög. Segir frá er ungt fólk sem kom til söngprufu hafi staðið saman og fengu að syngja með hljómsveitinni. Segir frá er teknar voru upp plötur.
Segir frá er Kristján flutti inn útlendinga til að syngja með hljómsveitinni.
Segir frá þegar Svavar spilaði með hljómsveitinni og hætti. Segir nánar frá Svavari og hljómsveit hans.
Segir frá síðustu árum Kristjáns og hljóðfærum hans. Segir frá barnabörnum sínum.
Segir frá yngri dóttur sinni sem giftist Jóhanni Ásmundssyni bassaleikara. Segir frá að Kristkján hafi hlustað mikið á tónlist sín síðustu ár. Segir frá áhuga hans á jasstónlist. Nefnir nokkra tónlistarmenn sem léku með KK sextettinum.
18.10.2013
Erla Wigelund
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Hugi Þórðarson uppfærði 13.07.2014