Magnús Guðjónsson og Bjargey Guðjónsdóttir

Langholtsvegur 71 í Reykjavík. Magnús Guðjónsson og Bjargey Guðjónsdóttir búa þar. Magnús er fæddur á Stokkseyri, en Bjargey er úr Grindavík.
Bjargey talar, búið 35 ár í þessu húsi. Bjuggu fyrst á Nönnugötu síðan á Hverfisgötu 101. Bjuggu aldrei í Grindavík.
Bjargey var 22 ára þegar hún flutti alfarin til Reykjavíkur. (20 líka nefnt).
Bjargey lýsir því þegar mikla flóðið var. Man eftir því. Var heima hjá foreldrum sínum, á Hliði. Nefnir gömlu mennina, Garður, Vík, Björgólfur og Stefán. Flæddi að húsinu, ekki miklar skemmdir. Vatn í kjallara. Soðin keila. Lóðin nefnd.
Voru ekki með skepnur.
Áttu merkilegan hest. Var skýr. Lýsir hestinum. Kallaður Gráni. Ágætur, pínulítið fælinn. Hálfhræddur.
Snemma að hjálpa til. Bæði á vertíð og eins á vorin, farið í fiskinn. Nefnir pabba sinn, fór með honum, á morgnanna að breiða. Farið snemma að breiða. Bíða eftir því að það þornaði af.
Reiturinn var niður við sjóinn. Fyrir neðan skúr pabba hennar. Fyrir ofan Varirnar og austur á Kamp.
Bjargey vaskaði síðustu árin.
Bjargey segir meira frá flóðinu. Ofsalegt veður. Ákaflega hrædd. Flæða inn í kjallara, mikið hrædd. Nefnir bróður sinn, allt að sökkva í sjó. Veðurhrædd. 1925, þetta flóð.
Aðalstörfin heima á vertíðinni. Voru unglingar. Vertíðarstúlka. Margt fólk. 2 og 3 sjómenn. Allir heima. Gömlu mennirnir tveir, Björgólfur og Stefán. Nóg að gera á heimilinu. Prjóna. Sjóvettlingar. Ekki dugleg.
Voru ekki í aðgerð. Þurftu að færa af sjónum, þegar mennirnir komu að. Voru í skóla, þegar þau voru börn og unglingar.
Áttu heima á Velli, löngu áður. Húsið flaut upp. Talar um Akurhúsin. Komið með fólk frá Akurhúsum að hliði. Þetta var bær. Orðið flotið í kring. Nefnir veikan mann.
Leika í kringum gjána. Mjög lítið, sem áttu heima í kringum hana. Komu mikið af börnum alls staðar að. Stórhættulegt. Sérstaklega fyrir ókunnuga. Fóru oft að skola tau og ýmislegt í gjána.
Bjargey fór ekki á sjó með afa. Var mjög sjóhrædd. Fékk aldrei að sitja í.
Þegar hún fór að stálpast meira, fór aldrei í kaupavinnu. Aldrei að heiman, fyrr en hún fór til Reykjavíkur til að gifta sig.
Eru búin að vera gift í 67 ár.
Alltaf átt hemia í Reykjavík. Fyrst á Nönnugötu og svo þarna. Magnús nefnir 57 ár.
Magnús er fæddur á Stokkseyri 1899.
Fór í ferð frá Stokkseyri til Reykjavíkur og aftur austur. Margar ferðirnar. 15 ára gamall þegar hann fór að labba þetta. Tvisvar og þrisvar á ári, gangandi til Reykjavíkur og til baka aftur.
Merkileg ferð. Lýsir henni. Að morgni til. Þungbúið veður, tvísýnt. Nefnir pabba sinn, glöggur maður. Ungir strákar, eldri menn með þeim. Magnús var 18 ára, hinir svipað, sumir eldri. Fóru beint frá Bakkagerði, svolítið fyrir austan Stokkseyri, áfram beint á Kaldanes, ekki yfir brúna á Ölfusá. Á ís yfir ána hjá Kaldanesi. Árið 1918. Yfir ána. Kotströnd. Gera vont veður. Héldu áfram. Kambarnir. Farið að drífa, herða frostið, snjórinn, bylurinn, Kambabrún, vörðurnar, símastaur. Finna símastaura. Tók klukkutíma. Fylgja þeim. Hvasst. Grenjandi stórhríð. Ganga milli símastaura. Í hrauninu, mishátt, lægðir, hrapa niður, gekk illa. 2 menn veiktust niður á fjalli. Fengu sér bita. Skjaldborg kringum mennina. Þræla alla nóttina.
