Minningar úr Hrunamannahreppi

Æviágrip
Segir frá tilefni þess þegar foreldrans hans hófu búskap í Langholti. Faðir hans leitaði að jörð 1926-1927. Segir frá þeim leiðangri hans. Hann starfaði við plægingar í sveitinni og var hvattur til að flytjast í hana og hefja búskap. Hann leigði jörðina fyrst og keypti síðan í gegnum Eldeyjar-Hjalta, óséða. Segir frá afa sínum Sigurði sem ekki vildi flytja af Mýrunum. Kom þó í heimsókn og vildi síðan hvergi annars staðar vera. Móðir hans var við nám á Húsmæðraskólanum að Staðarfelli en kom vetri síðar. Segir frá láti móður sinnar og systkynum sínum.
Segir frá húsakynnum þegar foreldrar hans fluttu á jörðina. Húsakynni voru góð. Rifjar upp bústofninn. Fljótlega var farið að byggja stærra fjós, stækka tún og fjölga kúm.
Brúnin kom 1930 á Stóru- Laxá. Bíll gat ekið að Ósabakka og var farangurinn og bústofn fluttur yfir ána á báti. Segir frá föðursystrum sínum sem komu með föður hans og þegar ungir menn aðstoðuðu þær við að komast yfir ána. Þau urðu síðan hjón. Við ána var bátur sem kallaðist Konungsbáturinn sem smíðaður var 1921.
Segir frá aðdráttum sem sækja þurfti frá Selfossi. Þá var það kallað að fara í Tryggvaskála. Ekki farið að kalla bæinn Selfoss. Þegar brúin kom á Stóru-Laxá komu vörur með mjólkurbílnum. Segir frá að afgangsfiskur hafi verið sendur í sveitirnar með mjólkurbílnum.
Ýmist grænmeti var ræktað frá upphafi. Segir frá helstu máltíðum.
Minnist ekki að miðdegismatur hafi verið borðaður kl. 3. Segir frá ítaki í landi bæjanna í kring og áhugasemi föður hans við heyskapinn. Heyskapur lagðist niður á þessi ítaki um 1950.
Faðir hans var vanur að vinna með hesta við plægingar. Hann hafði einnig unnið á Korpúlsstöðum og kynntist þar traktorum. Búnaðarfélagið keypti traktor sem unnið var með í sveitinni. Rifjar upp þegar keyptur var traktor á heimilið.
Ekkert orgel var í austurbænum, en orgel var í vesturbænum í Langholti, þar léku dætur bóndans á orgel. Mikið samband var á milli bæjanna. Segir frá hvernig bæir skiptu á milli sín að slá bletti. Segir frá orgelinu á vesturbænum og hvernig það kom á bæinn. Rifjar upp þegar kaupmenn komu í heimsókn með Helga Magnússyni. Rifjar upp að eitt sinn hafi Ísólfur Pálsson kom með. Hann fann að orgelið var falskt. Fór strax í gang með að laga orgelið. Fólk á bæjunum kom stundum saman og söng.
Segir frá prestinum þegar hann var að alast upp. Presturinn var Gunnar Jóhannesson. Rifjar upp þegar hann var kosinn með eins atkvæðis mun. Siguður Ágústsson var organisti kirkjunnar. Steindór Sófóníasson í Glóru (Ásbrekku) var organisti um tíma.
Spurt um hvers vegna bæir hafa skipt um heiti. Segir frá er bændur skiptu um heiti og rifjar upp eldir bæjarnöfn og ný.
Á Flúðum var heimavistarskóli sem hóf starfsemi 1929. Segir frá skólagöngu sinni fyrstu árin. Skólastjóri var Unnur Kjartansdóttir frá Hruna. Einnig kenndi Þórður Gíslason einn vetur. Kjartan Jóhannesson kom og hélt söngnámskeið sem allir tóku þátt í.
Rifjar upp kórastarfsemi í sveitinni. Nefnir kirkukórana og Hreppakórinn sem Sigurður Ágústsson stjórnaði. Kórinn söng oft við hátíðleg tækifæri. Segir frá skemmtunum á Álfaskeiði. Rifjar upp lagið Álfaskeið eftir Sigurð Ágústsson. Síðar varð Flúðakórinn til sem Sigurður stjórnaði einnig. Það var blandaður kór. Nefnir nokkra söngmenn í Hreppakórnum.
Rifjar upp nokkur atriði frá stíðsárunum. Segir frá hvernig þeir fluttu mjólkina og hvernig þær minningar fluttu tíðindin um heimsstyrjöldina. Segir frá þegar breski herinn kom 10. maí 1940 og að mjólkurpósturinn hafi einnig komið með þær fréttir. Rifjar upp atvik frá þessum tíma. Segir frá þegar nokkur börn teiknuðu hakakrossinn í sandinn við ána. Segir frá herstöðvum sem voru í nágrenninu og samskiptunum við bretana. Rifjar upp þegar bretar lögðu símavír um sveitina. Segir frá tveimur hermönnum sem komu í heimsókn. Segir frá vegstæðum á stríðsárunum. Segir frá kónsveginum sem lá um sveitina frá konu komungsins 1907. Segir frá ferð hans um sveitina.
