Minningar úr Víkursveit

Viðtalið er tekið í Handverkshúsinu að Kört í Trékyllisvík.
Æviatriði.
Segir frá fjölskyldinni á heimilinu. Bærinn er nýbýli en hann er hluti úr prestsetrinu í Árnesi. Þú byggðu jörðina upp frá árinu 1950. Faðirinn er frá bænum Norðurfirði 1 en móðirin er frá Neskaupsstað.
Um 1950 voru nokkrir bæir farnir að fara í eyði. Telur það vegna einangrunar, en þó aðallega vegna þess að síldin hvarf. Á 7. áratugnum var allt fullt af hafís og aðstæður erfiðar og bágur efnahagur hjá mörgum. Hafís var fyrir öllu Norðurlandi á þeim árum.
Einangrunin réði ekki mestu um að fólk fór að hans mati. Þegar síldarverksmiðjurnar voru reistar í Djúpuvík og Ingólfsfirði sá fólk fyrst pening. Eftir að þær lögðust af sá fólk ekki leið til að ná sér í vinnu. Þeir sem ekki voru ekki með fasta búsetu fluttu.
Hreppurinn var mjög fjölmennur á árum áður. Fór það sérstaklega eftir tíðarfari. Mannfjölgun varð þegar veður var gott. Tölur frá 400 og niður í 200 voru algengar. Á síldarárunum fór talan upp í 523.
Fyrr voru miklu fleiri hús, íbúðarhús á hverju koti, jafnvel þríbýlt eins og í Veiðileysu. Þar munu hafa búið 32 manns á þremur bæjum.
Valgeir flutti suður þegar hann var ungur og bjó þar ásamt konu sinni í 14 ár. Eignuðust tvær dætur. Tóku þá ákvörðun að ala þær upp í Árnesi. Hefur búið þar í 30 ár. Hefur alltaf haft áhuga á gömlum hlutum. Tréílát hurfu þegar plastílátin komu. Telur sig hafa komið 20 árum of seint því margt hafi horfið á því tímabili.
Er ekki bóndi lengur. Var með búskap áður en hefur tekjur af æðadún. Ein dóttir þeirra býr í Árnesi, en hún kom aftur eftir að hafa menntað sig sem kennari.
Kennari í barnaskólanum var Torfi Guðbrandsson þegar hann var að alast upp. Torfi var kennari í 28 ár. Hann lét börnin syngja. Torfi lék á harmonikku og orgel. Mikill áhugamaður um músík. Tónlistarkennsla hvarf eftir að hann fór. Skólastjórar fengu músíkfólk til að vera í eina viku.
Þegar hann var ungur var stutt að fara á ball, um 100 metrar í félagsheimilið. Lítið þinghús var áður en félagsheimilið var byggt. Áður var dansað í baðstofum eða göngum. Þá var dansað í gömlum salthúsum og skemmum.
Hljóðfæraleikarar voru Ingólfur í Ófeigsfirði og fleiri frá þeim bæ. Gísli á Steinstúni lék á harmoniku á böllum en nikkan hans er á safninu í Árnesi. Þórarinn á Finnbogastöðum lék á munnhörpu á dansleikjum, stundum einn.
Man eftir vikivakadönsum í sveitinni. Það var allt fullorðið fólk sem var að dansa þessa dansa. Sá það síðast þegar Stefán Jónsson fréttamaður kom norður og tók upp vikivaka. Þá var hóað saman eldra fólki sem kunni þessa dansa og söngva. Textarnir voru líkir þeim færeysku. Dansarnir voru alls konar skiptingar. Heldur að það sé til á myndbandi.
Börn fengu ekki tækifæri til að læra á hljóðfæri. Magnús Runólfsson prestur lék á orgel sálmalög. Valgeir lærði hjá honum einn vetur. Orgel var á Finnbogastöðum, Dröngum, Ófeigsfirði og á Melum og á Kjörvogi. Guðmundur Hafliði organisti í Vestmannaeyjum er frá Kjörvogi. Gyða á Finnbogastöðum var organisti í fjölda ára. Þórarinn frá Finnbogastöðum var lengi organisti. Pétur í Ófeigsfirði var fyrsti organisti kirkjunnar. Heldur að orgelið hafi komið 1906. Mynd af fyrsta organistanum er í kirkjunni.
Engin kórstarfsemi var önnur en fólkið sem leiddi sönginn í kirkjunni. Fólkið fór inn í kór á kirkjunni og söng þar. Fólk söng almennt í kirkjunni. Lítið músíklíf var í sveitinni. Nokkrum sinnum komu tónlistarmenn og héldu tónleika. Vegur kom ekki norður fyrr en 1966. Eitt sinn kom kór með varðskipi.
Nokkrir hafa komið og sungið í nýju kirkjunni í Árnesi. Báðar kirkjurnar eru notaðar.
Hefur áhuga á mörgu gömlu. Hefur sjálfur byggt upp eitt af glæsilegustu söfnum á landinu. Var oft að velta því fyrir sér hvort hann gæti ekki gert eitthvað með búskapnum. Þjóðminjasafnið hafði ekki sinnt sinni skyldu að varðveita gamla hluti af Ströndum. Bíll frá Byggðasafninu á Reykjum sótti muni þegar vegurinn opnaði. Hefur alltaf haft áhuga á handverki. Lærði tréskurð í Reykjavík, auk trérennismíði. Byggði sjálfur lítið hús og kom fyrir munum auk þess að selja handverk frá sér og öðrum. Húsið reis 1997 en stækkaði um helming 10 árum síðar. Rak það sem einkasafn en nú er komin stjórn. Fór að skrá munina í Sarp um leið og hann kom til. Skráði einnig allt í aðfangabók. 90% er skráð í Sarp. Fólk ánafnar safninu munum. Fólk, jafnvel utanað fór að koma með muni, bæði af bæjunum og svo lengra að. Safnið hefur heimasíðu. Eiga mikið magn af myndum sem fara inn í Sarp.
Telur að ung fólk vilji koma í Árnes, einkum á sumrin. Þegar hann var ungur var ekkert hugsað um einangrun. Farið var að fljúga á Gjögur um 1960 og hefur það skipt sköpum í samgöngumálum. Flogið er tvisvar í viku yfir veturinn og einu sinni á sumrin. Vegagerðin hefur ekki sinnt vegalagningu áhuga. Óöryggi og samgönguleysi orsakar að ungt fólk vill ekki setjast að í víkinni.
Engin læknisþjónusta er nú. Læknishús var við hliðina á honum, hét Reykjafjarðarlæknishérað. Læknir hefur ekki haft fasta búsetu síðan á síldarárunum.
Hús hafa horfið í tímans rás, einkum gömlu torf- timburhús. Mest var byggt af timburhúsum úr rekavið. Safnið er byggt úr rekavið úr fjörunni. Lýsir trétegundum. Hefur unnið ýmsa muni úr rekavið. Ferðamenn koma gjarnan við og heimsækja safnið. Hefur rekið safnið fyrir sinn eigin reikning. Telur auglýsingar skila litlu, jafnvel engu. Hefur aldrei haft nein laun af rekstrinum.
28.04.2014
Valgeir Benediktsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014