Minningar úr Rauðasandshreppi

Kynning á heimildarmanni, lítilega nefnd ætt og uppruni. Tók við búskap í Hænuvík 1982

Kynning á heimildarmanni, lítillega nefnd ætt og uppruni. Tók við búskap í Hænuvík 1982.
Heimildarmaður segir frá hversu lítið hann man eftir æsku sinni, tekur sem dæmi að hann muni ekki eftir fermingardegi sínum og efaðist á tímabili um að hann hefði fermst. Ástæða þessa er að hann var asmaveikur sem barn og lyfin höfðu þessi áhrif.
Skólaganga, byrjaði í skóla 10 ára gamall og var í farskóla og bjó í Hvallátrum hjá gömlum hjónum meðan hann var þar í skóla, var mánuð í einu í skólanum. Matargerð og mismunandi matarvenjur.
Kaupfélagið á staðnum seldi eitt haustið fersk vínber í kílóatali.
Heimildarmaður segir frá breytingum á svæðinu, búið var á fleiri bæjum og fleiri bú á hverjum bæ en seinna varð. Segir frá skólahaldi í farskólanum, að það hafi verið góður skóli og námsefnið ekki verið flækt eins og gert er í skólum í dag.
Heimildarmaður var allan daginn að ganga frá Hænuvík að Hvallátrum þar sem hann dvaldi þegar hann var í skólanum. Seinna gekk hann fimm km á dag til að komast í skóla. Þann vetur lærði hann ekki neitt því kennarinn var ekki góður.
Hænuvík er lítil bújörð. Blandaður búskapur, aldrei mikið af hestum eða sauðfé vegna lítils landrýmis. Afkoma byggðist fyrst og fremst á sjósókn. Faðir heimildarmanns (Bjarni Sigurbjörnsson) fór að vinna á ýtu við vegagerð á svæðinu 1946 og var með jarðýtuútgerð fram til 1974.
Útgerð er lítil frá Hænuvík núna, heimildarmaður veiðir bara í soðið. Á lítinn árabát, fjögurra manna far, til að sýna ferðafólki hvernig fólk lifði áður fyrr.
Matarvenjur: saltaður og reyktur matur fram til 1963 (1953) þegar bæjarlækurinn var virkjaður og rafmagn kom. Þá breytast matarvenjur og hægt er frysta kjöt.
Virkjun í Hænuvík. Fyrsta alvöru raforkan á staðnum kom með virkjun 1953. Framleiðslugeta virkjunar í dag er um 40 kílóvött. Túrbínan sem nú er notuð er upprunaleg, búið að gera upp.
Sími kemur á svæði í kringum 1930 og er það eitt af þremur framfarastökkum á svæðinu. Hin tvö eru þegar vegurinn var lagður og síðan þegar internetið kom á svæðið.
Mannfjöldi á svæðinu í gegnum árin. Mikil fækkun, bara tveir bæir eftir sem hafa búsetu allt árið. Dapurlegt að sjá ekki útiljós á bæjum sem þó er verið á við og við.
Samgöngur á svæðinu eru góðar til þess að gera að mati heimildarmanns. Lætur vel af vegagerðinni.
Heimildarmaður talar um góð samskipti sín við þá sem eiga jarðir í kring en eru ekki með búskap á þeim. Það er ekki sjálfgefið að slíkt sé að hans mati.
Ræktun á sauðfé. Er bæði með hyrnt fé og kollótt fé. Fær hrúta til að viðhalda báðum stofnum. Er með háfætt fé vegna beitaraðstæðna, beitir mikið í brattlendi.
Veðrátta á svæðinu. Getur orðið mjög hvasst í norðanátt og vestanátt. En í austan og norð-austan áttum sem eru mjög ríkjandi á svæðinu er bærinn í skjóli. Lítill snjór á vetrum. Þessi veðrátta er frábrugðin því sem víðast er á Vestfjörðum. Síðustu sumur hafa verið mjög þurr og hlý.
Ferðaþjónusta í Hænuvík byrjaði sem fikt hjá heimildarmanni sem síðan stækkaði og síðasta sumar voru 1000 gistinætur á staðum.
Spjall um bílaáhuga og bílaeign heimildarmanns. Þarf að hafa farartæki sem hægt er að treysta 100% á þegar byggðin er orðin svona fámenn.
Landgæði í Hænuvík og hlunnindi: Múkkavarp, svartfugl og reki þar til fyrir 10-12 árum þegar reki hætti að koma. Skipskaðar voru líka ákveðin hlunnindi. Efni úr skipum sem strönduðu rak á land og var nýtt.
Nafnið á bænum Hænuvík og uppruni þess og upphaf búsetu á staðnum. Hænuvík eða Hænisvík.
Lifibrauð svæðisins var af útræði. Heimildarmaður segir frá því sem hann hafði lesið að eitthvert sinn hafi komið hestalest frá Skálholti til Tálknafjarðar til að sækja hertan fisk því þá var orðið matarlítið í Skálholti.
Heimildarmaður segir frá verbúð í Látradal og aðstæðum þar.
Nytjar af fýl. Mikið af fýl/múkka, varpið datt niður um tíma en er að koma til núna.
Refur og minkur á svæðinu. Minkur mikil plága og lítið gert til að halda honum í skefjum. Minni ami af refnum og hann nauðsynlegur fyrir ferðafólkið. Er með villtan ref í fjósinu sér og öðrum til gamans.
Heimildarmaður segir frá að síðasta sumar hafi fyrst og fremst verið íslenskir ferðamenn hjá sér og sú breyting verið að flestir hafi verið með reiðufé á sér.
Heimildarmaður segir frá hvernig er að ganga um gamlar götur og slóða og hugleiða hvað menn þess tíma þurftu að leggja mikið á sig til að komast á milli bæja. Ryðja vegina og reisa vörðurnar.
Mosdalsvatn bak við Hnjót í landi Vatnsdals. Nennir sem þar hefur komið á land og staðfesting á sögu um að einhverskonar skrímsli sé í vatninu. Til sögur af því að drengur frá Hnjóti hafi horfið eftir að hafa sest á bak dýrs sem fór með hann í vatnið.
Framtíðarhugmyndir heimildarmanns um staðinn og ferðaþjónustumöguleika þar. Hugmyndir um golfvöll og heitan pott á svæðinu.
Vetrarbyrjun er í kringum 10. október en þá þarf að fara setja inn sauðfé. Reynt að setja það eins mikið út yfir veturinn og hægt er.Endir á viðtali
04.01.2010
Guðjón Bjarnason
Kári G. Schram
Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 13.08.2014