Minningar frá Húsavík

Æviatriði
Afinn og amman bjuggu með fjölskyldunni síðustu árin. Þau ræddu oft gamla tíma.
Segir frá þegar hann sem barn fór á konsert Karlakór Reykhverfinga sem Sigurjón Pétursson kórstjóri. 90% af verkfærum karlmönnum voru í kórnum. Þá var það Karlakórinn Þrymur sem Friðrik A. Friðriksson stjórnaði. Gekk í hann þegar hann var 15 ár.
Ekkert hljóðfæri var á heimilinu en mikið sungið. Faðir hans kvað gjarnan rímur. Hann var sjómaður og söng alltaf á útstími. Læri mörg lög eftir útvarpi. Man ekki eftir að hafa séð langspil.
Í skólanum var söngkór sem Sigurður var í. Séra Friðrik A. Friðriksson og Ásbjörn Stefánsson leiddu kórinn.
Bílar voru farnir að fara fram í sveitina. Man eftir þegar Skjálfandafljótsbrúin, neðri var vígð. Fór fram í Kinn með móður sinni á ferju. Samgöngur við Akureyri voru að farið var yfir Fljótsheiði við Fosshól. Það tók heilan dag að komast til Akureyrar. Bílum fór ekki að fjölga fyrr en um 1940.
Nokkrir hermenn komu til Húsavíkur og voru með kamp í fjörunni. Segir frá yfirmanni þeirra.
Byrjaði sjö ára í skóla fram að fermingu. Mikið var sungið og mikil leiklist hefur verið á Húsavík en hún hófst um aldamótin 1900. Ritaðar heimildir eru til um leiklist frá þeim tíma. Nefnir helstan sem stóð fyrir slíkum sýningum Sigurð Kristjánsson síðar verslunarstjóri Kaupfélags Eyfirðinga. Byrjaði að leika hjá honum hjá leikfélaginu. Lék smalann í Manni og konu.
Vissi til að karlakór hafi verið á Húsavík sem hét Skjálfandi. Stefán Guðjohnsen verslunarstjóri stjórnaði honum. Þá var til kvennakór verkakvennafélagsins. Hulda Valdimarsdóttir leiddi hann með orgelspili. Karlakórinn Þrymur kom eftir 1933 og kirkjukór hefur alltaf verið. Friðrik A Friðriksson og kona hans höfðu mikil áhrif á tónlistarlífið.
Mikið var borðað af fiski á heimilinu. Alltaf var nóg sjófang. Foreldrarnir áttu kindur og alltaf nóg kjöt. Mikið borðar af svartfugl. Gert var út á svartfugl á vissum tíma þegar fuglinn kom inn í flóann eftir loðnunni. Soðinn, steiktur og reyktur. Lítið var um ræktun á Húsavík utan kartaflna. Svolítið var ræktað af grænkáli og rófum.
Fyrstu hljófæraleikararnir voru nikkarar, Haraldur Björnsson og Marino Sigurðsson. Spilaði með Haraldi um tíma á dansleikjum. Karlmenn sátu annars vegar og konur hinsvegar. Miki dansað af völsum, rælum Galoppum, Marsúrkar og Svensk maskerade. Sjálfsagt var að hefja dansleikinn með marsi. Sá sem stjórnaði marsinum var dansstjóri. Dansað var fram á nóttina. Byrjuðu ekki fyrr en eftir dagskrá, ræðum, bögglauppboðum og leikþáttum.
Fyrstu hljófæraleikararnir voru nikkarar, Haraldur Björnsson og Marino Sigurðsson. Spilaði með Haraldi um tíma á dansleikjum. Karlmenn sátu annars vegar og konur hinsvegar. Miki dansað af völsum, rælum Galoppum, Marsúrkar og Svensk maskerade. Sjálfsagt var að hefja dansleikinn með marsi. Sá sem stjórnaði marsinum var dansstjóri. Dansað var fram á nóttina. Byrjuðu ekki fyrr en eftir dagskrá, ræðum, bögglauppboðum og leikþáttum.
Fyrsta útvarp var þannig að 3-4 heimili voru tengd við eitt útvarp með hátalara, um miðjan fjórða áratuginn. Mikið var hlustað á leikrit á laugardagskvöldum og danslögin sem komu á eftir. Um daginn og veginn í flutningi Jóns Eyþórssonar. Fólk söng ekki sálmana með þegar hlustað var á messur. Húslestrar voru aflagðir þegar hann man eftir.
Mikið var sungið á hans heimili. Afinn bjó í félagið við föður sinn. Sungið var raddað á heimilinu. Sumar stúlkur voru í kór og kunnu millirödd. Engar söngbækur voru til. Fengu ekki útvarpstíðindi á þeirra heimili, man þó eftir að hafa séð þau. Mikið var hlustað á eldhússdagsumræður og pólitík mikið rædd.
Kaupfélag var á Húsavík. Man eftir að hver maður varð að fá hefti hjá kaupfélaginu - úttektarmiðar. Þeir sem áttu inni í reikningi gátu tekið út. Rifjar upp miðana og notkun þeirra.
Fólk ekki mikið í sveitina - var mikið fyrirtæki þar sem það þurfti bíl. Sveitaböll voru á laugardagskvöldum en samkomur á sama tíma á Húsavík þar sem hann var að spila sjálfur. Spilaði síðar með Reyni Jónassyni og Ingimundi í 20 ár.
Algengt var að haldin voru síldarböll á sumrin, kvöld eftir kvöld í brælum. Sjómenn pöntuðu böll. Spilaði á slíku balli 15 ára gamall. Keypti fyrst 72ja bassa nikku. Hnappanikkur fengust ekki. Norskir sjómenn komu til Húsavíkur. Einn sjómaður kom og lék með þeim á balli. Blómlegt menningarlíf var á Húsavík. Ber saman nútímann og gamla tíma varðandi tónleikahald.
Ekki var algengt að orgel væru á bæjunum. Í hans nágrenni voru 4 harmoníum. Kom oft á þeim heimili vegna orgelanna. Vissi til að Sigurjón á Laxamýri gaf Árna pening fyrir kú. Árni keypti orgel fyrir peninginn.
Man óljóst eftir Benedikt á Auðnum - var langafi konu hans. Kona Benedikts spilaði á harmonikku og harmonikkuskóli fyrir díatónískar harmonikkur er til á Húsavík. Lýsir honum.
Man eftir munnhörpum og hárgreiðum og að hafa leikið á þau. Spilaði á þau sér til skemmtunar. Á Húsavík voru Björn Steindór Björnsson og Grímur Sigurjónsson. Hann spilaði á skólaböllum. Grímur var skemmilegur spilari.
Man þegar hann heyrði fyrst í Friðrik á Halldórsstöðum. Hann var með píanóharmonikku. Var þá barn. Lýsir því hvernig hann reyndi að herma eftir henni.
Leikur á hrmonikku.
Segir frá Tónakvartettinum en undirleikari hans er Björg Friðriksdóttir. Þá kennir hún raddir og leikur undir hjá Sólseturskórnum (eldri borgarar).
Segir frá vinnustofu sinni á Hjúkrunarheimilinu þar sem hann býr. Þar hefur hann aðstöðu til að mála. Hafði áður aðstöðu hjá Verkalýðsfélaginu og hjá Ásgeir Guðmundssyni. Nýbúinn að halda sýningu, þegar viðtalið var tekið með 50 nýjum myndum. Að lokum er vélinni rennt yfir nokkrar mynda hans í vinnustofunni.
21.02.2014
Sigurður Hallmarsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 27.06.2014