Ham Rokksveit

HAM er íslensk rokkhljómsveit sem starfaði á árunum 1988 – 1994. Kom aftur saman á tvennum tónleikum árið 2001 og 15. nóvember 2008 á tónleikunum "Áfram með lífið" í Laugardalshöll en hefur starfað síðan breiðskífan Svik, Harmur og Dauði kom út árið 2011.

Hljómsveitin var í tengslum við Smekkleysuhópinn, og var vel þekkt í íslensku neðanjarðartónlistarsenuni en náði meiri meginstraumsathygli með síðustu breiðskífu sinni. Hljómsveitin var brautryðjandi þyngra rokks á Íslandi og meðal fólks sem að spilaði með henni má nefna Dr. Gunni, en hann spilaði á gítar með þeim í nokkra mánuði snemma á ferlinum og Björk Guðmundsdóttir, en hún spilaði með þeim á pípuorgel í kringum tökurnar á Sódómu Reykjavík. Hún tók líka upp nokkur lög með þeim í tengslum við þá mynd. Hljómsveitin náði samt aldrei neinum víðtækum vinsældum á Íslandi á meðan hún starfaði en hefur síðar hlotið almenna viðurkenningu sem mikilvæg hljómsveit í rokksögu Íslands...

Af Wikipeidia-síðu um Ham

Meðlimir:

  • Ævar Ísberg - trommur (1988-1989)
  • Jón Egill Eyþórsson – gítar (1988-1989)
  • Hallur Ingólfsson – trommur (1989-1990)
  • Flosi Þorgeirsson – gítar (1989-1993)
  • Arnar Geir Ómarsson – trommur (1990-1994)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Jóhann Gunnar Jóhannsson Gítarleikari og Hljómborðsleikari 1992 1994
Óttarr Proppé Söngvari 1988
Sigurður Björn Blöndal Bassaleikari 1988
Sigurjón Kjartansson Söngvari og Gítarleikari 1988

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2018