Minningar frá Ísafirði og Bolungarvík

Æviatriði. Segir frá æsku sinni. Rifjar upp að hann fæddist með skarð í vör og þeirri hjálp sem hann fékk við því, og þau áhrif sem það hafði á hann.
Segir frá foreldrum sínum og forfeðrum.
Rifjar upp barnaskólanám og tónlistarkennslu í skólanum.
RIfjar upp tónlistarlífið á Ísafirði þegar hann var ungur maður. Segir frá kórum, kvartettum og hljóðfæraleik. Nefnir hljóðfæraleikara á Ísafirði. Segir frá fyrstu kynnum sínum af Ragnari H. Ragnar.
Segir frá að hann hafi leikið á harmonikku og þegar hann fór að spila á sveitaböllum. Segir frá þegar hann eignaðist sitt fyrsta píanó. Rifja upp hvar hann spilaði fyrst á dansleikjum. Rifjar upp þegar hann spilaði á Flæðareyri á dansleik og þegar hann bað eldri mann að fara með ljóð eftir Einar Benediktsson þegar hann var orðinn þreyttur að spila.
Rifjar upp þegar hann var með til að stofna hljómsveit í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Nefnir hljóðfæraleikarana sem léku með. Segir frá þegar Villi Valli sagði þeim til.
Segir frá því að Villi Valli bjargaði honum frá að verða framsóknarmaður. Segir frá þegar hann ætlaði að fara í Samvinnuskólann, en Villi Valli bauð honum starf.
Segir frá þegar hann hafði lokið tónmenntakennaraprófi í Reykjavík og honum bauðst starf á Neskaupstað og einnig að honum bauðst starf á Seltjarnarnesi.
Segir frá mönnum sem hann hafði unnið fyrir í Bolungarvík og höfðu áhrif á að hann kæmi til Bolungarvíkur. Þá var Tónlistarfélagið og Tónlistarskólinn stofnaður 1964. Sigríður Norðquist kenndi með honum. Kenndi víða um bæinn. Kenndi á blásturshljóðfæri, harmonikku og píanó.
Segir frá menn hafi spurt hann að því að hann kenndi á fiðlu og gítar. Séra Gunnar Björnsson kom síðar og kenndi á selló og fiðlu. Stjórnaði skólanum 24 ár sem hann rak að fyrirmynd Ragnars H. Ragnar. Segir frá að Ragnar hafi búið til Nixon og Eisenhower súpur sem hann notaði smjör í, sem hann mátti ekki borða vegna hjartveiki.
Segir frá að Ragnar hafi verið með morgunsöng í Gagnfræðaskólanum en hafi líka kenn bókmenntasögu. Fór með nemendur í Bókasafnið á Ísafirði og lét nemendur velja bækur eftir ólíka rithöfunda og segja síðar frá efnisatriðum og eftirminnilegum persónum. Við það sköpuðust líflegar umræður um efnið.
Segir frá samstarfi þeirra Ragnars H. Ragnars og að hann hafi komið á alla nemendatónleika hjá honum. Segir frá framförum í samfélaginu gagnvart því að hlusta á nemendur á tónleikum.
Spurt nánar um Tónlistarskólann 1964 og tónlistarkennslu fyrir þann tíma. Segir frá Sigríði Norðquist sem kenndi áður. Hún kenndi á gítar í Tónlistarskólanum. Hún stóð fyrir kirkjukvöldum í Hólskirkju sem kórinn naut vel af.
Spurt um karlakóra. Segir frá að séra Páll hafi verið mikill söngmaður og Högni Gunnarsson sem var söngstjóri. Nefnir fleiri. Voru allt áhugamenn um söng. Ólafur stofnaði karlakórinn Ernir og stjórnaði honum í nokkur ár. Kórinn skipa nú menn úr nágrannasveitarfélögunum.
Segir frá þegar hann hætti með Tónlistarskólann 1986 og varð forseti bæjarstjórnar. Segir frá Guðmundi Kristjánssyni bæjarstjóra sem söngmanni. Rifjar upp afskipti sín af stjórnmálum. Nefnir blómlegt starf tónlistarskólans.
Rifjar upp litla sögu um hvenær honum hafi gengið best að kenna.
Rifjar upp fyrstu árin í hljómsveitarbransanum. Spilaði á trommur í lúðrasveitinni hjá Harry Herlufsen. Þar spilaði líka Sighvatur Björgvinsson. Rifjar upp mæniveikifaraldur sem varð til þess að veitingahúsum var lokað. Árni Ísleifsson kom því til Ísafjarðar og fóra að spila með heimamönnum. Árni útsetti lög fyrir hljómsveit Villa Valla. Spilaði mikið í Alþýðuhúsinu á Ísafirði og í Uppsölum. Hljómsveitin hét VV - spiluðu víða.
Spurt um söngvara með hljómsveitinni. Nefnir Barða Ólafsson, Gunnar Hólm trommuleikara. Þá var hann að ljúka gagnfræðaskólanáminu. Lærði húsamálun hjá föður sínum.
Rifjar upp þegar hjónin byrjuðu að búa í Bolungarvík og byrjaði þar að vinna við málningarvinnu. Fékk tilboð að koma til Reykjavíkur að mála prentarablokkina við Kleppsveg. Leigði íbúð í Skipasundi 87. Vinnan brást. Hringdi í Erik Hübner og leitaði eftir starfi. Fékk starf til að leika á Keflavíkurflugvelli. Í hljómsveitinni voru Vilhjálmur Guðjónsson, Gunnar Reynir Sveinsson (kemur síðar fram að bassaleikarinn hafi verið Þór Benediktsson, en hann hafi einnig leikið á básúnu. Þá nefnir hann Jón Aðalsteinsson sem spilaði á bassa og harmoniku. Vinskapur skapaðist við Gunnar Reyni og hvatti hann Ólaf að fara í tónmenntakennaradeildina. Gunnar undirbjó hann fyrir inntökuprófið. Málaði og spilaði á sumrin og spilaði á Vellinum á veturna, með námi. Nefnir Gunna Ormslev, Braga Hlíðberg, Þorvald Steingrímsson, Jónas Dagbjartsson og Svein Ólafsson sem hann spilaði með. Spiluðu Vínartónlist á Vellinum á Nýjársdag. Spilaði líka með Gunnari Egilssyni í Gúttó. Nefnir klúbbana sem þeir spiluðu á á Vellinum.
Rifjar upp að hann hafi spilað í tvo vetur fyrir þjóðdansafélagið. Rifjar upp þegar hann og fleiri lék á sýningum félagsins
Rifjar upp tímann eftir að hann lauk Tónmenntakennaraprófinu. Fór að kynna sér önnur hljóðfæri. Skráði sig á ný í skólann og lærði um blásturhljóðfæri. Rifjar upp sögu þegar hann spilaði á trompet á vorprófi. Rifjar upp kynni sín af Páli P. Pálssyni.
26.11.2013
Ólafur Kristjánsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 15.07.2014