Minningar úr Dalasýslu

Guðríður var 107 ára gömul þegar viðtalið var tekið.
Æviatriði. Spurt um heimilisfólk.
Spurt um aðdrætti og mat. Segir frá trosi og fiskmeti. Segir frá matartímum.
Spurt um hljóðfæri. Segir frá hljóðfæri á Hróðnýjarstöðum þar sem var harmonikka. Segir frá skóla í Kjarnaholti þar sem dansað var.
Spurt um langspil. Sá aldrei langspil. Það var orgel í skólanum í Hjarðarholti.
Spurt um leikrit og leiki. Segir frá að Þorbergsstaðafólkið hafi leikið Skuggasvein í Búðardal.
að sér að gæta hennar. Húslestrar hættu þegar útvarpið kom. Amma hennar réði því að ekkert var unnið þegar messutími var.
Spurt um hjátrú. Amma hennar trúði á huldufólk og sagði sögur af því.
Segir frá ömmu sinni sem „réði yfir henni“. Segir frá þegar hún sá sýnir af drukknandi sjómönnum. Hún fékk staðfestingu á draumnum um vorið. Segir frá öðrum sýnum. Sá sýn þegar bíll var nærri búinn að keyra á mann.
Spurt um stúlku á Spágilsstöðum sem hét Lára.
Segir frá stúlku á Spágilsstöðum sem hét Bára.
Spurt hvernig var að alast upp á Spágilsstöðum.
Spurt um hvað var lesið á Spágilsstöðum. Segir frá lestrarfélagi.
Segir þegar krakkarnir sungu með Guðmundi bróður hennar.
Rifjar upp frostaveturinn 1918. Segir frá að þau hafi haldið hita á ömmu hennar m.a. með því að hita pressujárn og leggja í rúmið hjá henni.
Spurt um brenni til kyndingar.
Spurt um systkini.
Spurt um heilsufar á fjölskyldunni og viðbrögð við veikindum.
Spurt um hvenær hún fór að heiman. Fór 1928 að Brautarholti, hafði áður farið einn vetur til Reykjavíkur.
Segir frá þegar hún fór að segja börnum kveðskap og sögur. Segir hún að hún hafi haft mjög góða sjón, en var mjög fjarsýn.
Segir frá ömmu sinni sem hannyrðakonu. Segir frá dætrum hennar.
Spurt um hvort hún hafi heklað.
Spurt um manninn hennar. Spurt um hvenær þau fóru að búa. Segir frá þegar þau giftu sig.
Segir frá þegar maður hennar var veikur og fór á Vífilsstaði og þegar hann datt þar og meiddi sig. Segir frá er hann fór og lærði skósmíði. Segir frá sláturtíðinni og þegar hún var í slátri. Segir frá vöruskiptum á eggjum og slátri og kæfu. Segir frá hvernig hún bjó til kæfu.
Segir frá húsi uppi á barðinu þar sem var verslun. Þegar verslunin hætti fóru þau fyrst að búa þar. Segir frá að maðurinn hennar hafi haft nóg að gera við að sóla skó. Spann sjálf á rokk.
Spurt um fyrstu skóna í sem hún gekk fyrst í. Segir að skinnið hafi verið notað af kindum sem drápust á vorin, en skinnið af þeim hafi verið lélegt. Þeir sem fóru í leitir fengu skó úr þykkari húð. Rifjar upp þegar hún sat við að sauma skó á karlmenn sem fóru í leitirnar.
Spurt um danska skó. Segir frá gúmmískóm. Þá minnkaði vinnan fyrr manninn hennar sem fór þá að vinna í kaupfélaginu - kallaður utanhússmaður - afgreiddi m.a. kol. Segir frá þegar hún fór á engjarnar með kaffi. Segir frá þegar bróðir hennar fékk stígvél. Segir frá „vefjum“ sem voru skinn vafin um fæturna. Var notað áður en stígvélin komu. Kallað færiskinn.
Segir frá ýmsu sem hún sá sem barn sem aðrir sáu ekki. segir frá því að hún hafi verið kölluð „stjúpa“. Segir frá því að Jonni bróðir hennar hafi trúað henni. Segir frá því að maður hafi komið til ömmu hennar. Hún hafi séð fyrir sér að hann myndi hún aldrei sjá meira.
Segir frá sýnum sínum. Sá strák sem hafði verið inni í vegg. Segir frá að hún hafi séð Sólheimamóra.
Segir frá þegar amma hennar fór með kvæði í rökkrinu. Sér þá kvikindi sem hoppar yfir baðstofubitann. Amma hennar bannaði að segja frá svona sýnum.
Spurt um hjátrú og hvort fólk hafi haf trú á ýmsum hlutum.
23.09.2013
Guðríður Guðbrandsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 15.07.2014