Minningar úr Kelduhverfi

Æviatriði
Á sveitabæjum á fyrri tíð var alltaf margt fólk. Á bænum voru fjögur alsystkin. Faðir hans lést áður en hann fæðist. Segir frá láti föður síns.
Systkinin ólust upp hjá móður þeirra en hún réð vinnumenn til að hjálpa sér. Búskapur var í kyrrstöðu og engir peningar til. Mikil deyfð var yfir mörgu. Til var nógur fiskur, en hann seldist ekki því enginn átti peninga. Þetta var á krepputímum.
Menn fóru á milli staða gangandi eða á hestum. Rifjar upp þegar hann var strákur að móðir hans fór í heimsókn í Öxarfjörðinn. Þau fóru þá gangandi. Undi glaður við sitt þótt lítið væri.
Skór voru eingöngu skinnskór. Þau voru afháruð og verkuð og skinnið var þurrkað þar til það var orðið mjúkt. Þá skorið í skæði og skór búnir til úr því. Þótti erfitt að nota - var hált í þurrkum á sumrin. Á þeim tíma voru engin stígvél. Þá voru gerðið skinnleista úr húðum sem náðu upp undir hné. Voru sauðskinn og húðir. Gat vel verið vatnshelt. Síðar komu skór úr gúmmíi og stígvél og þá breyttist mikið.
Mikil hátíð var þegar stígvélin komu. Heyjað var í Víkingavatni sem náði í mitti. Oft kalt að slá. Man þegar farið var í vatnið til að slá þegar frosið var við land. Menn voru kappklæddir áður en þeir óðu út í vatnið. Menn stóðu 2-3 klukkutíma í vatninu. Gat samt tekið lengri tíma. Slegið var bæði fergin og stör. Fergin óx við botninn en störin var slegin ofaná. Skepnur sóttu mikið í fergin en það var næringarríkt. Mikið var heyjað á útengi en lítið tún heimafyrir.
Mikið var borðað af grjónagraut úr bygggrjónum. Síðar koma hafra- og hrísgrjón. Reynt var að hafa mjólk í öllum mat. Kjöt var borðað af skepnum. Man ekki eftir að borðað hafi verið lambakjöt. Lambið var það eina sem seldist. Fullorðið fé var borðað. Einstaka menn borðuðu hrossakjöt en margir höfðu ótrú á því. Lítið var um fiskmeti. Á Grásíðu var hægt að fá silung allt árið um kring. Veiddist í uppsprettum. Þá veiddist hann í net. Aldrei var veitt í gegnum ís, enda vatnið grunnt. Fyrst var veitt í hampnet. Lýsir silungsveiðum í net. Segir frá breytingum þegar nælon- og girnisnet komu. Ræðir um notkun og ofnotkun á landi.
Ekkert hljóðfæri var á Grásíðu en á næsta bæ var til orgel og langspil. Bærinn hét Ólafsgerði, en er kominn í eyði. Þar ólust upp mörg börn. Fólkið á bænum var áhugasamt um söng og hljóðfæraleik. Voru virkir þátttakendur í tónlistarlífinu í sveitinni. Staðið var við að spila á langspilið og var það látið standa á borði. Fjárlögin voru sungin mikið.
Þegar hann var ungur var kominn kirkjukór í sveitinni, en hann tók við af forsöngvara kirkjunnar. Það þótti framför. Til þeirra kom maður af austurlandi sem var tónlistarmaður. Hann hét Steinþór Þorgrímsson. Er þar um 1935. Þorgeir tók þátt í kórnum. Maðurinn bauð honum að kenna honum á orgel en Þorgeir þáði ekki og sér alltaf eftir. Hafði gaman af söng og tónlist. Söng mikið við vinnu sína. Á bók með um 200 textum og lögum frá um 1940 og kann hann öll lögin. Byrjaði á að syngja tenór í kirkjukórnum en var þá ekki kominn í mútur. Fór síðar í bassann. Telur að mikið hefði vantaði ef ekki væri söngurinn.
Lýsir skólagöngu þegar hann var 9 ára. Þá var skóli að hluta á Grásíðu. Skipt var í tvær deildir, eldri og yngri og var námið þrjú ár. Lýsir leik barnanna og gleðina við að leika við aðra. Átti að fara í skóla 10 ára og var í þrjá mánuði.
Árið 1924 er byggt samkomuhús í sveitinni. Þar er fyrsti staðurinn þar sem margir gátu komið saman í einu. Í húsinu var sett upp skólastofa og þar gekk hann í skóla í þrjá vetur, þrjá mánuði hvern vetur. Fór ekki frekar í skóla. Hafði gaman af íslandssögu, kristnifræði og reikningi.
