Minningar úr Húnavatnssýslu

Æviatriði
Segir frá þegar hann á fysta ári var reiddur á hesti frá Blönduósi inn á Laxárdal í fóstur í Núpi í Laxárdal.
Segir frá hjónunum á Núpi í Laxárdal.
Segir frá foreldrum sínum og bræðrum.
Segir frá unglingsárum sínum og störfum.
Segir frá bænum sem hann bjó á. Segir frá Laxárdal og bænum Núpi.
Segir frá fyrsta bílnum sem kom fram að Núpi í Laxárdal. Segir frá hvernig ekið var yfir ána.
Spurt um langspil. Það var ekki til, en til voru tvær harmonikur, báðar tvöfaldar. Leikið var á þær á böllum hjá ungmennafélaginu. Segir frá félagslífinu.
Segir frá Ungmennafélaginu. Mikið félagslíf var á dalnum. Félagið var fyrst málfundafélag, síðan heimilisiðnaðarfélag og þá framsóknarfélag (ekki pólitískt), þá er það lestrarfélag og síðan ungmennafélag og lestrarfélag. Fundir voru haldnir á heimilunum. Segir frá einum bæ sem hafði stóra stofu og þar var dansað.
Segir frá harmonikuleik.
Spurt um leiki. Hann er einbirni og var því einn og lang yngstur.
Spurt um kveðskap og rímnakveðskap. Lítill áhugi á rímnakveðskap en mikill áhugi á bókmenntum.
Segir frá skáldinu Sveini Hannessyni á Refsstöðum. Segir frá því hve auðvelt hann átti með að læra vísur.
Segir nánar frá samgöngum á svæðinu. Allt reitt á hestum. Segir frá búskapnum á bænum.
Spurt um mat. Segir frá matarverkun og því helsta sem borðað var. Segir frá fyrstu kartöflunum. Segir frá bræðingi og hvernig hann er búinn til. Valgerður Kristjánsdóttir kona Jökuls segir nánar frá.
Spurt um brauðmeti. Segir frá eldivið og verkun á honum.
Jökull fer að heiman um tvítugt. Fór suður á land. Segir frá því. Fann sig illa í Reykjavík.
Segir frá því þegar hann vann við að byggja upp Austurvöll.
Fór að vinna í síldarverksmiðju á Skagaströnd. Segir frá mannlífi á Skagaströnd. Var þar frá 1947-1957. Kallar þau ár „eymdarár“.
Flytur frá Skagaströnd og fram í Núp 1957. Segir frá því þegar hann kynnist konunni sem stundaði nám við kvennaskólann á Blönduósi. Segir nánar frá síldarverksmiðjunni á Skagaströnd.
Segir frá því hvers vegna þau fóru að búa að Núpi. Segir frá húsakynnum þar og hvernig hann byggði við. Bjuggu þar í 19 ár. Kominn var vegur og rafmagn á næstu bæi. Þau fengu ekki rafmagn því húsið stóð 300 metrum og langt frá næsta bæ.
Segir frá því sem hann kallar „lykillinn að bættum samgöngum“. Segir frá þegar þau hættu búskap og fluttu til Blönduóss árið 1976. Fór þá að vinna á prjónastofu og fleiri störf. Fór að vinna sjálfstætt við múrsögun og kjarnaborun og önnur störf.
Spurt nánar um menningarlíf og kennslu í sveitinni. Segir frá þegar hann hætti á vinnumarkaði.
10.09.2013
Jökull Sigtryggsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 17.07.2014