Minningar úr Breiðafirði og Steingrímsfirði

Viðtalið er tekið á heimili Jóns að Bæ 1 á Drangsnesi.
Æviatriði.
Segir frá ferðinni frá Hrappsey að Ósi. Fóru fyrst með Baldri í Tjaldanes, Salthólmavík í Saurbæ . Kýrnar voru hafðar í bát sem dreginn var á eftir Baldri. Fóru þaðan að Brekku í Gilsfirði þar sem þau gistu. Þá fóru þau á hestum yfir Steinadalsheiði að Ljúfustöðum. Þetta var í maí og mikil snjóþyngsli á heiðinni. Fóru síðan með vörubíl að Ósi. Þá voru börnin orðin 10. Þau voru 13 í ferðinni. Í Hrappsey var haldið uppboð og sauðféð og fleira var selt.
Segir frá þegar þau fluttu frá Miklagarði í Dölunum út í Hrappsey á Breiðafirði og bjuggu þar í 6 ár. Fluttu þaðan að Ósi við Hólmavík 1945.
Þau voru mjög einangruð í eynni. Þar var mikil dúntekja en háskólinn átti eyjuna. Leigan var 40 kíló af dún. Pétur Einarsson frá Langey reri oft til sjós og tók elsta bróður hans með. Þeir komu með fisk til heimilisins. Þá var selur nýttur en lítið um fugl annað en lundi. Þá voru þau með 6-7 kýr. Mikið var borðað af mjólkurmat.
Lítil var um félagslíf þegar hann var að alast upp. Nokkrir kváðu rímur sem og faðir hans kvað í fjósinu. Loftið var svo kalt og gott þar sagði hann. Söng jafnvel fullum hálsi. Söng yfirleitt gamanvísur sem gengu.
Þetta var á stríðsárunum. Útvarp kom ekki fyrr en tveimur árum eftir að þau fengu batterístæki. Hlustuðu mikið á barnatímann, einkum börnin. Húslestrar voru ekki lesnir á hans heimili.
Fluttu að Innra-Ósi. Þar voru eldri hjón að hætta. Mæðiveikin herjaði þá. Faðir hans tók við nokkrum ám en þeim þurfti að slátra skömmu síðar. Uppgrip voru á Hólmavíkur við beitningu. Elsti bróðirinn fór til sjós. Bændurnir á Ytri- og Inniri Ós komu sér upp kúastofni og seldu mjólk til Hólmavíkur. Þeir keyptu síðan Farmal traktor saman og var hann notaður til mjólkurflutningana. Þau voru áður búin að fá hestaslátturvél. Fengu sérfræðing frá Klukkufelli til að slá. Börnin voru 10 og nógur mannskapur að heyja.
Húsakynni voru léleg þegar þau komu fyrst. Þar var tvílyft timburhús sem var orðið lélegt og ein eldavél í eldhúsinu sem notuð var til kyndingar. 1948 byggðu feðgarnir steinhús sem stendur enn og er búið í því. Fór fyrir 30 árum út í Hrappsey þar sem þau höfðu áður búið 13 manns og átti hann eftir með sjá fyrir sér hvernig þau komust fyrir. Þar var einnig kynnt með kolaeldavél og við. Á Ósi var kynnt með kolum auk þess að sprek var tínt í fjöru. Fram í Selárdal var víðiskógur en í hann komst óáran og eyðilagðist hann. Áin braut einnig skóglendið. Þetta sprek rak á fjörur þeirra og var það notað til kyndingar.
Rafmagn kom snemma að Ósi. Virkjað var í Ósánni. Stíflan var orðin léleg en Faðir hans og Magnús Gunnlaugsson steyptu upp mikinn stíflugarð og var það rafmagn lengi. Um 1930 kom stíflan en 1948 var hún endurnýjuð. Rafmagn kom síðar frá Þverárvirkjun. Síðan kom hláka og snjór og eyðilagði áin virkjunina í leysingum.
Útvarp var komið á bæinn. Í Hrappsey voru notaðir lampar. Í eynni bjó aðeins fjölskyldan og gamla konan sem bjó hjá þeim. Þeir höfðu 2 báta, annar róinn og svo var skekta með vél. Aðdrættir komu annars úr Stykkishólmi. Á veturna hindraði ís siglingar til Stykkishólms.
Lenti í slysi er hann var að renna sér á magasleða. Gler hafði brotnað í glugga og fokið út í snjóinn. Glerið stakkst í augað en ekki var hægt að fara í land. Veður var slæmt og ísrek. 14 dögum síðar komust þau til læknis. Síðan hefur hann haft slæma sjón á vinstra auga. Börnin fæddust ekki í eynni - farið var í land áður.
Börnin gengu í farskóla. Kennari kom út í eyna og kenndi um tíma. Þá fóru þeir í land um tíma og sóttu skóla í Dagverðará sem var kirkjustaður svo og ýmsa staði í nágrenninu.
