Minningar úr Dýrafirði

Valgerður er eiginkona Jökuls Sigtryggssonar, en viðtal við hann má einnig finna í Ísmús.
Æviatriði. Segir frá Neðri Hjarðardal þar sem hún er fædd og bæjunum í kring. Segir frá móður- og föðurætt og hvar þau bjuggu. Segir frá systkinum sínum.
Segir frá skólagöngu í Dýrafirði og aðstæður í skólamálum.
Segir frá skólahúsnæðinu og þinghúsi sveitarinnar.
Rifjar upp menningarlífið á heimilinu og í sveitinni. Sótti námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum. Segir nánar frá barnakennslunni.
Segir frá ungmennafélaginur og leiklist á vegum þess. Segir frá þegar hún lék í leikritinu Syndir annarra eftir Einar H. Kvaran. Segir einnig frá tóbaksbindindisfélaginu og reykingum.
Rifjar upp heimilisaðstæður þegar hún var ung. Segir frá móður sinni sem var sjómaður frá því hún var 12 ára gömul. Segir frá þegar foreldrar hennar hittust og giftu sig. Segir frá börnunum sem voru á næstu bæjum við hana þegar hún var barn.
Rifjar upp dans í hennar ungdómi. Dansað á Lambahlaði. Segir frá harmonikuleikurum í sveitinni. Fóru í Núpsskóla þegar hún hafði aldur til. Í Núpsskóla var dansað um hverja helgi. Segir frá helstu dönsunum. Segir frá dansi foreldra sinna.
Rifar upp munnhörpuleikara. Á hennar heimili var til orgel en faðir hennar og bróðir hans léku á orgel. Segur frá kórnum Hljómhvöt, sem var kirkjukórinn. Segir frá æfingum kórsins. Rifjar upp samkomur á Mýrum. Þar var haldin „kirkjuskemmtun“. Á þeim var haldið bögglauppboð og ágóðinn fór í að halda kirkjunni við. Segir frá skemmtunum sem tengdar voru skólanum að Núpi og leikritinu Skugga-Sveinn. Börnin gengu allt að klukkutíma
Segir frá lestrarfélögum í sveitinni. Rifjar upp ferð Halldórs Laxness um svæðið. Jökull rifjar upp frásögn sem hann hafði heyrt af þessari heimsókn.
Segir frá bókum sem hún eignaðir og rifjar upp vísu sem sögð vera eftir Stein Steinarr sem heimsótti Bakkar þegar hún var barn.
Segir frá fjölbreyttu heimilislífi þegar þau systkinin voru að alast upp. Hjónin bera saman aðstæður sínar er þau voru að alast upp. Segir frá að faðir hennar og bræður hafi borið svip þess að hafa alist upp í nágrenni við Núpsskóla og þá fjölbreyttu menningu sem var í sveitinni. Segir frá sið þess að stúlkur úr sveitinni fóru á húsmæðraskólann á Blönduósi.
Rifjar upp kvennaskólann á Blönduósi.
10.09.2013
Valgerður Kristjánsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 17.07.2014