Nefnir pabba sinn. Fylgdist alltaf með þeim. Fjarskyggn. Nefnir mömmu hans. Gengi vel, dálítið illa settir. Niður Hveradalinn. Flestir uppgefnir, stappa í þá stálinu, svo stutt niður á hól. Kl. 4 um morguninn komust, ljós í gluggum. Símasamband frá Kotströnd til (K? óskýrt) alla nóttina. Skriðu fyrir rest. Tekið vel á móti þeim. Látið fyrir berast. Voru á (? óskýrt) nóttina. Inn á hól. Sloppnir. Gekk ágætlega úr því. Það var þétt drífa, frá hólnum, daginn eftir niður í Reykjavík. Ekki slæm færð. Gekk vel niðureftir, þungfært.
kvöldið, 4 veikir af 6. Inflúensa/Spænska veikin. Amma hans á Skólavörustíg. Máttlaus og stirður. Mættir á Laugaveg á vissum tíma. 2 af stað austur. Ágætt færi upp að Lögbergi. Kaffi upp á Lögbergi. Stirðna upp, halda áfram. Snjólítið á veginum. Kolviðarhól. Ekki hleypt inn. Allt fullt af sjúklingum. Veikir ferðamenn. Fóru upp Gamla skarð fyrir ofan Kolviðarhól, feyknarbratt upp og miklir skaflar á veturnar, upp í brekkunni. Upp fyrir skarðið, hvaða átt að ganga austurhraunið, blíðskapar veður. Talar um gönguna, nefnir hraunið. Austur á Kambabrún. Þreyttir, stoppa smá stund, halda áfram. 30 gramma meðalglas, spírítus blandað með sætsaft. Hressast, halda áfram.
Austur á Gljúfraholti (?).Var orðinn slæmur. Úti á hlaði. Ekki lyst á neinu. Orðinn slæmur. Fljótur. Nefnir pabba sinn. Fylgdist alltaf með þeim. Niður fyrir Selfoss, niður að haga, nefnir foreldra sína, hann yrði kominn kl. 12 um nóttina, á Stokkseyri. Heim.
Komust austur á Selfoss. Svífast um hvort það væri enginn þarna, Eyrarbakka, Stokkseyri, vagn, fengið far. Enginn, sem var á leiðinni. Þeir vissu ekki um neinn á Selfossi. Seint um kvöld. Fóru veginn niðureftir. Niður fyrir haga, móts við Stóru-Sandvík, kemur ríðandi maður á eftir þeim. Með hestvagn. Lýsing. Engin kassi, bara kjálkagrind, ekki gott að sitja. Mættu sitja á bitanum á grindinni. Maðurinn settist á bitann, alla leið niður á vegamót, Stokkseyri-Eyrarbakka. Fóru heim.
Maðurinn átti heima á næsta bæ fyrir utan Magnús. Nefnir rúmið sitt. Fékk spönsku veikina 1918. Lá í 6 vikur. Með mikinn hita. Nefnir lækni, sem kom ekki fyrr en 4 dögum eftir að hann átti að koma, hafði svo mikið að gera. Vakti nótt og dag. Læknirinn nefnir Spænsku veikina og barnaveiki. Nefnir foreldra sína. Liggur í 4 vikur. Konráð Konráðsson, læknir, sendur austur. Nefnir héraðslækninn, Gísla, var allt í vitleysu hjá honum. Hafði svo mikið að gera. Kona læknisins bjó til meðölin, blanda handa fólki.
Konráð kemur til hans, nefnir spönsku veikina, ekki barnaveiki. Sloppinn. Meðöl. Flaska, smá glas. Sæmilegur. Magnús nefnir Einar bróður sinn, dáinn, þegar Konráð kemur.
