Minningar úr Grímsnesi

Æviatriði. Segir frá þegar bærinn brennur í september 1934 og nýtt hús er byggt. Fjöskyldan bjó í eitt ár í kirkjunni á Búrfelli meðan nýja húsið var byggt.
Faðir hans starfaði í Reykjavík hjá Sláturfélaginu sem styrkti hann til náms í Skotlandi. Verður síðar verkstjóri á Selfossi.
Segir frá foreldrum sínum. Segir frá þegar þau trúlofuðu sig á Akureyri og ferð þeirra suður á hestum.
Segir nánar frá föður sínum, sem átti gott með að yrkja. Stundaði nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Fer 1926 í bændaskólann að Hólum. Segir frá félagsbúi sem þau bjuggu með bróður föður hans. Búinu var skipt árið 1940.
Rifjar upp þegar hann stofnaði nýbýli 1961. Rifjar upp nám sitt í landsprófi.
Rifjar upp þegar rafmagnið kom frá Sogsvirkjun.
Rifjar upp þegar faðir hans eignast jörðina árið 1927. Faðir hans stofnaði ræktunarsambandið Ketilbjörn og stóð fyrir kaupum á fyrstu ýtunni og skurðgröfunni. Segir frá fundum sambandsins. Segir frá því þegar hann vann á skurðgröfunni við Skálholtshátíðina 1956. Rifjar upp ferðir sína milli heimils og Skálholts með mjólkurbílnum.
Segir frá komu þriggja Willisjeppa í sveitina sem var úthlutun frá Búnaðarfélaginu. Rifjar upp þá úthlutun og hvernig henni var háttað. Síðar komu Rússajeppar.
Rifjar upp þegar bændur fengu greitt fyrir sláturféð og uppgjörsfundur er haldinn á Borg.
RIfjar upp þegar hann var í barnaskóla. Segir frá Ljósafossskóla og skólastjóra hans, Böðvari Stefánssyni. Rifjar upp að niðurinn í fossinum hafi farið illa í hann. Segir frá vinnuskúrum rafmagnsveitanna sem kallaðar voru Vilpur. Skólinn var um hríð á Búrfelli.
Segir frá Ólöfu ömmu sinni sem þjáðist af liðagigt og bjó á heimilinu í árafjöld.
Alltaf var sungið á morgnana í barnaskólanum. Segir frá fermingarundirbúningnum hjá Rósu B. Blöndal og sr. Ingólfi. Segir frá presthjónunum.
Böðvar Pálsson lét börnin syngja létt lög úr gömlu skólaljóðunum.
Rifjar upp hina miklu íþróttavakningu sem varð þegar hann var ungur. Segir frá 11 ára gömlum strák, Kolbeini Þorleifssyni og vísur um þá strákana, en Kolbeinn varð síðar prestur. Rifjar upp leikrit sem hann skrifaði. Segir frá verðlaunabikurum sem hann bjó til. Rifjar upp íþróttakeppnir. Nefnir nokkra í sveitinni sem hvöttu ungt fólk til íþróttaiðkana. Segir frá ungmennafélögunum og sigurvegurum á mótum.
Rifjar upp dvöl sína á íþróttaskólanum í Haukadal.
Rifjar upp þegar hann er skorinn upp við botnlanga.
Segir frá samgöngum í sveitinni þegar hann var barn og breytingar á þeim. Segir frá vegalagninu á sumrin með rarðýtum.
Spurt um fisk sem kom á bæina en fiskur kom alltaf á þriðjudögum. Matnum var hent á brúsapallinn og gæta varð þess að hestar og hrafnar kæmust ekki í matinn. Fiskur var hengdur til þerris á kikjunni. Segir nánar frá mat og matargerð. Segir frá reyktum mat sem faðir hans reykti í helli við bæinn.
Rifjar upp þegar faðir hans var sendur af Sláturfélagi Suðurlands til Skotlands til að læra að slátra búpeningi.
Rifjar upp leiklist í sveitinni. Segir frá leiksýningum í kringum 1950 og þeir sem að þeim stóðu. Rifjar upp bílslys í Seyðishólum 1940 þegar fólk var að fara á ungmennafélagsfund.
Rifjar upp dansleiki fyrr á árum. Segir frá Ragnheiðarstaðabræðrum og Jóni Sigurgrímssyni í Holti sem léku á dansleikjum. RIfjar upp vegalagningu á milli bæjanna.
Rifjar frekar upp dansleiki. Segir frá ungmennafélagsfundum þar sem dansað á eftir. Rifjar upp þegar hann fer að leika á harmonikku. Rifjar upp þegar Ungmennafélagið keypti trommusett og aðdraganda þess. Segir frá hljómsveitinni Fossbúar. Segir frá hljómsveitum á Laugarvatni.
Segir frá Þórði Kristleifssyni á Laugarvatni og nefnir fleiri kennara.
Rifjar upp fyrstu ferð sína á fjall árið 1951, síðasta árið fyrir fjárskipti. Mikil ölvun var í ferðinni og gekk hún hægt fyrir sig. Rifjar upp þegar hundarnir átu nestið hans. RIfjar upp svokallaða Lambahlíðarleit.
Segir frá fjárskiptunum og ástæðum þeirra. Rifjar upp byggingu nýrra Klausturhólarétta.
Rifjar upp kórastarfsemi í sveitinni og stofnendum þeirra. Kjartan Jóhannesson stofnaði kór í Grímsnesinu. Rifjar upp orgelnám sitt og kynni sín af öðrum hljóðfærum. Segir frá þegar hann fékk harmonikku í sextugs afmælisgjöf.
15.01.2014
Böðvar Pálsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 20.11.2014