Minningar frá Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi

Æviatriði
Minningar um músíklífið á Sauðárkróki þegar hann var barn. Segir frá karlakórnum. Bar út auglýsingamiða fyrir kórinn og komst þannig á tónlist.
Segir frá aðstæðum á Sauðárkróki þegar hann var barn. Segir frá þegar skip komu með vörur og hvernig staðið var að uppskipun.
Segir frá þegar hann flytur til Siglufjarðar, 9 ára gamall. Séra Bjarni Þorsteinsson fermdi hann. Segir frá séra Bjarna.
Segir frá söng í barnaskólanum. Söngkennarinn hét Tryggvi. Segir frá að hann hafi verið í Karlakórnum Vísi. Fór til að taka inntökupróf í Samvinnuskólann 1942. Var sumarstarfsmaður hjá lögreglunni á Siglufirði og aðstoðaði lögfræðinga við að gera lögtak í ógreiddum sköttum. Hafði áður verið á Laugarvatni. Segir frá þegar hann gerðist lögreglumaður á Akranesi.
Rifjar upp kynni við Þormóð Eyjólfsson og konu hans sem var kennari á Siglufirði. Hafði meiri áhuga á íþróttum en að lesa bækur.
Spurt nánar um sönginn í barnaskólanum og hvað var sungið.
Spurt um dansmúsíkina á síldarárunum. Þá voru þrjú kaffihús opin á hverju kvöldi með tónlistarmönnum úr Reykjavík og léku á sumrin. Segir frá Vallas gosdrykk sem kaupa mátti. Vín var aðeins hægt að fá á svörtu. Mikil bindindisstemning á æskunni á Siglufirði. Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri barnaskólans var með tóbaksbindindisfélag og fundi um hverja helgi með börnunum.
Rifjar upp þegar hann kemur á Akranes 1941. Spurt um músíklífið á Akranesi þá. Rifjar upp hljómsveit sem Ásmundur sem lék á saxófón og trommur. Þá var gamla hótelið og skemmtistaðurinn Báran. Dansleikir voru um helgar.
Segir frá setuliðinu á Akranesi. RIfjar upp síðasta hópi Bretanna sem var agalaus. Lenti í átökum við setuliðsmenn. Rifjar upp dansleik í Bárunni í því sambandi. Var góður íþróttamaður og gat varið sig. Lýsir sjálfsvarnaræfingum sem hann hafði stundað með bróður sínum. Hafði æft sig í að verjast bareflum og hnífum.
Spurt um prestinn á Akranesi.
Rifjar upp hver stóð fyrir músíkmálunum í kirkjunni. Fyrsti organsti var Bjarni Bjarnason. Söng í kirkjukórnum í mörg ár. Söng stöðugt í kórnum þegar Haukur Guðlaugsson kom. Rifjar upp sögu karlakórsins Svanir. Síðar stofnaði Hans Jörgenson kennari Karlakór Akraness, en Svanakórinn starfaði ekki á þeim tíma. Ingi T. Lárusson kom til Akraness til að koma Svönunum af stað að nýju. Helst sungu sjálfstæðismenn í kórnum. Síðar tók Helgi Þorláksson skólastjóri við með því skilyrði að kórarnir yrðu sameinaðir.
Rifjar upp ljósmynd og kóramót í Reykjavík árið 1950.
Rifjar upp bæjarbraginn eftir stríðið og dansleikina og þegar rokkið kom. Segir frá árás sem hann varð fyrir af skipstjóra.
Segir frá þegar karlakórinn safnaði styrktarfélögum og konurnar stofnuðu stuðningsfélag við kórinn sem kallaður var Bergþóra, en Bjarnfríður Leósdóttir var formaður. Rifjar upp árshátíðar kórsins.
Rifjar upp ferðalög karlakórsins Svanir. Kórinn fór aldrei til útlanda.
Rifjar upp tónlistarfélagið á Akranesi og segir frá Tónlistarskólanum. Segir þegar Haukur Guðlaugsson tók við kórnum. Karlakórsmenn innréttuðu hæðina á versluninni Bjargi og fengu þar með æfingaaðstöðu. Urðu aðeins að kaupa mann til að setja í hurðirnar. Hann leysti það.
22.08.2013
Stefán Bjarnason
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 18.07.2014