Minningar úr Reykjadal og frá Húsavík

Æviatriði
Afinn og amman bjuggu á heimilinu. Segir að lítið hafi breyst frá þeirra síðasta tíma og hennar fyrsta. Gaman var þegar hann kom úr póstferðum. Kom með skeljar handa krökkunum. 18 manns var í heimili að Helgastöðum.
Á vetrum voru engir aðdrættir. Allt var keypt á haustin. Olíufat fyrir ljósin, mjölvara í pokum. Snjóþungt var á árum áður. Börnin hlökkuðu til að snjórinn kæmi svo þau gætu gert snjóhús. Hana langaði til að fara með lampa í snjóhúsið en ljósið logaði ekki vegna súrefnisskorts.
Húsakynni á Helgastöðum voru glæsileg. Húsið var áður prestsetur. Húsið brann í grenjandi stórhríð í janúar 1932. Kviknaði í út frá olíulampa í lofti. Eldur var kominn í tréspæni sem var einangrun á lofti. Við húsið var fjós og flúði móðirin með Hrafnhildi og litla systur hennar út á fjóshlað. Lýsir ástandinu. Allt brann innanhúss. Fjósið hefði brunnið ef nemendur í Laugaskóla hefðu ekki komið og hjálpað til. Vatn var sótt í brunn, halað upp í fötum.
Fólki var dreift á bæina í kring. Þau áttu engin föt að vera í. Gekk í marga mánuði í sömu fötunum. Strax um vorið var sement sótt á sleða, brunarústirnar grafnar upp og byggt á sama stað. Um sumarið bjuggu þau í fjárhúsi. Lýsir aðstæðum. Fluttu í steinhúsið fokhelt um haustið. Systir afa hennar fór um Reykjavík og safnaði notuðum fötum í poka fyrir fjölskylduna.
Tvö orgel voru á bænum og var þeim fyrst bjargað af öllu út í stórhríðina. Fóru illa en voru gerð upp á Ljósavatni. Orgel föður hennar er enn á Helgastöðum.
Helst var borðað saltkjöt og baunir auk silungs sem veiddur var í Vestmannsvatni. Faðir hennar fékk bíl á haustin með fisk sem hann saltaði og hengdi upp. Fiskurinn kom frá Húsavík.
Ekkert var ræktað af grænmeti nema kartöflur. Á bænum voru 5 mjólkandi kýr auk nauts og kálfa. Kýrnar hétu Lind, Grána, Teista og Bleikja (sem hún nefnir). Unnið var úr mjólkinni. Mikið borðað af skyrhræring. Sem spari var gefinn sykur á skyrið.
Húslestrar tíðkuðust þegar hún var barn - fyrst las afi hennar og síðar faðir hennar. Sálmar voru sungnir. Mikill söngur var á heimilinu. Þau æfðu blandaðan kór heilan vetur þegar hún var orðin fullorðin.
Ungmennafélag var í dalnum. Fundir voru haldnir einu sinni í mánuði. Áhugamál voru rædd á þessum fundum. Í lok fundar var sungið lag í öllum röddum og dansað á eftir. Orgel var hjá Guðfinnu Jónsdóttur skáldkonu á Hömrum. Hún hafði kór á sínu heimili og í þinghúsinu á Breiðamýri.
Þegar hún sótti dansleiki var byrjað á marsi og þrammað var í hring. Þá skiftiræll. Sá sem stjórnaði marsinum kallað „tvö fyrstupör“. Þá var farið í myllu. Lýsir dönsunum. „Trú von og kærleikur“ - lýsir því. Leikið var undir á orgel. Pálmi bróðir hennar spilaði og orgelið.
Leikrit voru sett upp í Þinghúsinu. Hún lék í Frænka Charlies. Nefnir aðra leikendur. Enginn leikstjóri var til staðar.
Heilsufar var gott á fólkinu. Nefnir eina konu sem fékk berkla.
Alla langaði að fara á Alþingishátíðina. Fara þurfti með skipi. Margir fóru suður. Fólkið svaf í lest skipsins á leiðinni suður. Sagt var frá Kristjáni konungi þegar heim kom. Segir skemmtisögu af lágvöxnum manni.
Lítið var um samgöngur við Akureyri. Eftir að hún var fermd fór að koma vegur. Þrír bílar voru í sýslunni. Fer með vísur um bílana. Bílar þóttu mikil nýjung.
Segir frá hestinum Flugu sem faðir hennar átti. Var mjög heimsækin. Faðir hennar var organisti og fór í kirkjurnar á Flugu. Segir frá að Kristján bakari hafi einn dag boðist til að keyra hann til messu. Afinn tók þá Flugu og fór bæjarleið. Endaði með að hryssan fórst í Vestmannsvatni. Lýsir þeim viðburði. Kristján Jónsson var fyrsti bakarinn á Akureyri.
