Minningar frá Flateyri og Ísafirði

Æviartriði
Rifjar upp fyrstu minningar sínar á Flateyri
Rifjar upp tónlistarlíf á heimili foreldra sinna. Segir frá bróður sínum, Guðmundi Vilbergssyni. Segir frá þegar hann byrjaði í KK sextettinum. Guðmundur lék á harmonikku á dansleikjum á Flateyri sem ungur maður. Segir frá þegar hann byrjaði að leika á harmonikku.
Segir frá þegar eiginlegar hljómsveitir léku í stað eins eða tveggja harmonikkuleikara. Segir frá þegar Magnús Guðjónsson fór til Reykjavíkur, þá fengur þeir Erik Hauk Sigurðsson á trompet og Björn Finnbjörnsson á píanó. Þá fóru þeir að leika eftir nótum. Þetta var um 1950. 1952 fór Vilberg og Ólafur Kristjánsson, Hörður Þorsteinsson á trommur og básúnu og Bragi Þorsteinsson á klarinettu að leika saman í hljómsveit. Einnig voru kvartettar upp í sjö manna hljómsveitir. Þeir fengur útsetningar frá Jóni Sigurðssyni og Reyni Sigurðssyni. KK sextettinn var fyrirmynd. Þá lék Ólafur Kristjánsson á Víbrafón.
Spurt um tónlistarlífið á Flateyri þegar hann var barn. Segir frá Rögnu Sveinsdóttur sem var organisti á Flateyri. Nefnir Sigríði Benediktsdóttur, móður Rögnu sem sáum söng í barnaskólanum. Einnig æfði hún karlakvartett.
Segir frá öðrum hljóðfæraleikurum á staðnum. Nefnir fyrstu dansleikina sem hann lék á. Minnist á samgöngur á tímanum. Menn mokuðu snjó af heiðum með skóflum.
Segir frá hvernig hann lærði lögin. Kunni ekki nótur fyrr en 18 ára gamall. Lærði hjá Guðmundi Norðdahl nótur og að leika á saxófón.
Segir frá þegar hann spilaði einn á dansleikjum. Guðmundur bróðir hans hafði smíðað trommur í kjallaranum heima. Rifjar upp dansleik sem kallast Stútungur, sem eru dansleikir hjónafólks. Spilaði frá kl. 22 - 06 næsta morgun. Fólk dansaði alla nóttina.
Rifjar upp dansstaði á svæðinu sem hann lék á.
Segir frá þegar Erik Hübner býður honum að leika í tríói Ísafirði 1948. Kölluðu veturinn Fats Waller veturinn því píanistinn, Magnús Guðjónsson lék í hans stíl. Þeir léku jasstónlist en Magnús hafði leikið með „Jonna í Hamborg“. Léku sama kveðjulag og þeir, „I close my eyes“.
Segir frá þegar eiginlegar hljómsveitir léku í stað eins eða tveggja harmonikkuleikara. Segir frá þegar Magnús Guðjónsson fór til Reykjavíkur, þá fengur þeir Erik Hauk Sigurðsson á trompet og Björn Finnbjörnsson á píanó. Þá fóru þeir að leika eftir nótum. Þetta var um 1950. 1952 fór Vilberg og Ólafur Kristjánsson, Hörður Þorsteinsson á trommur og básúnu og Bragi Þorsteinsson á klarinettu að leika saman í hljómsveit. Einnig voru kvartettar upp í sjö manna hljómsveitir. Þeir fengur útsetningar frá Jóni Sigurðssyni og Reyni Sigurðssyni. KK sextettinn var fyrirmynd. Þá lék Ólafur Kristjánsson á Víbrafón.
Spurt um áfenginsnotkun. Engar vínveitingar voru á staðnum. Nefnir part úr vetri þegar mikið fyllerí og slagsmál voru á Uppsölum á Ísafirði. Hótuðu að hætta að spila ef menn höguðu sér ekki vel. Voru eina hljómsveitin sem spiluðu nýju dansana.
Segir frá þegar þeir fengu söngvara í hljómsveitina. Höfðu fengið fólk til að syngja 2-3 lög e n ekki var til söngkerfi fyrir söngvara. Prófuðu bæði útvarpstæki og kvikmyndavél til að magna upp söngvarann.
