Viðtal við Gísla Jóhannsson

Rætt er við Gísla sem sér m.a. um að bæta lagnetin fyrir Fiskanes. Hann sýnir hvernig best er að ganga frá netunum.
Gísli fellir síldarnet sem hann segir taka um tíu klukkustundir.
Gísli fer yfir net af Ólafi og kannar hvort ekki megi finna nokkur göt á því. Fyrir nokkru síðan var netið mikið rifið en þá hafði beinhákarl ratað í það. 
Gísli sýnir okkur réttu handtökin við netasaum og segir frá mismunandi efnum sem netin eru/voru gerð úr. 
Gísli segir frá reknetaróðri er hann sigldi með Gunnari á Arnfirðingi. Hann segir einnig frá gamla Maí sem hann Einar í Ásgarði var með.
Gísli segir frá hákarlaskútunni Ölver frá Hafnarfirði, sem hann sigldi.
Tekið í nefið, að sjómanna sið.
Ölveri var silgt miðja vegu milli Grænlands og Íslands. Þar var legið í hálfan mánuð en á þessum tíma var Gísli 16 ára. Gísli fæddist árið 1906.
Þeir fengu nokkra hákarla en hirtu engan. Lifrin var það eina sem var hirt.  Hann lýsir veru sinni þessar sex vikur um borð á skútunni. Segir frá ógleymanlegu lyktinni og matnum og hákarlastöppunni sem var á boðstólnum.
Eftir því sem hann best veit þá var þessi skúta ein sú síðasta sem ekki var með vél innanborðs.
01.09.1984
Gísli Jóhannsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 26.05.2015