Minningar frá Ísafirði og Bolungarvík

Viðtalið fór fram á Náttúrulækningaheimilinu í Hveragerði þar sem Guðmundur dvaldi um hríð sér til heilsubótar.
Æviatriði
Segir frá kynnum sínum við Arnór Hannibalsson.
Segir frá foreldrum sínum. Segir frá móður sinni og Litla bæ þaðan sem móðir hans var. Segir frá áhuga Þjóðminjasafnsins á bænum og hvers vegna það hefur áhuga á þessum bæ. Segir frá útieldhúsi sem þar er. Á bænum bjuggu tvær stórar fjölskyldur og þar ólst Einar Guðfinnsson frá Bolungarvík upp. Segir frá einar sem fádæma reikningsmanni og þegar hann fékk fyrstu reiknivélina í verslun sína.
Segir frá föður sínum sem var frá Fossum í Skutulsfirði. Hann reri með Sæmundi sem stofnaði kexverksmiðjuna Esju. Segir sögu af honum. Segir frá Sæmundarkexinu.
Segir frá er hann ólst upp á Ísafirði. Segir frá skíðaskóla sem hann gekk á á Ísafirði. Segir frá erlendum kennurum sem kenndu þar. Skólinn útskrifaði skíðakennara. Útskrifaðist sem skíðakennari 18 ára gamall.
Segir frá er hann fór með Kristleifi á Húsafelli og dvaldi hjá honum. Segir af honum sögur. Rifjar upp egar hann ætlaði að byggja glerhýsi yfir Húsafell en fékk ekki gjaldeyrisleyfi til að flytja inn efni.
Segir frá er hann fór fyrst á dansleiki. Rifjar upp skólaböll í gagnfræðaskólanum og almenn böll á Íslafirði. Rifjar upp góða hljóðfæraleikara á Ísafirði.
Segir frá þegar Kaninn byggði radarstöðina í Aðalvík. Það voru aðeins 5 Englendingar í Hnífsdal. Segir frá tundurduflagirðingu sem herinn lagði fyrir firði á Vestfjörðum og hvernig sjómenn fundu leiðir framhjá þeim.
Saknar sérstaka karaktera sem fengu að vera þeir sjálfir. Talar um Gústa Guðsmann á Siglufirði og bróðir hans, Kiddi ljúfur sem talaði í myndmáli. Segir sögur af honum. Segir frá þegar Stefán Jónsson ætlaði að taka hann upp í viðtal fyrir útvarpið. Kristinn talaði fornt málfar. Guðmundur beitti hjá honum 10 ára gamall.
Segir frá þegar hann fór á doríufiskerí á bátnum Svanur. Plægðu upp kúfisk í beitu og strákarnir beittu uppi á dekki í góðu veðri en beittu í lúkarnum í kulda. Línan flaut af fiski. Segir frá þegar landað var í móttökuskip á Ísafirði. Segir frá þegar Agnar sótti línu í land og lét son sinn fara með Hörpu fyrir tangann. Segir frá hve Kitti borðaði mikið og var honum færður matur á sjúkrahúsið.
Segir frá þegar hann flutti til Bolungarvíkur og stöðum sem hann dvaldi á í gegnum árin. Nefnir nokkur skip sem hann var á. Rifjar upp þegar togarinn Már kom nýr til landsins sem smíðaður hafði verið í Portúgal.
Rifjar upp hvað var í bitaboxum sjómanna.
Skýrir út hvað „doríur“ eru. Segir frá þegar Spánverjar voru með doríur á fiskveiðum á Grænlandi.
Segir frá þegar Nýsköpunartogararnir voru byggðir. Rifjar upp timburskort og ekkert hægt að byggja. Segir frá þegar Einar Guðfinnsson átti salthús á Ísafirði og flutti til Bolungarvíkur og byggði skúra fyrir bátana.
Segir frá almennum tryggingum sem stofnaður voru 1937 og gildi þeirra fyrir ekkjur sem misst höfðu sjómenn. Segir frá skömminni að segja sig á hreppinn. Ítrekar samhjálpina í í byggðarlögunum og hvernig menn hjálpuðu í nafni samhjálpar. Ekki mátti segja frá slíkri hjálp. Segir sögu sem dæmi af Einari Guðfinnssyni.
