Hið ofurviðkvæma Theremin (mp3)

<p>Hekla Magnúsdóttir tónlistarkona er líkast til eini þeremínleikari landsins en hún hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Bárujárn auk þess sem hún hefur komið við sögu í ýmiss konar tónlistarverkefnum.</p> <p>Nýverið gaf hún út plötuna Heklu á bandcamp; þar er að finna sex frumsamin lög Heklu. Hljóðheimurinn byggir á þeremíni, sög og bassa en Hekla sér um hljóðfæraleik í öllum lögunum. Að auki má finna fleiri lög eftir Heklu á soundcloud.</p> <p>Þeremín var fundið upp árið 1919 af sovéska uppfinningamanninum Léon Theremin þegar hann var að rannsaka útvörp og útvarpsbylgjur á mismunandi tíðnum; um er að ræða rafhljóðfæri með tveimur loftnetum sem gefa frá sér rafsegulbylgjur. Flytjandinn spilar á bylgjurnar með báðum höndum; önnur er notuð til að stýra tónhæð og hin tónstyrk. Spilamennskan byggir sem sagt á því að hljóðfæraleikarinn snertir ekki hljóðfærið sjálft heldur óáþreifanlegar loftbylgjurnar sem loftnetin gefa frá sér og því er hljóðfærið afar viðkvæmt fyrir öllum hugsanlegum hreyfingum í kringum það. Minnsti andardráttur og óvænt fínhreyfing hefur áhrif á tónlistarflutninginn sjálfan. Þeremín var fyrst notað í popptónlist í lagi Beach Boys, Good Vibrations, en þá studdust stranddrengir við sérstaka útgáfu Robert Moog af þeremíni.</p> Hekla bauð Víðsjá í heimsókn þriðjudaginn 2. desember; kynnti til sögunnar nokkur af þeremínunum sínum; nokkur brot af plötunni hennar nýju hljómuðu og svo bauð tónlistarkonan til stofutónleika í lokin og lék katalónska þjóðlagið Söng fuglanna á þeremín.</p> <p align="right">Víðsjá Ríkisútvarpsins 3. desember 2014 - af ruv.is</p>
03.12.2014
Hekla Magnúsdóttir
Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.08.2015