Í Staðarhverfi

Einar Kr. Einarsson fyrrum skólastjóri er manna fróðastur um staðar hverfið í Grindavík.
Fræðir okkur um sögu hverfissins. Er staddur í Vörðunesinu. Oft orðið sjóslys / strönd við Reykjanesbrún 
1902 Strandaði togarinn Anlaby frá Hull í Bretlandi, við Jónsbáskletta. 11 manns voru á togaranum og fórust þeir allir. Skipstjórinn hét Karl Nílsson og var kallaður sænski Níels. Þessi sami skipstjóri olli strandi við Dýrafjörð og fórust þar tveir menn. Níels fékk á sig dóm í Danmörku sökum þessa. Allir voru sjómennirnir grafnir á Stað í Grindavík.
Eldvörpin eru í röð eftir Reykjanesskaganum. Bakaði brauð þar, sér til gamans.
Sátu bás en eftir Anlaby strandið breyttist nafnið í ?? og heitir nú Kolasandur. Sjá má sátuna sem örnefnið Sátubás dregur nafn af.
Vatnsstæði eða tjörn þar sem kýrnar fengu sér að drekka. Vatnslítil strönd en nokkrir pollar eru á svæðinu eins og vatnsstæðið, stekkjartún og tóftarbrunnar.
Þvottaklappir en þangað var farið með þvottinn frá Húsatóftum.
Vatnslónshóll þangað var oft sótt vatn.
Bærinn Húsatóftir sjást og sagt frá nafnagiftinni  á Hjálmagjá. Huldufólk og fólkið úr mannheimum. Ljósahjálmar. Brautin sem liggur úr staðarhverfinu og til Keflavíkur. Önnur braut sem liggur suður í Hafnir
Á háhæðinni blasir við varða sem nefnd er Nóvaða. Árið 1627 þegar Tyrkir voru að gera áraás á Grindavík En sagan segir annað um nafnagiftina á vörðunni.
Mörg örnefni eins og t.d. Skipadalur. Bátarnir biðu þar frá vertíðarlokum og þar til vertíð hófst aftur.
Sjáum landsvæðið sem afmarkar Arfadalsvík og suður til hvirflana.
Búðasandur. Gömul fiskaðgerðarhús og bak við þau eru tvær varir. Flóraðar með stórgrýti.
Sker sem bera heitið Kóngshellar og Bindisker. Tveir stólpar voru settir þar niður og var keðja strengd þar á milli. Við þessar keðjur voru verslunarskipin bundin.
Barrlestarsker.
Verslunarhús og íbúðarhús byggð fyrir verslunarfólkið. Beykishús.
Staðargerði og Litlagerði.
Bryggjan var byggð eftir 1930 og þótti mikið mannvirki.
Víkur, Bjarna sandur og Kasalón, Gamla prestsetrið, Staður.
Móakot uppi á holuhól. Malarendi, þar við strandaði þýskur togari en mannbjörg varð.
Býlin Staðargerði og Litla gerði. Kríadalur og Móakot. Hjáleigur frá Stað.
Kirkjugarðurinn. Gamli Staðarbærinn. Þurrabúð.
Móakot vestasti bærinn í staðahverfi og í Grindavík.
Staður. Klerkar lifðu þar og störfuðu. Merkastur þeirra allra var Oddur V. Gíslason. Hann stofnaði Bjargráðasveitir í sjávarþorpum. Kenndi mönnum að nota lýsi til að lægja brimið og að fara með bárufleyg og ýlir sem voru fest með vissum reglum utan á skipin.
Staður gamla prestsetrið. Kirkjugarður,  Melstaður, Leynistaður, rústir gamalla bæja Vindheimar og Dalbær og Hamrar og Húsatóftir norðast á hæðinni.
Klukknaport , Jón Engilbertsson smíðaði. Gips klukkan úr Anlaby hefur það hlutverk í dag að vera dánarklukka. Einar leyfir okkur að heyra í klukkunni.
Spaugilegar frásagnir Einars úr Staðarhverfi. Er fiskitogari strandaði.  Kristján Eldjárn, prestur á Stað. Hvaladráp í Garðafjörunni.
23.09.1983
Einar Kristinn Einarsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 20.05.2015