Rifjar upp sögur af gömlum trillusjómönnum á Ísafirði og Bolungarvík og veiðum þeirra. Nefnir nokkra sjómenn, þar á meðal einfætta menn eða fótalausa. Lýsir kúfiskveiðum á rifinu á Ísafirði. Rifjar upp síldveiðar í Ísafjarðardjúpi. Nefni Brynjólf, sem einnig var einfættur. Fer vítt um sviðið og segir sögur af mörgum mönnum og lýsir veiðum þeirra og athöfnum. Rifjar upp mann sem hét Daníel, hafði misst báða fætur og gerðist skósmiður. Rifjar upp sögu af stúlku sem eignaðist barn sem tekið var af henni. Hún og Daníel lentu í óveðri og misstu við það fætur. Segir að súlkan hafi lent í mansali sem var algengt á þeim tíma á Íslandi. Segir frá hvernig Daníel leitaðist við að fá gervifætur. Hann eignaðist 8 börn með konu sinni og tók að auki eitt og ól upp.
Talar um netin og hvernig þau voru þurrkuð, og lóðirnar. Talar um nælon- og girnisnet. Segir frá einni vertíð sem hann var á í Vestmannaeyjum. Rifjar upp þegar menn fóru að nota nælonlóðir. Segir frá að hampnetin hafi átt það til að slitna.
Rifjar uppsögu sem hann las í Morgunblaðinu um bát sem missti ungan strák fyrir borð og hvernig þeir fundu hann aftur og björguðu honum. Strákurinn var Gunnar Hjálmarsson sem hann þekkti vel. Segir frá þegar hann bar söguna undir Gunnar.
Rifjar upp nokkra báta á Ísafirði og skipaverkfræðinga sem voru á Ísafirði og þegar þeir byggðu skipabraut. Rifjar upp „Dísirnar“ sem voru smíðaðar á Ísafirði. Segir þegar Marselíus keypti slippinn.
Segir frá Fal sem byggt hafði alla litlu bátana í Bolungarvík. Ekki var hægt að byggja stærri en hægt væri að hífa hann. Varirnar fylltust af grjóti í vondum veðrum. Nefnir Jóhann og Steina Eyfirðinga. Skipshafnir hjálpuðust að við að setja bátana niður.
Segir frá ráðagóðum verslunarmanni í Bolungarvík sem pantaði óvart mikið magn af eldspýtum og hvernig hann kom þeim í verð. Kom þeirri sögu af stað að karlinn sem hafði fundið upp elspýturnar væri dauður og það kynni enginn að búa til eldspýtur, og kom þeim þannig í verð.
Mikið var reykt á þessum árum. Rifjar upp slagvatnsfýluna um borð og menn voru sjóveikir vegna hennar. Auk þess keðjureyktu menn og eldað var á kolaeldavél. Sumir settu lifur á glóðina og við það kom mjög vond lykt.
Segir frá bátnum Frægur, sem fiskaði vel. Segir líka frá Afla Kitta sem reri á Tóta. Rifjar upp þegar hann var byggður.
Segir sögur af afla Kitta og hvernig hann beitti línuna
Segir frá Pétri Oddssyni og sögur af Pétri og útgerð hans og hvernig Kitti eignaðist Fræg. Rifjar upp á 8 ára í röð hafi farist bátar við Vestfirði.
Segir frá þegar hann fór 11 ára til Bolungarvíkur og vann hjá Einari Guðfinnssyni sem hálfdrættingur. Segir frá þegar Einar keypti bát af Agli Thorarensen í Þorlákshöfn. Báturinn hét Jónas ráðherra. Var skýrður Sólrún í eigu Einars. Bátnum fylgdu mikið af lóðunum sem á þeim tíma fengust ekki á Íslandi. Einar fékk lóðin á gömlu verði. Á þessum báti var Guðmundur hálfdrættingur og beitti í landi. Á trillunni hjá Kitta ljúf voru menn ráðnir upp á stúf - menn áttu þá fiskinni af einni lóð.
Segir frá þegar faðir hans var í atvinnubótavinnu hjá bænum við að hlaða uppi grjóti sem borið var ofan úr fjallinu og mulið í mulningsvél.
