Minningar úr Víkursveit

Í viðtalinu er rætt við hjónin Gunnstein Gíslason og Margéti Jónsdóttur á heimili þeirra að Bergistanga í Árneshreppi.
Æviatriði. Hafa búið alla tíð í sveitinni. Amman bjó á heimilinu og varð 102 ára gömul.
Amman talað oft um gamla tíma. Amman vildi að fluttur yrði trúarlegur texti á sunnudögum. Útvarp kom fyrst á Valgeirsstöðum. Hún fór alltaf þangað og hlustaði á messuna og passíusálmana, einkum eftir að útvarp kom til þeirra. Hún raulaði sálmana með í útvarpsmessum.
Margrét segir frá heimilisfólkinu á bænum sem hún ólst upp á. Afi hennar hlustaði alltaf á messur og hafði guðsorð oft um hönd. Alltaf signt fyrir útidyrnar á kvöldin.
Spurt um rímnakveðskap. Hvorugt minnast þess. Gunnsteinn segir frá manni í sveitinni sem fékkst við að yrkja, Jóhannes Magnússon og kunni hann heilar rímur. Fór á bæi til að kveða fyrir fólk.
Minnast ekki að hafa séð eða talað um langspil. Harmonikka var til á heimili Gunnsteins en þegar Margrét var 15 ára kom gítar á heimilið og lærðu allir á hann eftir kennslubók sem fylgdi. Orgel var til á heimilinu en það brann þegar Finnbogastaðaskóli brann en það var þar til láns.
Hefðbundin útgerð var í Norðurfirði í upphafi aldarinnar. Bátur var á hverjum bæ auk þess var hákarlaveiði stunduð. Til voru hákarlaskip sem voru stærri en þeir voru ekki notaðir til fiskveiði. Báturinn Ófeigur er sá eini sem er eftir. Menn borðuðu kæstan hákarl. Einstöku bæir gerðu hákarlastöppu.
Um tíma bjuggu um 500 manns í sveitinni, í kringum 1940. Þá í tengslum við síldveiðar sem hófust í kringum 1920. Fólk flutti vegna atvinnuskorts. Margir ungir menn fóru til að freista gæfunnar í Bretavinnunni. Stríðið hafði engin eftir í Norðurfirði.
Gunnsteinn man vel eftir stríðinu. Stríðið reyndi á svæðið. Tundurdufl ráku á fjörur og sprungu. Búfénaður trylltist og fólk var í hættu. Miklar skipaferðir voru fyrir norðan land og og skip voru skotin niður. Í stríðinu rak í land mikill efniviður í hús, timbur o.fl. Mikill drungi var yfir sveitinni vegna nálægðar við þennan hildarleik. Mikið hlustað á fréttir.
Margrét gekk í skóla að Finnbogastöðum. Kennari var Kjartan Hjálmarsson og Jóhannes Pétursson. Séra Björn H. Jónsson var einnig kennari. Hann lét börnin syngja. Voru í 2 vikur í skólanum í heimavist í senn. Alltaf var dansað í skólastofunum. Jóhannes og kona hans dönsuðu með. 1 vetur lék Trausti Halldórsson frá Sauðárkróki, ungur maður, sem kunni að leika á orgel.
Þjóðdansar og hringdansar voru sungnir og dansaðir. Gjarnan kallaðir jólaleikir. Á næsta bæ við Finnbogastaði var maður sem hélt uppi félagslífi í skólanum. Spilaði á munnhörpu í skólanum. Gunnsteinn var kennari um tíma og dönsuðu þeir við krakkana. Hann fór í útileiki með krökkunum. Gunnsteinn gekk einnig í barnaskólann og var Kristján Júlíusson kennari þá. Hann lék á fiðlu. Ættaður úr Bolungarvík. Dansað var við fiðluleikinn. Lét börnin syngja við fiðluundirspil
Margrét sótti dansleiki í Árnesi. Ingólfur Pétursson og Böðvar Guðmundsson, auk Rögnvaldar úr Ófeigsfirði léku á dansleikjum. Faðir Gunnsteins var harmonikuleikari og lék undir dansi í 1 og hálfa kynslóð. Hann var dáður fyrir leik sinn. Síðar þegar hljómsveitir komu vildi gamla fólkið heldur fá Gísla til að leika undir á hnappaharmoniku. Hljómsveitir fóru ekki að koma fyrr en eftir 1960, þegar vegurinn kom. Hljómsveitin Falcon kom á hverju sumri í nokkur ár.
