Árnesingakórinn í Reykjavík

Árnesingakórinn í Reykjavík var stofnaður 14. febrúar 1967. Kórinn hefur ferðast víða í áranna rás, meðal annars til Norðurlandanna og ýmissa annarra Evrópulanda. Auk þess hefur hann haldið fjölda tónleika víða um land og tekið þátt í kórastefnum. Fyrsti stjórnandi kórsins var Þuríður Pálsdóttir. Stjórnandi kórsins frá 1988 til vors 2000 var Sigurður Bragason barítónsöngvari og tónskáld. Haustið 2001 tók Gunnar Ben við stjórn kórsins. Undir stjórn hans hefur kórinn leyst af hendi ýmis krefjandi verkefni. Má þar nefna þátttöku í Choir Olympics, einni stærstu kórakeppni heims, í Bremen árið 2004 þar sem hann fékk silfurviðurkenningu í sínum flokki.

Kórinn hefur gefið út þrjá geisladiska og tvær hljómplötur.

Af vef Árnesingakórsins í Reykjavík (13. janúar 2016)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Gunnar Ben Kórstjóri 2001-09

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.01.2016