Stærri bátar komu 1928. Segir frá þegar siglt var litlum bátum í skipalest til Englands á stríðsárunum. Ljósin urðu að vera slökkt og ekki mátti kveikja á talstöð. Segir frá Magnúsi Jónssyni skipstjóra sem var skipstjóri á Ríkarði - rifjar upp þegar ráðist var á Fróða.
Rifjar upp að lítið var um vörur í stríðinu. Ef stígvél komu til landsins myndaðist röð við verslanir. Mikið um skömmtunarmiða. Segir frá Stofnauka. Rifjar upp sögur af hvernig menn urðu sét úti um skömmtunarmiða, einkum sykurmiðum. Bátar fengu sér sykurmiða. Rifjar upp þegar Jóakim Pálsson fór á síld norður á Strandir. Segir sögur af því.
Mikið kapp var milli fjarða á Vestfjörðum. Bolvíkingar og Súðvíkingar þurftu að koma með bátana á Ísafj örð undan veðri. Upp í 50 manns voru á vindunum til að ná bátum upp á kamb ef veðrir var vont. Allir í bænum hlupu til og hjálpuðu til. Samhjálpin var svo sterk. Bolvíkingar voru sérlega flinkir að taka land í vondum veðrum. Lýsir hvernig menn báru sig að við að taka bátana á land.
Konur og börn fylgdust vel með þegar bátar komu að landi. Einar Guðfinnsson sá úr stofunni hjá sér þegar bátarnir komu. Segir frá bátnum Ölver sem lenti í Halaveðrinu. Skipstjórinn lónaði undan veðrinu og hraktist hann upp í Grunnuvík. Segir frá hvernig menn lærðu þetta þegar Svanurinn lenti í slíkum hnútum. Rifjar upp svæðið undan Vestfjörðum þar sem sem vond veður voru. Lýsir hvernig bátar fórust í Djúpálnum. Nefnir nokkur skip sem fórust.
Segir þegar hann réðist á Sólborgina sem var síðutogari. Segir frá veiðiferðum á Grænland. RIfjar upp hvernig átan brenndi hendur manna milli fingranna. Nota varð vettlinga til að verjast þessu. Þetta var árið 1951. Þá voru þar skip frá allri Evrópu. Íslensku togararnir báru af, þóttu svo fallegir. Flotinn flautaði allur þegar Sólborgin kom sem nýtt skip á miðin. Veiddu við Vestur-Grænland. Þar var mikið staðviðri, en mikil þoka. Segir frá mannir sem brenndist um borð. Fiskurinn var mjög smár á Grænlandsmiðum. Lýsir fiskeríi á Grænlandi um umganginn við fiskinn.
Rifjar upp þegar þeir settu sér fyrir að vera komnir heim fyrir 17. júní en lentu í óveðri við Hvarf og urðu að lóna í tvo daga. Rifjar upp þegar komið var heim og þá var dansleikur í gangi. Rifjar upp hvernig Villi Valli og hljómsveit tóku á móti þeim.
Rifjar upp þegar Ísborgin, sem var fyrsti nýsköpunartogarinn sem fór á síld. Þeir voru með 11 stúlkur um borð sem söltuðu. Voru með tvo nótabáta. Eitt sinn þegar karlinn kallaði mennina í bátana en enginn lét sjá sig. Kom í ljós að allur mannskapurinn var í lestinni að dansa við stúlkurnar.
Segir frá byltingunni þegar kraftblökkin kom. Rifjar upp þegar farið var að gera gryfju fyrir nótina aftur á hekki. Segir frá Breiðfjörðsvörpunni og flottrollinu sem kom í framhaldi af henni. Lýsir því hvernig menn beittu henni við veiðar í hrauninu á Selvogsbanka. Segir sögu af karli sem var lestarmaður.
Segir nánar frá flottrollsveiðum og hve þær fóru illa með fiskinn. Talar um hve mikil framför hafi orðið í meðferð á afla.
Segir frá hvernig honum líst á framtíðina. Talar um fall byggðarlaga og frystitogarar eru að hverfa. Nefnir dæmi um það og hvernig fá megi meira út úr aflanum. Nefnir framförum í tækni við fiskvinnslu í landi.
11.04.2014
Guðmundur Halldórsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014