Minningar úr Önundarfirði

Æviatriði.Segir frá fjölsylduaðstæðum að Hóli í Önundafirði þar sem hún er fædd.
Spurt um hljóðfæri á heimilinu. Segir frá hálfbróður sínum sem lék á harmonikku.
Spurt um útvarpið. Segir frá vindrafstöð á heimilinu.
Spurt um hvað hlustað hafi verið á í útvarpinu.
Spurt um söng á heimilinu. Segir frá Rebekku Eiríksdóttur sem var organisti á staðnum og stjórnaði söng. Byrjaði að syngja í kirkjukórnum 12 ára.
Spurt um hátíðarsöngvana. Sagt frá söngmönnum.
Spurt um fyrstu ballferðir, dans og danskennslu.
Spurt um kveðskap. Segir frá móður sinni sem kunni fjölda kvæða utanað. Spurt um ýmis kvæði.
Spurt um rímur.
Spurt um langspil og önnur hljóðfæri. Segir frá bróður sínum og sínum fyrsta dansleiknum sem hún fór á.
Segir frá Oddnýju Guðmundsdóttur sem fór um landið sem farkennari á reiðhjóli og hvernig hún kenndi þeim kvæði. Segir frá reiðhjólinu hennar.
Spurt um söngkennslu.
Spurt um hvort afi hennar hafi talað svokallaða vestfirsku. Nefnir dæmi.
Spurt um hljómsveitir.
Spurt um þing- og samkomuhús. Einnig samgöngur í sveitinni.
Spurt um leikrit. Segir frá systkinum af Ströndum sem léku oft.
Spurt um kirkjukóra.
Spurt um aðdrætti. Sagt frá veiðum í ósnum, fiskverkun og fiskneyslu.
Spurt um skólagöngu. Segir frá námi á Núpi og söng og dansi þar. Segir frá ströngum aga og prófum.
Spurt um félagsstarfsemi í dag og hvernig það er miðað við fyrr á árum. Segir frá breytingum við að göngin komu til Ísafjarðar.
Segir frá verslun á Flateyri. Nefnir nokkrar verslanir sem ekki eru lengur til staðar.
Spurt um áhrif sameiningar sveitarfélaganna. Minnist á snjóflóðin.
11.09.2013
Guðrún Jónsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 14.07.2014