Gamla fólkið talaði um dans á baðstofuloftum. Fólk leitaði að húsnæði til að geta haldið dansleiki. Áður var mjölgeymsla sem haldnir voru dansleikir sem og á Gjögri. Í Norðurfirði var mikið félagslíf. Þar var bygging sem fólk hittist í og dansaði. Kallaðist „Bæjardyrnar í Norðurfirði“ þar sem dansað var. Eldra fólkið kunni að dansa gömlu dansana. Fólkið sveitinni safnaðist saman, jafnvel úr Reykjafirði á samkomur. Komu flestir gangandi. Þá var nógur tími.
Veðurfar hefur breyst mikið undanfarin ár. Fyrr voru miklir snjóar. Á sjöunda áratugnum kom 3 mikil hafísár. Þá voru mikil harðindi, tún kólu og heyfengur var lítill. Í lok 19. aldar voru harðindaár. Kindur fóru í haga í júní.
Samgöngur voru helstar með strandferðaskipum og síðar flóabátar um sumarið. Fluttu farþega frá Hólmavík. Það breyttist þegar vegurinn kom.
Aðdrættir voru erfiðir í hafísárunum. Eitt sinn varð að setja matarfarm á Skagaströnd. Þegar glufa kom í ísinn var hægt að leggja að á Gjögri, einnig á Krossnesi. Landað var með uppskipunarbátum. Bátur var dreginn út á nesið og sjósettur þar til að sækja vörur í skip.
Félagslíf var bundið íbúafjölda og minnkaði þegar fólki fækkaði. Eldra fólkið talað um leikrit. Hjónin tóku þátt í að leika. Skuggasveinn var vinsælt leikrit. Andrés Guðmundsson lék Skuggasvein.
Seljanesmóri var draugurinn þeirra sem vakinn var upp. Draugar voru kenndir var við bæi, en Móri var þekktastur. Hann gerði óskunda því fólk trúði á hann. Átti að fylgja tiltekinni ætt. Svo magnað gat þessi trú orðið að fólk ærðist og varð að fá hjálp við að komast út úr aðstæðunum. Þá óttaðist fólk skeljaskrímsli og fjörulalla. Fólk las í náttúruna og líka sjálft sig. Loftþyngdin. Amma hans sagði að hún væri með verk í mjöðminni og því stutt í norðanáttina. Þetta gekk oft upp. Móðir hans ver mjög meðvituð um þessa hluti. Hjátrúin var líka hjá hafa Margrétar og föðursystur. Krakkar áttu það til að hræða hana.
Gunnsteinn var lengi myrkfælinn. Þegar útvarpið kom fyrst las m.a. Helgi Hjörvar. Hann las frásögnina um Djáknann á Myrká. Sú frásögn gerði Gunnstein afar hræddan sem barn. Þá voru víða álagablettir sem ekki mátti slá á og byggja. Einnig huldufólksklettar - ákveðnir staðir sem krakkar lærðu á og fullorðna fólkið vildi ekki að krakkar væru með læti við þessa staði.
Músíklíf var helst í kringum kirkjuna, danslögin á laugardagskvöldum. Oft var dansað eftir útvarpinu á laugardagskvöldum. Fengu ekki Útvarpstíðindi. Lærðu alla dægurlagatexa eftir útvarpinu. Á heimili Margrétar var mikið spilað og sungið. Oft voru haldnar afmælisveislur og spilaði móðir Margrétar á orgel undir dansi, sem og víðar. Þau lærðu þessi lög eftir Jóni á Seljanesi, afa Margrétar. Jón hafði farið inn að Heydalsá í Steingrímsfirði til að læra að leika á orgel. Kennarinn þar var tónlistarmaður og kenndi fólki á hljóðfæri og að lesa nótur. Nokkrir fóru úr Víkinni til að læra. Jafnvel fátækir menn keyptu orgel, sem þótti ráðleysi.
Ungt fólk hugsar heim, á sterkar rætur en getur ekki breytt aðstæðum með búskap í huga. Sækir mikið heim á sumrin. Menn þurfa að sætta sig við einangrun. Þó er flogið tvisvar í viku
28.04.2014
Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014