Margt fólk dó úr þessari veiki. Engin hjá þeim, en margt fólk annars staðar. Ekki einn einasti maður, eftir að Konráð kom. Gaf því koníak. Talar um hann.
Nefnir mann, Valdimar, Stokkseyri. Nefnir Gísla. Sagðist ekki geta gert neitt meira fyrir hann. Konráð kom til hans. Slæmur. Búið að telja sig af. Nei, hefur það af. Gaf honum koníak, og hann hresstist á nokkrum dögum.
Talar um Konráð. Alltaf kátur þegar hann kom. Uppörvandi. Skínandi maður. Ágætis læknir.
Bjargey talar. Fólk lagðist á hliði, ekki mikið veikt. Nefnir vinnukonu, sem dó. Nokkuð fólk dó í Grindavík, ekki mjög margt. Var svo ung þá. Dóu nokkuð margir. Veiktist, komust allir upp úr því, nema kona sem var hjá þeim. Bjargey fékk litla flensu, Spænsku veiki.
Magnús. Gert ýmislegt. Komið margt fyrir. Réri á áraskipi. Segir frá því. Réri róður og róður. Nefnir mann á Stokkseyri, Ingvar Hannesson á Skipum, átti bát, réri vor og haust, dag og dag. Magnús fékk alltaf að róa með honum, þegar hann var heima, var þá stráklingur, 16 ára.
Segir frá róðri í blíðskaparveðri. Þykkt loft, mikil undiralda, alltaf að auka undir ölduna meðan hann var að leggja. Nefnir lóðina, lágu þar dálítinn tíma. Nefnir Ingvar, róa að baujunni. Taka lóðina. Að starpa (?). Að leggja lóðina niður í laupana. Litið í land. Guðjón, (á einhverjum stöðum, óskýrt), sem var með þeim, nefndi að þetta væru hrafnar á stönginni. Nefnir undiröldu. Nefnir Ingvar, brim, flaggið. Hafi ekki séð vel í land. Framúrskarandi, góður sjómaður. Nefnir annað flagg. Komið mikið brim, flýta sér. Ekki hræða þá með hröfnum. Ófært að lenda, mikið brim. Ingvar, taka lóðina, lítur í land, sjóvettlingar. Flagga okkur frá. Hrafnarnir hans Guðjóns. Ábyrgð á mannskapnum, í land. Róa upp að sundinu og út með. Brim alls staðar, engin leið að landa þar.
Nefnir 4 sund. Elínarsund, Músarsund, Hlaupás (?), Vestursund, eina sundið sem var neyðarsund. Vestursund, liggja þar fyrir utan langan tíma, á annan klukkutíma. Nefnir Ingvar, taka árar, róa í land.
Fara inn í sundið, kemur alda, náði þeim ekki. Komu inn úr sundinu. Sker fyrir innan sundið. Aldan mer með þá yfir skerið og inn á lóð. Sást ekki til þeirra inn á landi. Fullt af fólki á sjógarðshliðinu á Stokkseyrarhlaði hélt að báturinn hafði farist.
Fara inn á lónið, allt í lagi, ausa í rólegheitum. Þeir sem eru í landi sjá þá koma (úr ósnum). Réru upp í sand, teknir með bátnum og öllu saman upp á sand, borið upp. 7 á bátnum. 6 hásetar og Ingvar skipstjóri.
Magnús. Smíðaði flugvél, gert margt. Kláraði hana aldrei, mótorinn.
Í lokin, veit margt spaugilegt, man ekki. Kunnað vel við sig í Reykjavík. Liðið alltaf vel. Margir heimsótt þau, og gera enn. Oft mannmargt. Góð börn, tengdabörn, barnabörn, allt elskulegt. og allt þeirra fólk. Stundum ansi mikið fjör, þegar allir eru komnir.
Þau tvö alltaf glöð og létt í lund, oft ansi mikið verk, þegar allir eru komnir, yndislegt. Oft ansi mikið gestkvæmt hjá þeim. Allt gott fólk. Skiptist alls staðar á skin og skúrir.
22.10.1984
Bjargey Guðjónssdóttir og Magnús Guðjónsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 29.05.2015