Kammersveit Reykjavíkur Kammerhópur

<p>Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1974 af Rut Ingólfsdóttur ásamt 12 hljóðfæraleikurum, sem flestir voru nýkomnir heim frá námi erlendis og störfuðu í Sinfóníuhljómsveit Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist, allt frá barokktímanum til nútímans, og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Óhætt er að fullyrða Kammersveitin hafi tekist ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síðan.</p> <p>Kammersveit Reykjavíkur kemur fram í misstórum hópum, allt frá 3 til 35 manns, en stærð hópsins ræðst af þörfum tónverkanna hverju sinni. Meðlimir Kammersveitarinnar eru virkir þátttakendur í tónlistarlífi Íslendinga enda meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum hljómsveitum auk þess að stunda tónlistarkennslu. Enn hafa þeir að leiðarljósi það takmark að auðga íslenskt tónlistarlíf með því að leyfa áheyrendum að hlýða á fyrsta flokks flutning tónbókmennta frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Markmið stofnenda Kammersveitarinnar eru því jafn mikið í gildi í dag og þau voru fyrir þremur áratugum...</p> <p align="right">Sjá nánar á vef Kammersveitarinnar</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Daði Kolbeinsson Óbóleikari
Einar Jóhannesson Klarínettuleikari 1995
Gunnar Egilson Klarínettuleikari 1974 1983
Helga Ingólfsdóttir Semballeikari 1974
Helga Þóra Björgvinsdóttir Fiðluleikari
Hildigunnur Halldórsdóttir Fiðluleikari
Ingrid Karlsdóttir Fiðluleikari
Jón Heimir Sigurbjörnsson Flautuleikari 1974
Jón Sigurðsson Kontrabassaleikari 1974
Jónas Dagbjartsson Fiðluleikari 1974
Júlíana Elín Kjartansdóttir Fiðluleikari
Kristján Þorvaldur Stephensen Óbóleikari 1974
Laufey Jensdóttir Fiðluleikari 2013
Lárus Sveinsson Trompetleikari 1974
Margrét Kristjánsdóttir Fiðluleikari
Oddur Björnsson Básúnuleikari
Páll Gröndal Sellóleikari 1974
Pétur Grétarsson Slagverksleikari
Pétur Þorvaldsson Sellóleikari 1974
Rósa Hrund Guðmundsdóttir
Rut Ingólfsdóttir Fiðluleikari 1974
Sigurður Markússon Fagottleikari 1974
Stefán Þ. Stephensen Hornleikari 1974
Una Sveinbjarnardóttir Konsertmeistari

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.10.2016