Minningar frá Suðureyri

Hljóðið á heimildarmanni er veikara en á spyrli þar sem hljóðnemi var bilaður.
Æviatriði.
Segir frá heimilisaðstæðum þegar hann var að alast upp. Segir frá þegar krakkar breiddu fisk til þerris og hvernig boðað var til vinnu með því að hringja bjöllu.
Segir frá því þegar hann fékk vinnu við að „kippa“ þorskhausa.
Spurt um báta á Suðureyri. Talar um útgerð og stækkandi flota.
Spurt um hver var prestur þegar hann var að alast upp (sr. Halldór Kolbeins). Segir frá sr. Halldóri í Vestmannaeyjum.
Spurt um organista í kirkjunni. Segir frá tengdaföður sínum sem var organisti
Segir frá stofnun kirkjukórs við kirkjuna.
Spurt um menningarlíf þegar hann var að alast upp. Segir frá kirkjukórnum.
Spurt um leiklist á Suðureyri. Segir frá verkum sem leikin voru. Tók þátt í að leika með leikfélaginu.
Spurt um stúkur. Segir frá ýmsum félögum sem störfuðu á Suðureyri.
Spurt um samgöngur á sjó og landi.
Spurt um aðdrætti.
Spurt um lestur húslestra. Segir frá messum í samkomuhúsinu áður en kirkjan var vígð 1937.
Segir frá þegar útvarpið kom.
Spurt um kirkjukórinn og þegar sr. Jóhannes kom og tók við kórnum. Segir frá kvartett sem hann söng í.
Spurt um dans og danstónlist. Segir frá því þegar hann spilaði á böllum.
Spurt um hvenær trommur komu á staðinn. Spurt um dansleiki fyrr á tímum. Segir frá harmonikuleikurum á Suðureyri.
Spurt um söng og söngkennslu í barnaskólanum.
Spurt um orgel í samkomuhúsinu áður en kirkjan var vígð.
Spurt um kveðskap.
Segir frá Magnúsi Einarssyni kennara. Fer með vísu eftir Magnús og aðra sem ort er á móti honum.
Segir ítarlegar frá lífsferli sínu, sjómennsku (heyrist þegar frúin hitar vatn í kaffið). Segir frá þegar hann réri á „tvílembingi“ við síldveiðar. Segir frá nótabátum.
Segir frá landlegum á Siglufirði, fjölda skipa og fjölda fólks. Segir frá skemmtunum á Siglufirði.
Segir frá því þegar hann fór að vinna hjá Kaupfélagi Súgfirðinga og störfum sínu þar. Segir frá þegar hann var ráðinn til Fiskiðjunnar Freyju. Segir frá þegar þau hjónin fluttu til Reykjavíkur árið 1984 þar sem hann starfaði hjá Olís.
Segir frá hver var Kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Súgfirðinga er hann hóf störf.
Segir frá frekara námi í Samvinnuskólanum í Reykjavík.
Spurt um hver var skólastjóri að Núpi í Dýrafirði þegar hann var það. Spurt um músíklíf að Núpi.
Segir frá þjóðsöng Súgfirðinga og syngur fyrsta erindið, Nú angar af sumri um Súgandafjörð.
Les kvæðið Nú angar af sumri um Súgandafjörð eftir Gunnar M. Magnúss.
Syngur kvæðið Friðrik sjöundi kóngur.
Syngur kvæðið eftir Pál J. Árdal: Hún var ekkert smáræði.
Syngur kvæðið Tunglið má ekki taka hann Óla
Spurt um verslanir á Suðureyri. Segir frá breytingum í útgerð. Segir frá kvenfélaginu á staðnum.
Segir frá „Bleiku bókinni“ sem hann skrifaði niður í nokkur kvæði sem hann söng í æsku.
Syngur kvæðið Finnbogi, Finnbogi, Finnbogi minn.
Syngur kvæðið Hún Sigga datt í kjallarann
Syngur kvæðið Hversu gömul er hún þá hún litla Tóta.
Syngur kvæðið Alltaf þegar ég á frí
Syngur kvæði sem tengdafaðir hans söng oft eftir Álf Magnússon, Ferð til Ísafjarðar.
Syngur kvæðið Ó húsbóndi góður ég hef ekkert kver
Syngur kvæðið Diddi drullu þambar.
Syngur kvæðið Súgfirðingar öllum ögra.
12.10.2013
Guðbjörn Björnsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 14.07.2014