Minningar frá Ísafirði

Æviatriði. Segir frá húsakynnum heimilisins. Segir frá fyrstu störfum sínum. Vann í bókabúð í tæp 60 ár.
Segir frá fyrstu minningum sem barn. Segir frá aðstæðum þegar hann var, fyrstu árum í barnaskóla og segir frá foreldrum sínum, sem bæði voru tónlistarfólk. Minnist á samspil þeirra hjóna á heimilinu og þeim bókum sem þau spiluðu úr. Einnig segir hann frá raddæfingum kóra á heimilinu.
Segir frá foreldrum sínum og uppvexti þeirra.
Segir frá verslunastörfum föður síns, Jónasar Tómassonar. MInnist á að faðir hans hafi varið til náms til Reykjavíkur veturinn 1909-1910. Sótti orgeltíma hjá Sigfúsi Einarssyni og urðu þeir nánir. Aldrei var til grammófónn á heimilinu. Öll tónlist var iðkuð á heimilinu af heimilisfólki. Hlustað var á útvarp. Segir frá að móðir hans hafi sungið í útvarp.
Segir frá því þegar útvarp kom á heimilið. Leiðsla lá yfir til nágrannans sem var með hátalara en hafði ekki útvarp.
Segir frá þegar hann var í sveit í Arnarnesi í Dýrafirði. Segir frá samgöngum á þeim tíma. Á heimilinu var orgel og lék bóndinn á orgel. Lék við messur á Ingjaldssandi. Lýsir því hvernig bóndinn, Gísli Þ. Gilsson (faðir Guðmundar Gilssonar organista) bar sig að við að leika á orgelið.
RIfjar upp hvað borðað var í sveitinni. Fiskur sóttur til sjós, brauð bakað heima. Húsmóðirin hvatti hann til að „grásmyrja“ ekki. Þótti spenvolg mjólk ekki góð.
Spurt um söngkennslu í barnaskólanum á Ísafirði. Segir frá þegar faðir hans stofnar tónlistarskóla á Ísafirði sem rekinn var frá 1911-1918. Segir frá Jóni Hróbjartssyni sem kenndi söng, skrift og landafræði við barnaskólann. Segir frá þegar honum var boðið að skrifa með hægri höndinni, þar sem hann er örvhentur.
Spurt um íþróttaiðkun þegar hann var ungur. Segir frá skíðagöngum og skíðaiðkun. Tók þátt í að sýna leikfimi og tók þátt í frjálsum íþróttum. Nefnir nokkra þekkta íþróttamenn sem hann æfði með.
Rifjar upp starf foreldra sinna við kirkjuna. Rifjar upp tónlistarstarf við kirkjuna og stofnun Sunnukórsins og hlutverk hans sem var að syngja við kirkjuathafnir og halda veraldlega tónleika. Segir frá þátttöku sinni í kirkjusöng á Ísafirði. Segir frá að faðir hans og Ragnar H. Ragnar hafi sinnt organistastarfinu sameiginlega um nokkur ár.
Segir frá tveggja hljómborða harmoníum föður síns. Rifjar upp þegar gamla Dómkirkjuorgelið kom í Ísafjarðarkirkju árið 1936. Byggja þurfti við kirkjuna til að koma orgelinu fyrir. Segir frá þegar Kemperorgelið kom í kirkjuna.
Segir frá þegar tveggja hljómborða orgelið var selt í Núpskirkju, en orgelið kom í Ísafjarðarkirkju um 1900. Jónas Tómasson samdi lítið orgelverk sem heitir „Kveðja til gamla orgelsins“.
Spurt um dansskemmtanir þegar hann var að alast upp. Dansæfingar voru haldnar í Gagnfræðaskólanum. Segir frá „restrasjónum“ í samkomuhúsum bæjarins. Segir frá þegar hann sótti dansskóla Rigmor Hansen í Reykjavík. Uppsalir og Alþýðuhúsið voru aðal skemmtistaðirnir. Man ekki eftir að haldin hafi verið „vinnukonuböll“ á Ísafirði.
Rifjar upp tónlistarmenn sem léku á dansleikjum. Minnist á Nobi, danskan píanóleikara og fleiri.
Rifjar upp þegar hljómsveitir fóru að koma. Rifjar upp að leikið hafi verið á píanó og trommu á dansleikjum. Baldur Geirmundsson lék á nikku og bróðir hans á trommur.
Segir frá vinskap föður hans og Victor Urbancic. Rifjar upp þegar hann lék undir með Sunnukórnum á tónleikum í Gamla bíói. Segir frá þegar Jónas Tómasson sótti tónfræðitíma hjá Urbancic.
Rifjar upp að Urbancic bendir Jónasi Tómassyni á Ragnar H. Ragnar og að hann vilji flytja til Íslands. Jónas skrifar Ragnari í framhaldi af því. Segir frá er faðir hans fékk Ragnar til Ísafjarðar. Rifjar upp þegar hann flutti til Ísafjarðar 1948. Segir frá þegar Ragnar og fjölskyldan fluttist í hús föður hans og starfsemi Tónlistarskólans í því húsi. Segir frá hvernig píanóinu var komið upp á aðra hæðina.
Segir nánar frá vinskap Victor Urbancic og Jónasar Tómassonar. Rifjar upp samstarf þeirri í Landssambandi blandaðra kóra. Rifjar upp nokkra kóra sem stóðu að stofnun sambandsins. Segir frá Sönglagahefti LBK. Segir frá Björgvin Guðmundssyni og bréfaskriftum þeirra á milli.
Rifjar upp stofnun Tónlistarfélags Ísafjarðar. Segir frá styrkjum fyrirtækja til Tónlistarfélagsins og þegar það var opnað félagsmönnum. Rifjar upp starfsemi félagsins og stuðning þess við Tónlistarskólann. Rifjar upp byggingasögu skólans.
Rifjar upp ættmenni Erling Blöndal Bengtsson. Segir frá fyrstu heimsókn Erlings til Ísafjarðar og nokkrum síðari heimsóknum. Rifjar upp síðustu heimsókn Erlings til Ísafjarðar.
Segir frá helstu áhugamálum föður síns. Segir frá Karlakór Ísafjarðar sem Jónas Tómasson stjórnaði og fór á karlakóramót 1930 og 1934. Segir frá orgelkennslu föður síns. Segir frá móður sinni, Önnu Ingvarsdóttur, og þegar hún lærði á orgel hjá Jónasi, sem var 19 árum eldri en hún.
Rifjar upp þegar fjölskyldan flutt í sumarhúsið á sumrin. Rifjar upp byggingu hússins. Segir frá Tómasi Árna bróður sínum.
12.09.2013
Gunnlaugur Jónasson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 24.07.2014