Minningar úr Dalasýslu

<p>Í viðtalinu er einnig rætt við Lilju Sveinsdóttur eiginkonu Hjartar. Ástæða þess að þau líta undan spyrjanda er að þau eru að horfa á textavarpið í sjónvarpinu á meðan á viðtalinu stóð, en ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftirá. Aðstæður voru þröngar og stóð ég í dyrunum inn í stofuna þegar upptakan fór fram. <a href="http://www.ismus.is/i/person/id-1007418">Lilja er skráð í Ísmús.</a></p>
Æviatriði.
Spurt um íbúa í Hundadal.
Rifjar upp sínar fyrstu minningar á heimilinu.
Spurt um daglegar venjur. Spurt um húslestra. Hættu þegar útvarpið kom. Hlustað á messur í staðinn.
Spurt um hvenær útvarpið kom. Afi hans var blindur og fékk því snemma útvarp. Blindrafélagið og presturinn sáu um það. Drifið áfram af rafgeymum. hlustað á fréttir og sögur. Nefnir Jón Eyþórsson, Helga Hjörvar. Minnist Bör Börsson. Rifjar upp minningar af Helga.
Spurt um tónlist í útvarpinu. Hlustað á ættjarðarlög. Þótti þau mjög fallegt. Finnst tónlistin nú að mestu vera hávaði. Á góðar minningar um Pál Ísólfsson.
Spurt um frystu dansleikina. Ungmennafélagið Æskan stóð fyrir dansleikjum.
Spurt um hljóðfæri. Harmonikur á dansleikjum og orgel í kirkjunni. Samkomuhúsið hét Nesoddi. Magnús Jónsson í Kollafjarðarnesi kom á hesti með nikkuna spennta á bakið og spilaði á dansleikjum.
Spurt um rímnakveðskap. Minnist þess að menn hafi kveðið rímur.
Spurt um kórstarfsemi. Minnist á karlakór sem var æfður fyrir 1920. Jón á Leysingjastöðum kenndi söng. Kirkjukórinn kom síðar. Fer með „Roðinn á hnúkunum háu“. Spurt um þjóðsönginn. Finnst texta unga fólksins í dag ekki eins fallegir. Finnst vanta laglínuna í lögin.
Spurt um langspil. Til var langspil í Neðri-Hundadal, Benedikt Jónsson átti það, en lék aldrei á það svo hann muni.
Spurt um skólagöngu. Lærði í farskóla. Sveitinni skipt í tvennt og kennarinn fór á milli, hálfan mánuð á hvorum stað. Segir frá gamalli konu sem tók í nefið.
Spurt um aðdrætti. Varan kom helst frá Búðardal. 4 tíma lestargangur frá Hundadal að Búðardal.
Spurt um söngkennslu í skólanum. Nefndi Jóhannes Ólafsson bónda á Svínhóli sem kenndi honum.
Spurt um hljóðfæri á heimili hans. Orgel kom á heimilið þegar hann gifti sig. Var spenntur fyrir að leika á orgel. Organistarnir vildu ekki kenna honum því fingurnir væru svo stirðir. Fékk orgel sem kom með skipi í Búðardal. Reyndi að kenna sér sjálfur.
Rætt við Lilju Sveinsdóttur konu hans. Æviatriði. Er fædd í Vestmannaeyjum. Móðir hennar bjó með bróður sínum. Komu frá Norðfirði.
Spurt um hvenær hún komst fyrst í tengsl við tónlist. Segir frá músíklífinu í Vestmannaeyjum. Lærði á gítar hjá Oddgeir Kristjánssyni. Fór stundum upp á land.
Spurt nánar um tónlistarlífið. Spilaði á orgel í kirkjunni. Hafði danska kennslukonu í tonlist, Sara Henriksen.
Flutti að Hundadal árið 1956. Fór að spila í kirkjunum um 1958. Lék um tíma í öllum suðurdala kirkjunum. Var organisti í mörg ár. Lék fram undir 1980 í krikjunum. Fjórar kirkjur fylgdu prestakallinu.
Spurt um prestana við kirkjurnar. Eggert Ólafsson var frá 1952 - 1969. Lést í slysi.
Spurt um kirkjutónlistina, hvort hún hafi breyst. Nú eru betri hljóðfæri. Finnst betra að syngja sálmana létt. Prédikanir.
Hirti finnst miklu meiri helgi yfir guðsþjónustunni áður en nú.
Spurt um hvort kirkjurnar hafi verið kynntar á árum áður. Kynnt með ofnum. Orgelin héldu vel, og stundum voru orgelin borin heim milli messa. Svo var mikil músahætta, Þær átu belginn og nóturnar. Í Snóksdal var kirkjan borin heim úr bæ.
Spurt um dansleiki á árum áður. Á sumrin voru stórir dansleikir. Leikið var á harmonikku. Ekki spilað á önnur hljóðfæri fyrir dansi. Munnhörpur voru til í Dölunum. Stundum sungið með munnhörpuspili.
Spurt um grammófóna. Segir frá tónlist á hljómplötum sem hann heyrði.
Segir frá þegar Sveinn kom og kenndi nýjar stemmur og að hann hafi verið fljótur að yrkja. Fer með nokkrar vísur. Segir frá skáldi sem m.a. orti vísur um karlana þegar þeir féllu frá.
Segir frá utanbókarlærdóm Það var kallað að skanderast þegar menn kváðust á. Mikið um hagyrðinga í Hundadal og menn töluðust við í vísum. Fer neð nokkrar vísur. Segir frá hestinum Létti og þegar menn fóru að yrkja um hann. Fer með nokkrar vísur.
Lítið talað um pólitík. Allir fylgdu Bjarna frá Vogi, voru sammála í pólitík. Segir frá fyrstu brúnni sem kom 1900.
Spurt um ófærur við ár. Lenti í hrakningum á bíl sem fór í á.
Fyrsti bílinn kom 1957. Fyrsti traktorinn kom 1948, Farmall A. Vélin kostaði 16.000. rifjar upp kaupin. Fékk lán hjá frænda sínum. Segir frá sparisjóðnum. Segir frá þegar Halldór á Staðarfelli keypti kýr.
Hjónin brugðu búi 1980. Segir frá því. Segir frá því þegar kona hans kenndi.
Lilja spurð um kennslu hennar. Var 4 ár skólastjóri í Búðardal. Spilaði þá við æfingar fyrir kirkjukórinn. Segir frá organistum.
Segir frá bænum Hundadal, hvernig hann varð til.
30.11.2013
Hjörtur Einarsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Hugi Þórðarson uppfærði 16.07.2014