Minningar frá Tjörnesi

Æviatriði
Afinn og amman bjuggu ekki á bænum. Faðir hennar ólst upp í Kelduhverfi.
Húslestrar voru lesnar á sunnudögum. Faðir hennar las mikið fyrir fólkið á kvöldvökunni. Las bæði dönsku og norsku. Var góður hagyrðingur. Hafði áhuga á að afla sér þekkingar. Til var fjöldi bóka á heimilinu.
Húsakynni voru fyrst torfbær. Keypt var gamalt tilmburhús í Austurgörðum, rifið og dregið á höndum að Ingunnarstöðum og byggt við endann á gamla torfbænum. Þar var sofið og einnig haft sem stofa. Man eftir trébekk, kallaður slagbrandur og þar voru börn látin sofa.
Allir krakkar lærðu barnaskylduna. Gekk í skóla að Lundi í Öxarfirði og var í heimavist. Fermdist 1937. Stundum voru tveir bekkir saman. Kennarinn hafði gamla ekkju sem sá um hússtörf.
Skólastarfið byrjaði með söng á hverjum morgni. Kennarinn las sögu fyrir börnin fyrir háttinn. Alltaf var farið með bænir á kvöldin.
Man þegar útvarpið kom en það kom seint. Rafmagn kom í sveitina um 1970. Sjónvarp kom eftir það. Gömlu útvörpin voru hlaðin.
Engir hermenn voru á svæðinu á stríðsárunum. Hjálpaði stundum konu á Kópaskeri við að taka slátur. Sá hermenn þar en lítil samskipti voru við þá.
Eldiviður var borinn heim á bakinu úr skógi við Skógarhóla. Þar var höggvinn viður. Tað var einnig brennt.
Skepnur voru aðallegar sauðfé en aldrei kýr nema til heimilsþarfa. Túnin voru lítil. Heyjað var á sandi niður við sjó. Síðar var farið að rækta, þegar vélar komu.
Aðdrættir voru sóttir á Kópaskers og Húsavíkur.
Kirkjusóknin var í Garðskirkju. Presturinn var séra Páll Þorleifsson þegar hún fermdist. Man helst eftir Björgu í Lóni sem organista. Söng hjá Björgu í kórnum. Sigfús Halldórsson í Reykjadal kom og kenndi þeim lögin í Fjárlögunum (Íslensku söngvasafni). Sungu í röddum í kirkjukórnum.
Björg Björnsdóttir í Lóni fór á hverju ári á sumarnámskeið í Skálholti, organistanámskeiðin. Settist eitt sinn og hóf að leika á orgelið en hné niður látin í miðju verkinu. Man vel eftir Árna bróður hennar (Björnssyni tónskáld). Dætur Árna komu ekki fyrir löngu og haldin var minning Árna í Skúlagarði.
Býsna margir léku á einfaldar harmonikkur. Þrír bræður á Syðri-Bakka svo og menn í Lóni. Sóttu venjulega dansleiki að Grásíðu, en þar var samkomuhús, hét Vatnskot. Þrjá tíma tók að ganga hvora leið.
Skótau var í fyrstu skinnskór. Fengu gúmmískó þegar þau gengu í skóla, til að vera í úti.
Man eftir að fólk talaði um Alþingishátíðina 1930. Nokkrir fóru úr sveitinni á hátíðina. Séra Páll og Elísabet giftu sig á Þingvöllum. Ekki var mikið við haft 1944 á Lýðveldishátíðinni.
Man ekki eftir fiðluleikurum í Kelduhverfi. Ekki man hún heldur eftir langspili en orgel voru til á nokkrum bæjum. Margir spiluðu á munnhörpur. Mikið um að börn léku á þær. Elsta dóttir hennar eignaðist litla munnhörpu og æfði sig á hana úti í móa. Nokkrir reyndu að spila á greiðu.
Mikið var spilað á spil í sveitinni, einkum á kvöldvökum. Spiluðu alltaf púkk á jólunum.
Oft var leikið í sveitinni. Kinnahvolssystur voru leiknar eitt sinn. Aðalmaðurinn í því leikriti var Þorgeir á Grásíðu, mikill íþróttamaður. Átti íþróttamet í víðavangshlaupi.
Bílar komu í sveitina. Maður hennar átti jeppa þegar þau giftu sig. Hann var orðinn fimmtugur þegar þau byrjuðu að búa. Á fimm dætur. Maður hennar dó 1982. Dæturnar voru duglegar að hjálpa til við búið.
Mikil þægindi voru þegar síminn kom. Fyrst þótti skrýtið að alltaf væri verið að hlusta. Símstöð var á tveimur stöðum í sveitinni. Hringing hjá þeim voru þrjár stuttar. Margrét Bjartmarsdóttir á Sandhólum kann enn hringingarnar á öllum bæjum.
Hefur alltaf búið á Tjörnesi, bjó þar í 50 ár. Nokkuð margir bæir voru á Tjörnesi, 3-4 hús á hverjum bæ. Sjórinn var alltaf sóttur, mikil grásleppuveiði. Borðuðu mikið brauð, kjöt og fisk, mikið veitt úr sjónum. Heitur matur einu sinni á dag. Hræringur var algengur. Þau borðuðu hrossakjöt. Voru mikið í berjamó á haustin, mikil berjaspretta.
Vegur var kominn á Tjörnesi að hluta þegar hún var ung. Hann hefur verið byggður upp á síðustu árum. Sóttu kirkju á Húsavík.
Hafði hitt gamla prestinn fyrir skömmu, en hafði ekki hitt hann lengi. Kyssti hann við það tækifæri og fannst kunningjakonu henni það mjög sérkennilegt.
22.02.2014
Dagbjört Jónsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 27.06.2014