Minningar frá Dalvík

Æviatriði. Segir frá foreldrum sínum.
Segir frá harmonikkuleik föður síns sem lék á hnappanikku með sænskum gripum. Spilað á böllum og slægjum hjá Vilhjálmi Einarssyni á bakka. Dansað var í baðstofunni. Lýsir því. Segir frá músíkinni sem hann spilaði.
Segir frá barnaskólagöngunni. Skólinn var byggður 1934. Gestur Hjörleifsson lét börnin syngja. Tryggvi Kristinsson æfði kóra á staðnum. Haldið var upp á 1000 ára afmæli Svarfaðardalsins.
Afi hans flutti á Dalvík frá Tjörn 1887. Settust að í sjóbúð. Lýsir afa sínum sem veiðimanni. Var fyrsti póstafgreiðslumaður á Dalvík. Hallgrímur Kráksson kom með póstinn frá Akureyri.
Segir frá hrakningum sem faðir hans lenti í á færaskútu og göngu hans og skipsfélaga sinna frá Norðurfirði til Dalvíkur.
Mikið harmonikuspil var á heimilinu. Segir frá þegar bræðurnir flýttur sér heim úr skóla til að komast í harmoniku föður síns.
Segir frá böllum sem hann fór á. Segir frá Davíð Sigurðssyni sem bræðurnir hvíldu á böllum. Áttu auðvelt með að læra lög. Hlustuðu mikið á útvarp.
Eignuðust snemma útvarp og Útvarpstíðindi voru á nokkrum bæjum. Fengu rafmagn kom snemma á Dalvík. Rifjar upp dagskrá útvarpsins. Fylgdust vel með fréttum í stríði.
Rifjar upp hvernig stríðið kom við Dalvík. Segir frá er hermenn voru í Valenciahúsinu. Lýsir því þegar hermennirnir komu. Man eftir einum píanóleikara sem var meðal hermannanna, kallaður Bob. Spilaði undir á þöglum myndum. Þrjár stúlkur fluttu út með breskum hermönnum.
Segir frá leiklist á Dalvík. Leikið var í salthúsi á staðnum. Man eftir Skugga Sveini og Fjalla Eyvindi. Steingrímur Þorsteinsson sett upp leikritin. Segir einnig frá Brimari Siurjónssyni sem málaði tjöldin. Segir frá upplifuninni á Skugga-Sveini.
Kynntist lítið kveðskap en á staðnum voru góðir hagyrðingar.
Man vel eftir langspili. Segir frá Jóni Stefánssyni, organista. Hann smíðaði langspil. Man lítið eftir rímnakveðskap. Segir frá bænda, bæja og formannavísum.
Farið var gangandi eða á sjó milli staða. Man eftir þegar vegurinn var byggður til Akureyrar. Þá kom fljótt vörubíll sem flutti vörur. Segir frá frásögn af fyrstu ferðinni.
Póstbáturinn sá um samgöngur milli þorpanna á skaganum. Segir frá póstinum. Fyrsta pósthúsið var á Nýja-Bæ. Lýsir því þegar pósturinn kom.
Segir frá húsum þegar faðir hans fæddist 1896 og mannfjölda. Nýji-bær var fyrsta húsið á Dalvík. Segir frá hvernig húsið var einangrað með moði og þara. Segir frá fyrstu húsunum sem fengu ofnakyndingu.
Segir frá Ungmennafélagshúsinu þar sem unga fólkið fór á ball. Segir frá stöðum sem hann og Björn bróðir hans spiluðu á. Gömlu mennirnir frá marsurka og mars. Segir frá samkomuhúsinu Höfða þar sem þeir spuluðu á gangnaböllum. Segir frá marseringum fyrr og nú.
Segir frá fyrsta bílnum sem kallaður var Sigga-Gráni, árgerð 1927. Nefnir þurrkun landsins.
Segir frá því sem borðað var og geymsluaðferðum. Fiskur var geymdur í hlöðum og hey sett yfir.
Spurt um kóra á Dalvík. Tryggvi Kristinsson var með blandaðan kór og Gestur Hjörleifsson stjórnaði karlakór. Nefnir Jón Sigfússon úr Mývatnssveit. Stjórnaði kór.
Segir frá Arngrími Málara. Nefnir fiðluleikara.
Nefnir sundmenninguna í Svarfaðardal.
Segir frá orgelum í sveitinni. Þorleifur Jóhannsson á Hóli fékk snemma orgel. Segir frá manni sem dúllaði og spilaði á greiðu.
Man ekki eftir vaxhólkum né stálþræði. Segir frá tækinu sem Lionsklúbburinn keypti og tekin voru upp viðtöl. Segir frá viðtali við tvær konur.
Segir frá störum sínum og netaverkstæðinu sem hann vann við í 40 ár. Segir frá breytingum og viðgerðum á veiðarfærum.
Rifjar upp breytingar á samfélaginu seinni ár. Vel hefur gengið á Dalvík. Segir frá syni sínum, Kristjáni Þór. Miklu breytti þegar Samherji hóf starfsemi hjá bænum.
Segir frá stofnun byggðasafnsins. Segir frá munum safnsins. Rifjar upp stýrmannaskólann sem hann stjórnaði í 20 ár. Segir frá munum sem hann fékk frá Akureyri til safnsins. Segir frá samskiptum við Þjóðminjasafnið.
20.02.2014
Júlíus Kristjánsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 9.07.2015