Segir frá dönskum manni, Harry Herlufsen sem var tónlistarmaður sem lék í Hafnarfirði og kom til að leika í Alþýðuhúsinu. Með honum var danskur maður, píanistinn Noby. Segir frá þegar Herlufsen lék á dansleik með sonum sínum tveimur, Sigurði og Stíg, og Jóni frá Hvanná á píanó. Herlufsen söng þá í gegnum trekt.
Spurt um gítarleikara. Nefnir Pétur Pálsson lék með þeim á gítar árið 1957 í kvintett. Segir þegar Pétur pantaði gítarbók frá Bretlandi, tók sér frí í þrjár vikur og æfði rétta fingrasetningu á hljóðfærið.
Segir frá þegar Herlufsen stjórnar lúðrasveitinni. Hann fór frá Ísafirði 1959 og tók þá Vilberg við og stjórnaði í mörg ár. Segir frá manni frá Tékklandi sem stjórnaði sveitinni einn vetur. Segir frá hvernig Herlufsen safnaði peningum fyrir lúðrasveitina.
Segir frá þegar hann flutti til Ísafjarðar 20 ára og hóf að læra rakaraiðn. Segir frá tónlistarstarfsemi sinni síðustu ár.
Talar um tónlistarstílana - gömlu og nýju dansana. Nefnir nokkrar danstegundir. Segir að fólk í Bolungarvík hafi verið duglegt að dansa gömlu dansana. Segir frá hvernig þeir blönduðu saman gömlum- og nýju dansana. Nefna nokkra nýju dansa.
Spurt um útvarpið og fyrstu minningar hans um það. Segir frá fyrsta útvarpinu á heimili hans. Segir frá sænskum manni sem kom á kvöldin til að heyra fréttir af stríðinu. Hlustaði síðar á erlendar stöðvar. Lærði lög eftir þeim.
Spurt um munnhörpuleik á dansleikjum. Segir frá manni frá Ingjaldssandi sem sleit nikkuna í sundur og fór þá heim og sótti munnhörpu og lék á hana það sem eftir var. Fólk á Ingjaldssandi kunni textana við lögin og sungu gjarnan með.
Rifjar upp fyrst þegar hann hitti Guðmund Nordahl. Guðmundur æfði tvöfaldan kvartett sem skemmti í Árnesi í Trékyllisvík. Haraldur Teitsson skemmdi einnig með að lesa upp smásögur sem hann hafði samið.
Spurt um form dansleikja, hvort eitt og annað hafi verið til skemmtunar, eins og leiksýningar. Segir frá restrasjónum á Uppsölum. Rifjar upp þegar aðkomutogarar komu og lönduðu fiski. Sjómennirnir borguðu hljómsveitina og þá var haldinn dansleikur. Veitingar voru gosdrykkir. Segir frá Húsmæðraskólanum. Þær áttu frí einu sinni í viku og var þá slegið upp restrasjónum. Segir frá félagsvistum á vegum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins.
Segir frá leikfélaginu. Léku stundum fyrir sýningar og í hléum og stundum eftir leiksýningar.
Segir frá vandræðum að komast á milli staða vegna snjóa. Rifjar upp ófærð 11. maí á Breiðadalsheiðinni.
Rifjar upp fyrsta sinn sem hann lék á dansleik. Segir frá Stútungs-, Bútungs- og Sílaböllum.
Rifjar upp rafmagnshljóðfæri og magnara. Keyptu fyrstu tækin af Svavari Gests. Segir frá magnara sem smíðaður var í Reykjavík. Sungu jafnvel í fjórum röddum og voru með einn míkrófón.
Segir frá þegar Barði Ólafsson söng með þeim sem fastur söngvari. Þá hét hljómsveitin VV og Barði. Annars VV kvartett, VV Kvintett…. Fá 1972-1982 hét hljómsveitin Villi, Gunnar og Haukur hétu þeir fyrst. Fóru sem skipshljómsveit á Gullfossi til Noregs í ferð Sunnukórsins.
Segir frá þegar þeir fóru á landsmót með lúðrasveitinni.
Rifjar upp hvað hann hefur spilað á mörgum böllum. Áætlar að það séu um 3000 skipti fyrir utan að spila með lúðrasveitinni.
13.09.2013
Vilberg Vilbergsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 7.08.2014