Heyrði aldrei fólk vera með langspil né önnur hljóðfæri. Pétur Einarsson úr Langey kom stundum í heimsókn. Var sérstakur persónuleiki, mjög barngóður og lék við börnin. Pétur réri milli eynna á bát. Í einni ferðinni stoppaði hann í 14 daga og vissi systir hans ekkert af honum, en hún bjó í Langey með manni sínum. Lítið var af bókum. Þau keyptu Æskuna og Fálkann svo og nokkrar bækur. Ekkert lestrarfélag var.
Í eynni voru stórar tóftir. Þar var verksmiðja, ein af fyrstu prentsmiðjunum. Börnin fundu samsett orð úr blýi. Sagt er frá því í bók Steinólfs Lárussonar sem Finnbogi Hermannsson skrifaði. Bókin heitir Einræður Steinólfs. Húsin voru farin en veggirnir stóðu. Þau fundu þetta á gólfinu og í moldinni. Eyjan er í eyði núna.
Eftir þau komu í Steingrímsfjörð gengu börnin í skóla að Stað hjá Ingólfi Ástmarssyni. Skóla var komið að ytri bænum að Ósi þar sem börn lærðu. Byrjað var eftir áramót og hætt fyrir sauðburð. Fengu kennslu fram að fermingu frá 10 ára aldri .
Aðalheiður, kona Magnúsar Gunnlaugssonar átti orgel og tók börnin í söngtíma. Þau lærðu lög hjá henni. Eingöngu íslensk lög. Hefur aldrei lært erlend mál.
Þegar hann var fermdur hélt hann áfram að búa heima. 16 ára fór hann að vinna á Suðurnesjum, í Sandgerði, Keflavík og í Ólafsvík. Byrjaði sjómennsku 18 ára og hefur stundað sjóinn síðan. Reri mikið úr Sandgerði, síðan Keflavík. Fór svo í útgerð sjálfur á bátnum Draupnir frá Suðureyri, þá keyptu þeir Engey RE, 150 tonna bátur sem þeir keyptu af Einari ríka og lönduðu hjá honum. Reru mikið á grálúðu á línu. Hefur aðallega fiskað á línu og handfæri. Er enn í útgerð. Á lítinn bát sem heitir Gummi. Á nokkur tonn.
Síðan keyptu þeir Stefni, hefur átt þrjá með því nafni og veiddi rækju á þá. Fyrstu árin var lítil veiði fyrri partinn en fór þá suður fyrir land og landaði þar. Þá var fast verð á fiski. Voru eitt sinn út af Ingólfshöfða og veiddist vel af stórufsa. Fréttu síðan af góðu fiskeríi fyrir norðan í júlí. Fiskurinn elti loðnugöngurnar. Þá gat vel veiðst.
Þegar kvótinn var settur á voru þeir skertir um veiðiheimildir. Áttu sérheimildir sem var rækjan. Þá étur þorskurinn rækjuna en fengu engann þorsk í staðinn. Þá var þorskeignin skorin niður um helming á ári. Voru fyrst 16 tonn en nú eru þau fjögur.
Nokkuð var um leiklist á Hólmavík. Tók ekki þátt í að leika. Þá voru sýndar kvikmyndir sem börnin sáu. Sýnt var í gömlum bragga.
Lítið urðu þau vör við stríðið. Urðu meira vör við það í Hrappsey. Flúðu í hús ef þau heyrðu í flugvél. Sáu oft eftirlitsvélar sem flugu yfir eyjarnar. Munu eftir að eldri börnin voru að huga að fé í eyjunum í kring. Komu þá miklar drunur. Elsti bróður hans skoðaði þetta síðar. Klettur hékk fram í Treganesi og var hann farinn og var á honum svört sósa. Það var vegna þess að tundurdufl rak og sprakk við eyna.
Búið var í Purkey og Efri- og Fremri-Langey, Arney, Brokey og Elliðaey. Man ekki eftir að þingmenn hafi komið og haldið framboðsfundi í eynni. Menn í Steingrímsfirði voru pólitískir, voru hliðhollir Hermanni Jónassyni og var það viðburður þegar hann heimsótti sveitin. Mikið var um Framsóknarmenn.
Flutti að Bæ fyrir 10 árum, var áður á Drangsnesi. Er með hobbýbúskap. Stundar skógrækt og æðarvarpið í eynni, á helminginn í eynni. Sömdu um að reyna að ná upp æðarvarpinu. Mikið er um múkka og lunda. Fær sér stundum egg. Hefur reynt að veiða lunda, en lítið af honum. Menn veiða eftir prósentum. Veiddir eru 3000 fuglar í eynni. Lundanum fjölgar síðari ár.
29.04.2014
Jón Magnússon
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014