Minningar frá Húsavík

Herdís er eiginkona Sigurðar Hallmarssonar. Í síðari hluta viðtalsins bregður Sigurði fyrir þegar þau rifja upp sameiginlegar minningar.
Æviatriði
Faðir hennar vann við bókhald hjá Kaupfélaginu. Mikil tónlist var á heimili hennar. Foreldrarnir keyptu orgel þegar hún var tíu ára gömul. Foreldrarnir og amma hennar spiluðu. Amma hennar og afi bjuggu á heimilinu. Afinn og amman fluttu til Húsavíkur þegar hann fékk vinnu við byggingu kirkjunnar 1907. Segir frá þegar hús afa hennar og ömmu brann og afinn brann illa. Bærinn hét Stóru-Laugar í Reykjadal.
Foreldrar hennar höfðu lært nótur og hljómfræði. Pappinn hafði lært hjá pabba sínum en mamma hennar lærði hjá konu við eftirnafnið Blöndal á Húsavík. Amma hennar var dóttir Benedikts frá Auðnum.
Segir frá Benedikt á Auðnum sem var orðinn 93ja ára gamall þegar hann dó. Rifjar upp söfnun hans á þjóðlögunum og þátttöku konu hans í því starfi. Hún spilaði á díatoniska harmonikku. Segir nánar frá henni.
Mikið var sungið á hennar heimili, Fjárlögin og Organtóna. Eignuðust Everybodys Favorit Songs. Sungu textana á ensku.
Kórar störfuðu í barnaskólanum þegar hún gekk í skóla. Fyrst var það Ragnheiður Benediktsdóttir sem stýrði kórunum og kenndi á orgel, var organisti. Guðfinna Jónsdóttir skáldkona frá Hömrum í Reykjadal tók við af henni. Báðar létust úr berklaveiki, sem var algeng um tíma á Húsavík. Allir reyndu að hjálpast að í þessum veikindum fólks.
Man þegar útvarpið kom. Fyrst fékk afinn í Túnsbergi útvarp. Á laugardalskvöldum var hann heimsóttur og hlustað á útvarpið. Leikritin heilluðu mikið. Man eftir að heyra Helga Hjörvar lesa Bör Börson.
Bróðir hennar lék á dansleikjum en hann Steingrímur Birgisson. Lék á píanó. Lék með manni hennar, Sigurði Hallmarssyni. Venjulega var byrjað á ræðum og upplestrum og söng og dansað á eftir. Þetta voru fjáröflunarsamkomur og tíðkaðist hjá öllum félögum. Kvenfélagið stóð fyrir barnaballi eftir jólin. Skipt var í tvennt eftir aldurshópum.
Mikið var leikið á Húsavík. Foreldrar hennar tóku bæði þátt í því. Æft var á heimili hennar, einkum þegar söngur var í leikritinu. Raddæfingar á 2. tenór í karlakórnum fór einnig fram á heimilinu.
Friðrik A Friðriksson kom 1933. Hann kom með mörg ný lög, eins og eftir Foster. Kom með Bláu bókina sem kölluð var. Vakna Dísa og fleiri lög. Friðrik orti og þýddi texta við þessi lög og karlakórinn Þrymur söng. Koma þeirra hjóna var skipti miklu fyrir bæinn.
Var komin yfir fermingu þegar sími kom á heimilið. Gítarar voru algengir á Húsavík og móðir hennar lék á gítar. Man eftir fiðluleikurum í sveitinni, Garðar á Lautum. Sigurður Kristjánsson lék á fiðlu á dansleikjum og Björn Kristjáns. Ekki var farið að syngja með danshljómsveitum fyrr en eftir 1950. Það kom með hernum. Þá fóru að koma borð í salinn og stóla þar við.
Helgi í Leirhöfn var með skinnhúfugerð, þóttu mjög góðar. Húfurnar fóru um allt land.
Mikið var sungið í afmælum. Prestfrúin settist við orgel og allir tóku undir. Fólk raddaði sjálft.
Kveðskapur tíðkaðist ekki á heimili hennar. Hafði gaman af að læra ljóð utanað. Sérstaklega þulur. Sigurður maður hennar kemur inn í viðtal og rifjar upp upp að gömul kvæði séu oft að koma upp í hugann.
Haraldur Guðmundsson kom frá Norðfirði og hjálpaði mönnum af stað við að koma upp lúðrasveit. Pantaðir voru lúðrar frá Tékklandi. Sigurður stjórnaði. Erlendir kennarar komu til tónlistarskólans og kenndu. Reynir Jónasson stjórnaði sveitinni meðan hann starfaði á Húsavík. Sveitin fór í tónleikaferð til Finnlands, til vinabæjar Húsavíkur. Með voru Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson auð Guðmundar Norðdal. Hjónin segja nánar frá ferðinni.
Ingibjörg Steingrímsdóttir byrjaði að kenna á píanó á Húsavík um 1956. Hún kenndi aðeins á kvöldin. Steingrímur Matthías Sigfússon var skólastjóri barnaskólans. Hann og Sigurður komu því á að tónlistarkennslan var felld inn í almenna kennslu í skólanum. Þetta var um 1972. Tónlistarskólinn og grunnskólinn starfa í náinni samvinnu. Rifja þetta upp.
22.02.2014
Herdís Kristín Birgisdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 27.06.2014