Segir frá leiklist í sveitinni. Leikið var á hverjum vetri frá því ungmennafélagið var stofnað. Segir frá riti sem tekið var saman um leikfélagið og starfsemi þess. Segir frá áhuga manna við að sækja leikæfingar. Rifjar upp þegar Jeppi á Fjalli var sýndur og þegar börnin fengu að hlusta á æfingar.
Segir frá þegar hann fór til náms á Laugarvatni. Útskrifaðist frá Menntaskólanum 1954. Rifjar upp árin á Laugarvatni. Enginn átti bíl en mikið þótti að eiga útvarp. Hlustaði á Radio Luxemburg í útvarpin og sendi m.a. kveðju sem hann heyrði lesna í útvarpinu.
Segir frá fyrsta útvarpinu sem kom í sveitina, í Birtingarholti. Fljótlega kom útvarp á hans heimili. Rafhlöðurnar voru hlaðnar í rafstöð í Ási. Afi hans hlustaði mikið á sögur en var fljótur að loka ef leikin var tónlist. Afi hanns gekk með rafhlöðuna upp að Ási á bakinu, um 15 km. Vel var passað uppá að nóg rafmagn væri á geymunum þegar Bör Börsson var lesinn. Nefnir fleiri útvarpssögur. Rifjar upp hvernig fólk umgekkst útvarpið.
Ekki var mikið um rímnakveðskap. Afi hans kom með rímur vestan af Mýrum. Kann nokkrar stemmur sem afi hans kenndi honum. Rifjar upp þegar hann flutti stemmu á móti í Finnlandi. Segir frá leikþætti sem hann bjó til og var fluttur við sama tækifæri.
Man ekki af minnst hafi verið á langspil í sinni sveit.
Segir frá samkomum og félagslífið í sveitinni. Rifjar upp skemmtanir á Álfaskeiði. Lýsir hvernig fólk kom að, bæði ríðandi og á bílum.
Það var til siðs um jólahátíðna að fólk heimsótti hvert annað þar sem farið var í leiki. Rifjar upp þær stundir.
Fór fljótlega að stunda íþróttir. Tekur ennþá þátt í mótum, en keppti fyrst á Landsmóti á Eiðum 1953. Keppti í hástökki og stangastökki. Nefni nokkra góða íþróttamenn í sveitinni. Segir frá fæknum íþróttamönnum sem komu á Álfaskeið og urðu hvetjandi fyrirmyndir. Keppt var milli Hunverja og Gnjúpverja í áratugi - Hreppamótið.
Nefnir nokkra harmonikkuleikara eins og Magnús blindi í Dalbæ. Í Syðra-Langholti var Einar Sigurjónsson rakari í Hafnarfirði, en hann var kaupamaður á bænum. Síðar komu hljómsveitir á Álfaskeið eins og hljómsveit Svaras Gests. Nefnir líka Eirík frá Bóli. . Dansað var á grasinu. 1958 var félagsheimilið að Flúðum vígt og var dansinn fluttur þangað. Við það missti samkoman yfirbragðið. Nefnir líka Braga Hliðberg.
Lítið var um harmonikkuleikara á Laugarvagni. Aðalhátíðin var 1. desember og þá var fengnar hljómsveitir að. Félagslífið var gott og sýndir fimleikar á hverju laugardagskvöldi. Síðar kom körfubolinn til. Lék körfubolta með nemendum Íþróttakennaraskólans.
Var í sex vetur á Laugarvatni og hitti þar konu sína, Hrafnhildi Jónsdóttur frá Sauðarkróki. Eru búin að vera 60 ár í hljónabandi og eignuðust 7 börn. Segir frá börnunum og störfum þeirra.
Segir frá störfum sínum að félagsmálum. Var formaður HSK í áratug og hefur starfað á þeirra vegum í ýmsum nefndum. Nefnir nokkur störf.
Hefur stundað íþrótir alla tíð - nefnir nokkrar íþróttagreinar sem hann hefur stundað.
Hefur eignast marga kunningja um allt land. Segir frá Kiwanis klúbbnum, Gullfoss, sem stofnaður var 1984. Hann hefur verið aflagður nú vegna mannfæðar. Segir frá ferðum þeirra hjóna um heiminn.
Segir frá kennslustörum sínum í sveitinni - kenndi í yfir 30 ár. Kenndi til 1994. Segir frá endufundum við gamla nemendur.
19.01.2014
Jóhannes Sigmundsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 7.11.2014