Lýsir húsnæði heima hjá sér. Húsin eru í einni samstæðu fyrir skepnur og menn. Hændist sem ungur að skepnum. Segir frá þegar hann er 9 ára gamall var vondur vetur og vont vor og mikið heyleysi. Það hafði áhrif á hann fyrir lífstíð. Tókst alla tíð að hafa nægar fyrningar að vori. Ekki höfðu allir nægan mannskap til að heyja. Rifjar upp þegar hann var lítill strákur að hann fór oft út til kinda og hesta. Þar gat hann unað sér við að klappa skepnunum. Lýsir fallega samskiptum sínum við dýrin.
Rifjar upp þegar hann var um tvítugt er hann tók við búi móður sinnar. Búskapurinn gekk vel alla tíð. Rifjar upp niðurskurð á riðufé árið 1986
Ekki voru lesnir húslestrar á heimilinu nema á hátíðum. Eftir að bók Haraldar Níelssonar og Einars H. Kvaran kom út var hún mikið lesin í staðin fyrir eldri hugmyndir. Spíritisminn féll mörgum betur en eldri trúarreglur. Trúmál skiptu miklu máli. Sterk trú á Guð og Jesú Krist. Segir frá hugsunum sínum um stríð og styrjöld á himnum þar sem Guð réði öllu. Trúir á hið góða og það muni sigra. Segir frá hve trúin og kirkjan er honum kær og trúinni á heimilinu. Móðir hans trúði á álfa og taldi sjá ljós í klettum. Hefur aldrei séð neitt sjálfur.
Segir frá draumi sem hann dreymdi. Rifjar upp að hann hafi verið 60 ár við refaveiðar og draumi í tengslum við þær. Segir frá draumi sem hann dreymdi um mann sem færði honum tófu. Telur drauma hafa fært sér vissar sannanir.
Rifjar upp elstu minningu sína frá jólum. Heillaðist af jólunum. Fékk lítið kerti frá móður sinni og heillaðist af ljósinu. Eignast sitt fyrsta barn rétt yfir jólin og fer að velta fyrir sér jólaguðspjallinu.
Rifjar upp þegar þau fengu útvarp sem kom fljótlega. Heillaðist af að heyra í fjarlægu fólki. Fyrstu útvörpin voru drifin af rafhlöðum. Rifjar upp gamlan mann á nálægum bæ sem vildi koma og hlusta á veðurfregnir. Var það vegna þess að fólk vildi ekki eyða rafmagni í að hlusta á þær á sínu heimili. Á milli bæjanna var vatn. Maðurinn gat stytt sér leið yfir vatnið þegar það var frosið til. Maðurinn lenti síðar í vatninu og drukknaði. Lýsir slysinu. Dreymir manninn nóttina eftir. Maðurinn hét Þórður Benjamínsson. Þetta var í kringum 1950.
Hlustuðu helst á fréttir í útvarpi. Einnig á messur á sunnudögum. Stundum var sungið með. Fyrr sóttu menn meira messur en er síðar varð.
Fengu síma fyrir 1950 en fyrst kom hann í hluta af sveitinni. Fyrr hafði verið sími á tveimur bæjum. Menn hlustuðu hver á annan.
Kyrrstaða var í sveitinni til 1940. Fyrsta dráttavélin kom 1952, Farmal Cub. Honum fylgdi sláttuvél og hægt var að beita henni á engjar. Sumt hefur gengið of hratt að hans mati. Alltaf að koma eitthvað nýtt. Fyrstu bestu lausnir sem menn fengu var að byggja hlöðu yfir heyið. Lýsir ýmsum framförum. Telur að mörgum hafi liðið vel í gamla daga þótt þeir hefðu ekki alla þessa tækni.
Leiklistin kom snemma í sveitina hjá honum. 1924 var byggt samkomuhúsið og er þar settur lítill pallur sem leikið var á. Þá fóru menn að skrifa stutta leiki til að sýna við ýmis tækifæri. Verkið Kinnahvolssystur var jafnvel sett upp.
Sótti alla dansleiki sem voru í samkomuhúsinu. Varð ósáttur síðar að 16 ár unglingar mættu ekki vera á dansleikjum með fullorðnum. Fór 10 ára á dansleiki. Spilaði sjálfur á dansleikjum á harmonikku. Keypti harmonikki af Baldri Árnasyni á Hallbjarnarstöðum. Segir frá harmonikkuleikurum við Þistilfjörð. Fyrr léku á orgel við dansleiki svo og munnhörpur og hárgreiður og dönsuðu við. Fyrstu nikkurnar voru tvöfaldar, en hans var hnappanikka með 120 bössum. Finns bera of mikið af hrjúfum tónum í tónlistinni í dag.
Menn voru pólitískir í sveitinni, flestir voru framsóknarmenn. Var sjálfstæðismaður. Þoldi illa sumt af því sem Framsóknarmenn fóru með. Þótti framsóknarmenn helst að þeir vildu hafa sína höfðingja og voru alltaf að hlúa að sínum nánustu. Það gerðu sjálfstæðismenn ekki. Helstir voru Ingólfur á Hellu og Pétur Ottesen sem voru leiðandi öfl um búskaparhætti.
22.02.2014
Þorgeir Þórarinsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 27.06.2014