Síld til Grindavíkur
Gufustrókurinn frá hitaveitu Suðurnesja sést stíga yfir fjallsöxlina á Þorbirni. Gömlu sjóhúsin. | ||
Síldarbátar liggja við bryggju. | ||
Fylgst er með áhöfninni á þórshamri. Hásetarnir undirbúa löndun. | ||
Sjá má síldina í hyrnunum í lest skipsins. | ||
Sjávarhólar og Akrahóll. Gufan úr borholu sem boruð var í Eldvörpum sést í baksýn. | ||
Rætt er við Edvard Júlíusson, forstjóri í Hófsnesi. Rætt er um síldina og söltunina. Rússamarkað. Búið að salta um 25 þúsund tunnur á viku til tíu dögum. | ||
Rætt við Óla um söltunina í Gjögri en það er saltað u.þ.b. 50-60 tonn. | ||
Sýnt er inn í fiskvinnslustöð. þar sem fjöldi manns er að vinna við að salta síldina og setja í tunnur. | ||
Einn vinnumannanna fer með vísu. | ||
Rætt er við Gunnar Tómasson, verkstjóra Þorbirni h.f. Gunnar fræðir okkur um hversu margar tunnur búið er að salta í fyrir Rússlandsmarkað. Um 300 manns vinna við síldarverkunina í Grindavík. |
Uppfært 21.05.2015