Minningar úr Hrunamannahreppi

Æviatriði
Faðir hans keypti Reykjadalskot, hét áður Suðurkot. Þar bjó áður Halldór Bjarnason með 9 börn. Segir frá samskiptum föður hans og Halldórs um nanfnið á bænum. Foreldrar hans bjuggu þar til 1960 en þá tók Eiríkur við jörðinn.
Ætlaði ekki að taka við jörðinni. Lærði trésmíðar 1952 og húsasmíði og vann við það til 1960. Byggði fjölda húsa í sveitinni og þar á meðal félagsheimilið, en byggingin tók 6 ár. Lýsir hvernig byggingin far fjármögnuð, m.a. með framlagi frá félagsheimilasjóði.
Lýsir húsakynnum á Skeiðunum. Segir frá áveitunni þar og hvaða áhrif hún hafði á búskap þar. Menn byggði fyrr ný hús á skeiðunum. Torfbæir fóru fyrst að hverfa í Hrunamannahreppnum um 1940.
Lýsir húsakostum hvernig þeir voru þegar fjölskyldan flutti í Reykjadalskot. Faðir hans byggði smátt og smátt við. Fjósið tók fjórar kýr. 1938 var hlaðan bætt og stækkuð og eins fjósið. Steypt var milli hlöðu og fjóss og þótti það nýlunda. Baðstofan var 3 rúm að lengd. Lýsir henni. Gróft hey var sett í rúmin undir dýnurnar. Kettir héldu niðri músagangi. Víða var rottugangur á bæjum. Lýsir húsakynnum á Hrafnkelsstöðum og rottuhóp sem gekk þar um.
Segir frá baráttu fólks við lúsina. Man eftir lús í barnaskóla. Lúsin kom frá vissum bæjum.
Segir frá orgelin á heimilinu. 1879 kom orgel í Hrunakirkju en áður hafði verið sungið með forsöngvara (orgelið var í kirkjunni til 1930 en þá keypri faðir Eiríks orgelið - hann var bróðir Kjartans Jóhennssonar organista). Segir frá Einari í Laxárdal sem hafði keypti lítil hljómborð sem hann smíðaði kassa utan um það. Rekur organistana við Hrunakirkju fram til dagsins í dag.
Segir frá því þegar faðir hans keypti orgel kirkjunnar og sögu þess. Orgleið er varðveitt á Byggðasafni Árnesinga.
Spurður um forsöngvara fyrir komu orgelanna. Orgel hefur aldrei verið í Tungufellskirkju.
Rímur voru ekki kveðnar í hans sveit né á heimilinu.
Minnist þess ekki að hafa séð langspil í sveitinni.
Rifjar upp tónlistarlífið á heimili sínu. Faðir hans lék á orgel. Rifjar upp þegar kór var stofnaður í Hrunakirkju og að faðir hans kenndi raddir. Allir sem vildu og gátu sungið, sungu. Segir frá tveimur konum sem alltaf mættu og hvernig organistinn smalaði fólki til að leiða sönginn.
Segir frá því er kór var stofnaður í Hrunakirkju 1951. Kjartan Jóhannesson stóð fyrir því. Síðan hefur verið kór í Hrunakirkju. Lýsir kórstarfinu.
Rifjar upp skólagöngu sína á Flúðum árið 1937. Segir frá kennurum við skólann. Í skólanum var orgel og sungið var undir handleiðslu kennara.
Rifjar upp þegar skólastofan var tekin undir bókageymslu á stríðsárunum. Stundum komu karlar úr Reykjavík og voru að grúska í handritunum.
Segir frá hermönnum í sveitinni. Þeir komu veginn eins langt og hann náði og voru þeir að æfa sig að skjóta í klettana. Voru á eyrinni fyrir neðan brúna. Engin samskipti voru við hermennina. Við Skipholt var moldarbraut til 1948, en þá var lagður vegur.
Miljónafélagið var stofnað í sveitinni og keyptur þeir trukka af hernum. Þeir keyptu bragga í Kaldaðarnesi, rifu þá niður og fluttu á trukkunum í sveitina. Tók sjálfur bílpróf 1947. Var fyrsti nemandi Ólafs Ketilssonar á Laugarvatni. Var þá ráðinn að keyra einn af trukkunum. Segir frá vöruflutningum. Lýsir náminu hjá Ólafi Ketilssyni.
var við Hrunahúsið. Húsið var 60 fermetrar. Lýsir húsinu. Þarna voru sýnd stór leikrit. 1929 kemur skólinn og var leikið í salnum þar.
Var ekki mikið var við hjátrú í sveitinni. Var sjálfur opinn fyrir henni. Lýsir því þegar hann fór að Kópsvatni, og kom að hólnum Einbúa. Lýsir ljósinu sem hann sá í hólnum.
Engir álagablettir eru á hans sveit, en þó er sagt að álablettur í Bryðjuholti. Þar er staður sem líkist leiði.
Rifjar upp þegar útvarpið kom fyrst í sveitina. 1938 var komið útvarp að Hrafnkelsstöðum. Lýsir því þegar fjölskyldan fór að Hrafnkelsstöðum til að heyra M.A. Kvartettinn útvarpinu. Lýsir þeirri ferð. Hjá þeim kom útvarp 1941. Geymarnir voru hlaðnir i Gröf. Einnig var komin rafstöð í Ási. Hlustuðu mikið á Svein Víking og aðra pistla. Hlutuðu á Þjóðkórinn undir stjórn Páls Ísólfssonar. Hlustuðu minna á létta tónlist. Það jókst þó um 1950.