Orgel kom á bæinn áður en hún fæddist. Elísabet á Grenjaðarstað, kona prestsins, átti orgelið. Afinn keypti það fyrir föður hennar af henni. Faðir hennar kenndi mikið á orgel. Hann æfði ekki kór. Messað var á Einarsstöðum, Grenjaðarstöðum, Nesi og í Laxárdal. Söfnuðurinn söng. Byrjað var á Heims um Ból, Dag er glatt í döprum hjörtum og í Betlehem voru sungin um hátíðarnar á heimilinu. Þar á eftir mátti syngja veraldleg lög. Lýsir því.
Man þegar útvarpið kom. Afinn vildi ekki útvarp - taldi það skemmd á heyrninni. Komið var útvarp á alla aðra bæi. Faðir hennar keypti síðan útvarp. Lýsir samskiptum við afa sinn og vísu sem hann kastaði á hana. Afinn var sjálfstæðismaður en hún sagðist vera kommúnisti. Mikið var rifist á heimilinu. Framsóknarmennirnir rifust mikið við afa hennar. Afinn var eini sjálfstæðismaðurinn í dalnum. Hann var mikill vinur Ólafs Thors. Bjó hjá honum í Reykjavík. Þegar Jóhann Hafstein giftist systur Ólafs þá komu þeir í Helgastaði á brúðkaupsdaginn. Þá spurði Jóhann afa hennar: „Eru engir hvítir menn í Reykjadal“.
Þekkti Júlíus Hafstein sýslumann. Lék sér með Jóhanni Hafstein sem var jafnaldri hennar. Segir frá er þau léku sér saman. Júlíus fékk oft hesta á Helgastöðum þegar hann þingaði um sýsluna.
Mjög gestkvæmt var á Helgastöðum. Þá var siður í byrjun vetrarnótta var skrifað niður í bók hver kom. Lýsir því. Amma hennar lá í rúminu í 11 ár. Hún kenndi þeim vísur. Þá fóru þau í leiki. Lýsir þeim.
Rámar í einhver danskur maður hafi komið með langspil. Systir pabba hennar giftist dönskum manni, Harald Olsen. Stóðu við langspilið er þeir léku á það.
Menn kváðu rímur í sveitinni. Ein vinnukona kom með lúðuhaus sem hún hafði skolað úti í brunni. Afinn kastaði á hana vísu. Faðir hennar og Halldór kváðu rímur. Skrifaði ljóðabréf til frænku sinnar. Lýsir því. Fékk bréf til baka. Fer með ljóðin í bréfinu. Sigrún, systir föður hennar orti kvæðin.
Lítið var um fiðlur í sveitinni. Faðir hennar kenndi Garðari í Lautum á fiðlu og önnur var á Öndólfsstöðum. Faðir hennar átti enga fiðlu en var með eina að láni. Björn Ólafsson fiðluleikari var vinur hennar. Björn útvegaði henni fiðlu sem þau gáfu föður hennar þegar hann varð 60 ára. Segir lítillega frá Birni Ólafssyni fiðluleikara.
Gekk í barnaskóla að Helgastöðum og Einarsstöðum - tvo mánuði í senn. Kennarinn var Aðalsteinn. Tóku landspróf. Hann lét þau syngja og spilaði á orgel. Gekk í Alþýðuskólann að Laugum og síðan kvennaskólann að Laugum. Söng einsöng á einum tónleikunum. Syngur lítilsháttar. Aðalsteinn var kennari og leiddi sönginn. Faðir Jóns Aðalsteinssonar læknis.
Fór 20 ára á húsmæðraskólann og þar hitti hún manninn sinn, Ragnar Þór Kjartansson frá Hólsfjöllum, búfræðingur. Kynntist lífinu á Hólsfjöllum, var þar nærri ár. Var mjög einangrað. Var að kafna í innilokun. Lýsir þeim aðstæðum. Bærinn hét Grundarhóll. Þetta var 1943.
Var vinnukona á Akureyri í húsi. Þá voru hermenn á Akureyri. Lýsir því þegar hún mætti hópi hermanna. Hermenn léku við þau í snjónum.
Eignaðir fyrsta barn sitt í Reykjadal. Hvergi var hægt að fá húsnæði, hvorki í Reykjadal né á Akureyri. Fengu litla kompu á Húsavík og bjuggu þar lengi. Ragnar byggði hús í félagi við annan mann. Mannlífið á Húsavík var skemmtilegt. 1. desember voru alltaf iðnaðarmenn með stórt ball. Meira var um böll og skemmtanir sem allir tóku þátt í.
Man efti Benedikt á Auðnum, en systir hans var gift bróður móður hennar. Bjó hjá Sigurði og Unni skáldkonu (Huldu). Söfnun Benedikts þótti mikið framtak og áhugi var á því. Rímur voru kveðnar á Húsavík, einkum Egill Jónasson. Man ekki eftir langspilum á Húsavík. Marinó Sigurðsson bakari var fyrsti harmonikkuleikarinn á Húsavík. Eignaðist þrjú börn en systir hennar 7 börn. Hún lést frá þeim 32 ára. Hún tók 4 börn til sín meðan hún var lifandi. Vel tókst til. Segir frá nokkrum barnanna.
22.02.2014
Hrafnhildur Jónasdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 27.06.2014