Minningar af Ingjaldssandi

Æviatriði.
Spurt um heimilisaðstæður. Segir frá foreldrum sínum. Rifjar upp fjölda bænda á svæðinu og segir frá fyrsta skólanum. Segir frá kennslu föður síns. Bjuggu fyrst í nýbyggðum fjárhúsunum í 20 ár.
Spurt um aðdrætti. Lýsir samgöngum á svæðinu. Vörur sóttar til Flateyrar bæði gangandi og af sjó.
Segir frá vörum sem bornar voru á bakinu. Eitt af því voru batterí fyrir útvarpið sem voru þung. Segir frá dagskránni sem hlustað var á.
Segir frá þegar bæjarlækurinn var virkjaður. Þá var hægt að hlaða batteríin heima. Síðar komu þurrbatterí. Segir frá fyrstu vindrafstöðvunum og þá komu ljós í bæina.
Spurt um ljós áður en rafmagnið kom. Notaðir voru Alladin lampar sem gáfu gott ljós. Ljósavélar tóku við af vindrafstöðvum. Rafmagnið kom 1967 á Ingjaldssand.
Spurt um félagslíf. Samkomuhús var reist 1944. Áður var komið saman í stofum, einkum í Álfadal þar sem rúmgóðar stofu voru. Þar var einnig leikið. Heimamenn gerðu gamanþætti. Einnig var bókasafn á staðnum. Menn lásu upp í 100 bækur yfir veturinn. Bókasafnið er enn til á Ingjaldssandi.
Ekki mátti kaupa bækur eftir Laxness. Hann talaði víst ekki nógu vel um sveitirnar. Síðar var þeim gefið allt Laxness safnið.
Spurt um húslestra áður en útvarpið kom. Á heimili hans kom útvarp 1940. Það breytti miklu.
Segir frá söng á vegum ungmennafélagsins. Sungið eitt lag í byrjun fundar og nokkur á eftir. Almennur söngur í kirkjunni. Organistinn var einn bóndinn, Jón Jónsson sem hafði lært á Núpi. Hann kenndi einnig söng í skólanum.
Spyr um Fjárlögin og Ljóð og lög. Báðar þessar útgáfur voru notaðar og allt lært utanað. Sungið var á flestum bæjum.
Spyr um verkefni hans þegar hann var unglingur. Á vorin var sauðburður, heyskapurinn tók mikið pláss. Mór tekinn á vorin og einnig voru stöku kolapokar keyptir. Mikil vinna var í kringum mótekjuna. Faðir hans hafði áhuga á ræktun og hafði lært hana í Noregi.
Segir frá þegar faðir hans kom með traktor um 1930 og plægði jörðin og ræktaði tún. Þeir fengu snemma jarðýtu, en hún kom 1949. Segir frá þegar ýtan kom á Ingjaldssand. Segir frá þeim möguleikum sem opnuðust þegar ýtan kom. Unnu mikið í vegagerð á sumrin. Lögðu sjálfir veginn út á Ingjaldssand.
Segir frá skólagöngu sinni á Núpi og tónlistarkennslu þar. Segir frá söngkennslu á Hvanneyri. Þar kenndi Bjarni á Skáney. Einnig kenndi einn nemandi, Svavar Björnsson frá Austurlandi. Sungu fjölraddað. Þetta var á árunum 1948-50.
Spurt um langspil. Lítið um hljóðfæri á Ingjaldssandi. Til voru orgel og tvöföld harmonikka. Dansað var í Álfadal. Guðmundur Guðmundsson lék á harmonikuna en hann hafði lært á norskum sjómönnum. Síðan kom samkomuhús á Ingjaldssand. Einn var svo sterkur að hann sleit harmonikuna í sundur. Fór sjálfur að spila á harmonikku ásamt bróður sínum. Brynjólfur Árnason lék á harmonikuna.
Segir frá héraðsmótum og böllum á Núpi.
Spurt um hvenær hljómsveitir fóru að leika á dansleikjum. Spilaði sjálfur á böllum og lærði lögin eftir útvarpinu. Þau fengu Útvarptíðindi og lærðu „danslög kvöldsins“. Man ekki hvenær hann spilaði fyrst á balli, en spilaði svolítið á Hvanneyri. Segir frá hvernig stákarnir þar voru klæddir út sem kvenfólk og dönsuðu við strákana. Segir frá hvernig þeir stóðu að þessu. Ekki áttuðu sig allir strax á því strax að þetta voru strákar.
Segir frá þegar hann fór út í ýtubransann sem varð hans aðalstarf í gegnum árin. Segir frá vinnu sinni við það. Vann einnig við búskapinn. Kenndi nokkur ár á Ingjaldssandi.
Segir frá þegar halla fór undan fæti hjá Núpsskóla. Segir frá vinnu sinni við að koma starfinu upp aftur. Héraðsskólarnir lögðust flestir af með árunum.
Segir frá stöðunni á Ingjaldssandi í dag. Þar býr ein kona með syni sínum.
Spurt um framtíðina á Núpi. Er búinn að vera staðarhaldari á Núpi í 27 ár.
Rætt um menningarstarfsemina sem áður var. Lýsir aðstæðum í dag. Ungmennafélögin starfa ekki lengur.
Spurt um breytingar sem urðu við sameiningu sveitarfélaganna. Rifjar upp hvernig starfsemin var á Núpi.
Segir frá sameiningu búnaðarfélaga á svæðinu og kvenfélaginu.
Segir frá bindindismálum í sveitinni. Einn maður tók í nefið. Félagsheimilið Vonarland var vígt 1944. Þar komu „kátir“ menn að. Hafði aldrei áður séð mann undir áhrifum. Bindindisfélagið var stofnað 1908. Villi Valli spilaði þar ungur maður.
Segir frá harmonikufélaginu á svæðinu. Félagið æfir einu sinni í viku yfir veturinn. Félagið er deild í harmonikufélagi Vestfjarða.
09.09.2013
Ásvaldur Ingi Guðmundsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 16.07.2014