Á Háleyjum með Sigurgeir Guðjónssyni

Koma keyrandi í bíl.
Sigurgeir nefnir staðinn, heldur að það sé Háleyjar.
Háleyjar eru vestar. Austur með ströndinni er Staðarberg.
Nefnir Krossvíkurnar. Þetta eru Krossvíkur.
Spyr hvar Vörin hafi verið.
Geldingahnappur. Ekki mikill gróður á Víkunum.
2 krakkar skoða flugnablóm. Heitir Holurt.
Gamlar netakúlur liggja á ströndinni í sandinum.
Netabauja á kampinum.
Háleyjarnar. Háleyjahleinin.
Háleyjarnar. Sigurgeir nefnir hleinina fyrir vestan þá. Þar fyrir innan var lent. Vik inn í. Hyldi djúpt, eins og maður komi að bryggju.
Talar um að lenda þarna. Ágætt. Ládautt, nefnir lónið innan við klöppina. Lentu í Hrakningsveðrinu 1916. Settu skipin í kampinn. 4 skip lentu þar. Erfitt. Sigldu grunnt. Urðu að berja dálítinn spotta. Voru lengi að.
Skíthræddur um stelpurnar, ekki detta. 2 stelpur og kona. Telma, ein stelpan.
Sigurgeir lítur til hafsins. Eitthvað líf. Súla að stinga sér í síld. Stutt að fara úr Eldey.
Nefna berg fyrir austan. Spyr hvað það heitir.
Ganga í steinum.
Hár sjávarkambur.
Þegar þeir koma niður á klöppina getur hann sýnt honum hvar þeir settu skipin.
Hleinin.
Spurður um sel á hleininni. Segir mikið af honum í góðu veðri og sólskini.
Staðurinn sem Sigurgeir og þeir lentu 1916, í hrakningsveðrinu.
Nefnir hverjir fleiri lentu þar. 4 skip, Baldvin, skipið hans Páls heitins Jakobssonar. Jón á Stað, formaður þá Jón frá Reykjanesi, Jón Helgason. Magnús heitinn Jónsson frá Vík. Var með skip frá Vík sem Gísli heitinn átti. 8:50 Gæfan, skip.
Lýsir skipunum. 4, 5-6 tonn.
Það voru ellefu menn á skipunum. Tvíróin. Sigurgeir var á 16. árinu þegar þetta var. Talar um að ná landi. Náðu ekki alveg Áleyjum. Voru á annan klukkutíma að berja inn í vikið. Voru tvennir lentir áður en þeir. Síðastur kom Jón Helgason á Stað.
Lentu víðar með ströndinni. 2 hleyptu upp vestar upp í kampinn og misstu skipin. Magnús heitinn frá kofanum og Ívar frá Görðum, það voru formennirnir á þeim.
Sigurgeir lýsir. Norðanrok þegar þetta skeði. Slétt við hleinina, var alveg ládautt. Svipað og núna. En alveg ofsaveður.
Getur ekki séð að þetta hafi breyst síðan 1916, allt ósköp svipað, landslagið eins og það var.
Settu skipin í kampinn, var nóg af trjám, vantaði ekki rekaviðinn.
Erfitt. 4 skipshafnir um hvert skip. Eitt í einu. Gekk ágætlega að koma þeim upp í kampinn. Gekk verr að ná þeim af Háleyjum. Einn, sem setti hér upp, setti skipið sitt út í Staðarhverfi.
Úfið, vont yfirferðar með skip.
Víkurnar. Góð mið, fisk, lúðumið. Lögðu skötulóð grunnt inn á víkina og fengu lúður á það. Aðallúðumiðin voru vestar undir ystri strengnum. Legið fyrir lúðu.
Talar um skipin. Settu skipin upp kampinn. Voru geymd þar, þangað til að náð var í þau.
Útræði. Maður heyrði það, legið við, hafnarmenn á sumrin. Etthvað sem bendir til þess, voru til skamms tíma einhverjar tættur uppi á Háleyjarbungunni.
Nefnir vísupart, man ekki upphafið. „Á Háleyjum er hugurinn Hafnaformannanna”. Bendir til að þeir hafi verið hér. Aðallega á sumrinu. Langt síðan. Löngu fyrir hans tíð.
Legið við á vorin og sumrin. Fullt af fiski á vorin. Lentu oft þarna.
Nefnir kríuvarp á Háleyjarbungunni, tína kríuegg. Kom fyrir að maður fór í beitifjöru að tína skel, ef maður var beitulaus. Nefnir beitu og stórsundsfjöru á Háleyjarbungunni/klöppinni/hleininni.
Aldrei á skytteríi. Óhemja af sel. Stundum fullt af sel þegar maður kom inn í lónið.
Leið inn á lónið við hleinina. Varð að þekkja hana, fara rétt. Sker beggja megin við, rétt á milli þeirra. Ólendanlegt ef það er mikill sjór eða alda.
Appelsínugulur bobbingur. Lýsing. Af trolli, frá togara. Járnbobbingur, voru með einu sinni. Hætt að nota núna. Vír lék inn í. Þungt. Fullt af sjó.
Staðsetning Háleyjarbungu. Hæðin með gígnum, fyrir ofan þau.
Síld, sjór, staðsetning í sjó, fjúga hátt eða lágt.
Staðsetning kölluð Vestur á Víkum. Tala um klettinn. Fyrir austan, vestur fyrir Staðarbergið. Inni í víkinni þar, sem kemur fyrir vestan bergið. 3 skip lentu þar. Lenti enginn hér á milli, fyrr en aftur á Háleyjum.
Staðarbergið sést í baksýn. Súlan stingur sér eftir síld á Sandvíkinni.
Stelpurnar að hlaupa frá sjónum og upp að bíl.
Hannes. Ekki komið hingað áður. Jón Baldvinsson strandaði lengra að framan. Skammt frá þar sem Clam strandaði, úti á Reykjanesi, strandaði við tá (óskýrt), Hrafnkelsstaðarberg, vestur undir tánni. Háleyjarbunga. Þurfti að að labba yfir hana til að komst þangað.
Hannes var ekki á bátnum. Kom fljótlega eftir. Var búið að bjarga þegar þau komu. Strandaði kl. 04:00 um morguninn. Man ekki hvaða ár þetta var. Þau komu kl. 16:00. Verkfall það ár.
Þetta var árið 1955. Nefnir að það hafi verið mikið verkfall. Það var allt í nud og kött. Það mátti ekki fara hingað. Bannað.
(Sýnir rauðan kexpakka).
21.08.1984
Sigurgeir Guðjónsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 26.05.2015