Fór á fyrsta dansleikinn að Flúðum. Fór með tímanum um allar sveitir til að dansa.
Guðmundur og Stefán í Ási áttu báðir harmonikku og komu með þær í réttirnar. Þar var oft dansað á góðri flöt. Þar heyrði hann fyrst í harmonikku. Lýsir aðstæðum. Með tímanum komu fleiri og léku á dansleikjum. Síðar komu Ragnar Bjarnason og fleiri hljómsveitir.
Segir frá skemmtunum á Álfaskeiði. Þær skemmtanir hófust um 1920 og stóðu til um 1970. Ungmennafélagið stóð fyrir þeim skemmtunum. Starfaði mikið með félaginu. Mikil vinna var að búa til dagskrá, en allt á 1000 gestir komu á skemmtunina. Lýsir þeirri vinnu. Lýsir íþróttakeppnum á hátíðinni.
Þekktir íþróttamenn komu í sveitina, fimleikaflokkur frá Seyðisfirði, Gunnar Huseby og fleiri. Höfðu þær heimsóknir mikil áhrif á ungt fólk í sveitinni. Keppir sjálfur í hlaupakeppni um 1945. 1947 keppti hann á Þjórsártúni. 1949 var landsmót í Hveragerði þar sem hann keppti í hlaupum. Lýsir víðavangshlaupi í Hveragerði. Ungt fólk í sveitinni æfði sig vikulega í sveitinni. Keppti í mörg ár á Þjórsártúni. Vann víðavangshlaupið í 8 ár.
Hóf búskap á jörðinni 1960. Minnkaði þá húsasmíðar.
Segir frá iðnámi sínu á Selfossi.
Segir frá stofnun fjölskyldu 1960 og börnum sínum sem öll búa í hreppnum. Veltir fyrir sér bæjarheitinu Túnsberg.
Segir frá þegar hann fékk fyrsta bílinn sem var Ford árgerð 1927 árið 1949. Lítill pallbíll. Segir einnig frá öðrum bílum sem hann eignaðist.
Fékk fyrstu dráttavélina 1957, Ferguson með slátturvél. Þótti mikil viðbrigði. Höfðu lengi átt hestasláttuvél. Túnrækt hófs 1946 þegar skurðgröfur komu. Urðu þar mikil viðbrigði í ræktun.
Þau fengu sjaldan fisk. Stundum var farið á Eyrarbakka og Stokkseyri og keyptur fiskur. Stundum kom hann í pokum, eða jafnvel í mjólkurbrúsunum til baka. Engin silungsveiði var en stundum veiddu þeir lax í net í Litlu-Laxá. Segir frá seiðarækt og klakstöð í ánni.
Segir frá Hrunamannafrétti og smölun á honum. Lýsir hvernig fjallmenn báru sig að við leitir á svæðinu og hvernig menn skiptu sér á leitarsvæðið. Segir frá vondum veðrum og snjóalögum sem menn gátu lent í. Hlífðarfatnaður voru regnkápur og sjóhattar. Ferðirnar tóku frá föstudegi fram á miðvikudag í vikunni á eftir. Fór 12-13 sinnum í göngur.
Lýsir þegar þeir smöluðu Hrunaheiðarnar, fór 30 sinnum í þær ferðir. Lýsir hvernig féð var rekið fram.
Segir frá fjárskiptum í sveitinni. Þá voru réttir lagðar af í Túnsbergi og nýjar réttir byggðar í Hruna, sem nú eru aflagðar. Nýjar réttir eru nýbyggðar og hlaðnar úr stuðlabergi.
Man ekki eftir þegar Agnar Guðnason fór um sveitina og tók viðtöl við fólk í sveitinni árið 1964.
Í sveitinni voru skemmtilegar persónur og orðatiltæki sem sumir höfðu. Rifjar upp slík dæmi.
Fengu síma árið 1946. Lýsir reglunum fyrir því hverjir áttu rétt á síma og hvernig menn báru sig að við að leggja hann. Rafmagnið kom ekki hjá þeim fyrr en 1962. Það var einnig skammtað eftir fjarlægð.
Mór var mikið notaður til kyndinga. Einnig var þurrt hrossatað tínt í poka á vorin. Faðir hans fór í skóg á haustin, fór með 4 hesta í Skriðufellsskóg og tíndi brenni.
Minnist þess þegar faðir hans las húslestra. Var tíðkað á bæjunum í sveitinni. Gamlir siðir lifðu lengi meðal fólks. Hlustað var á útvarpsmessur og jarðarfarir. Fyrir kom að fólk söng með í útvarpsmessum.
Er einn af stofnendum Hrunakirkjukórs. Söng í honum í 64 ár. Er nýhættur. Er í eldriborgarakór sem syngur í messum í kringum áramót.
Segir frá þegar Kjartan Jóhannesson kom og stofnaði kórinn árið 1951. Lærði að spila á orgel hjá Kjartani. Segir frá því. Sér eftir því að hafa ekki haldið því við.
19.01.2014
Eiríkur Þorgeirsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 7.11.2014