Minningar úr Ólafsfirði

Æviatriði. Segir frá foreldrum sínum og fólkinu á Kálfsá.
Lýsir húsakynnum að Kálfsá og segir frá eigendum jarðarinnar. Faðir hennar leigði Hólskot en flutti síðar niður í Horn - Ólafsfjarðarhorn kallað. Byggði húsið að Aðalgötu 11. Lýsir húsinu og búskapnum á heimilinu.
Faðir hennar var landmaður á bát. Segir frá hver fékk aflann úr síðasta róðrinum og hvernig hann var verkaður. Mamma hennar kenndi þeim heitin á fiskhausum.
Segir nánar frá föður sínum og mönnunum sem unnu við bátana. Þegar hún var lítil voru 70 kýr í Horninu.
Segir frá hvernig kreppan kom við Ólafsfirðinga. Segir frá þegar konur komu og fengu mörk af mjólk til móður hennar. Fyrir aurana var keypt skóladót fyrir börnin.
Segir frá Árnabúð og Árna. Nefni aðrar verslanir á staðnum.
Rifjar upp skemmtanahald á staðnum. Segir frá Kvenfélagshúsinu og leikritum þar.
Í skólanum voru þrír kennara. Segir frá skólagöngu. Skólaganga frestaðist vegna þess að hún fékk eyrnaveiki. Lýsir skólanum. Jón Júlíus Þorsteinsson var fyrsti kennarinn hennar. Jón var frá Ósbrekku og var organisti kirkjunnar. Hann lét börnin syngja margskonar lög. Lærðu fjölda sálma og kvæða í skólanum. Sá kennari hét Páll Sigurðsson úr Eyjafirði.
Heyrði aldrei talað um langspil. Segir frá Sigurði söng sem bjó á bænum Dæli í Fljótum. Engin tónlist var á hennar heimli, en móðir hennar las mikið og sagði mikið af sögu.
Heyrði fyrst spilað á hljóðfæri í kirkjunni, svo og á böllum. Mátti fara á ball þegar hún var fermd. Presturinn hét Ingólfur Þorvaldsson. Hann þjónaði einnig í Grímsey og bauð börnunum að fara með sér til Grímseyjar.
Segir frá þegar hún fór að fara á dansleiki. Segir frá böllum á Ólafsfirði. Segir frá bögglauppboði og körfugjöfum.
Segir frá útvarpinu á stríðsárunum og fréttum á stríðsárunum. Var hrædd við erlendar fréttir, Lundúnarfréttir og Berlínarfréttir. Rifjar upp aðra dagskrá útvarpsins, eins og jarðarfarir og fleira.
Á heimilinu voru ekki lesnir húslestrar. Segir frá Önnu, föðursystir sinni. Hún var úr Svarfaðardal, sletti stundum dönsku.
Segir frá afa sínum sem fór á hákarlaskip. Rifjar upp þegar systkinin komu saman og hún tók saman skriflega frásögn af föður sínum. Les frásögnina.
Les erindi sem hún flutti við 100 ára ártíð föður hennar.
Segir nánar frá atriðum í frásögninni.
Segir frá að afi hennar kom heim með úrgang af síldarplaninu og bræddi heima í eldhúsi og setti saman við heyið fyrir sauðféð.
Borðuðu hákralstöppu. Lýsir því hvað var borðað á heimilinu. Fiskur var 5 daga, en kjöt á miðvikudögum og sunnudögum. Segir nánar frá því. Segir einnig frá selveiðum og fuglaveiðum.
Segir frá ullarvinnu móður sinnar og fötum sem þau gengu í. Afi hennar prónaði handa þeim snjósokka. Spann garnið á halasnældu.
Lýsir leik barnanna í snjónum. Bjuggu oft til snjóhús. Götur voru handmokaðar. Segir frá húsum og götum í bænum.
Ekkert rafmagn var í húsinu þeirra. Ólst upp við lampaljós. Lýsir rafmagnslýsingu. Segir frá almenningshitaveitu á Ólafsfirði.
Segir nánar frá skrákunum sem mokuðu götuna.Lýsir bryggjum þegar hún var ung og bátum. Þegar hún var ung var aðeins einn bíl á Ólafsfirði. Hann átti Sigurður Jónsson, kallaður Siggi bíll.
Segir frá járnspori sem lá við höfnina. Á því voru dregnir vagnar. Börnin léku sér í vagninum. Segir frá leikjum barnanna.
Engar samgöngur voru nema á sjó og yfir fjöll. Man ekki eftir Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði. Segir frá lækninum á Dalvík. Farið var yfir Grímabrekkur eða Dranga til að vitja hans. Segir frá þegar hún þurfti að fara til læknis sex ára gömul þegar hún meiddi sig á öngli. Segir frá ljósmóðurinni Petru Aðalheiði. Segir frá henni.
Allir voru á skíðum og skautum á Ólafsfirði. RIfjar upp Thule mótið árið 1940 þar sem Ólafsfirðingar kepptu á skíðum. Áttu skíðadrottningu á Ólafsfirði. Hlustuðu á lýsingar í útvarpinu, en mótið var haldið á Akureyrir. Segir frá smiðnum Ágústi Jónssyni sem smíðaði skíði á Ólafsfirði.
Lýsir skautaiðkun krakkanna.
Segir nánar frá kvenfélaginu á staðnum og starfsemi þess. Margir voru fátækir á fjórða áratugnum og studdi kvenfélagið við það fólk. Segir frá fátæku fólki og viðhorfi til þess.
Segir frá kórum á staðnum. Jón Þorsteinsson stjórnaði karlakór. Margt lagðist af þegar sjónvarpið kom.
Man ekki eftir rímnasöng á Ólafsfirði. Fengu útvarpstíðindi. Lærðu lög eftir útvarpinu.
Les upp frásögn af móður sinni.
Segir frá því sem hún hefur lesið. Var að lesa Mánastein eftir Sjón og segir frá honum. Segir frá skrifum sínum.
Segir frá er hún var í skólanefnd og skólanefndarfundi. Segir frá þegar hún gekk í gagnfræðaskóla 48 ára gömul og aftur 58 ára. Segir frá fósturbörnum sínum.
Segir frá skrifum sínum og gátugerð. Segir gátu sem hún gerði.
Les sögu eftir sig sem heitir Að selja jólin.
06.11.2013
Hulda Kristjánsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 18.12.2014