Lúðuveiðar og lúðuaðgerð

Legið fyrir lúðu
Sagt er frá þegar farið var í lúðulegur frá Grindavík. 
Um borð í Svaninum eru þeir Sigurgeir í Hlíð og Árni í Tungu. Þeir búast til ferðar en þeir ætla að leggjast í lúðulegu. Með þeim í för er eigandi trillunnar, Einar Óskarsson.
Svanurinn tekur stefnuna vestur með landi. Eldey er fyrir stafni. Þorbjörn í baksýn.
Komnir vestur á Víkur. Þeir á Svaninum eru lagstir við fast, búnir að renna færum og byrjaðir að keipa.
Árni hefur sett í fisk. Sem síðan verður notaður í beitu.
Jón Gíslason í Baldurshaga.
Sést vestur að Reykjanestá og Eldey.
Árni, Jón og Sigurgeir.
Miðið nefnist; Á Grösunum.
Ræða fram og til baka um lúðuveiðar.
Skarfasetur í baksýn.
Lúðan fönguð.
Lúðan liggur í bátnum og menn giska á þyngd hennar.
Spjallað við Sigurgeir um veiði dagsins og miðin sem Guðjón faðir hans sálugi hafði einnig stundað.
Bátsfélagarnir á Svaninum spjalla vítt og breytt um veiðarnar.
Skúmur á flugi. Fylgjumst með fuglalífinu. Súla. 
Haldið í land.
Svanurinn, Staðabergið og Grindavík sést fyrir stafni.
Stoltir bátsverjar láta hífa lúðuna í land.
Stillt upp fyrir myndatöku og í kjölfarið er lúðan vigtuð.
Lúðunni skipt eins og gert var í gamla daga.
Og enn er gert að lúðunni. Besti bitinn eftir.
Lúðan er hvorki frönsk né dreginn þ.e. það er ekki hægt að koma fingri í gegnum öngulfarið. 
Jón segir frá.
01.09.1984
Árni Guðmundsson og Sigurgeir Guðjónsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 26.05.2015