Hljómsveit Reykjavíkur Sinfóníuhljómsveit

Hljómsveit Reykjavíkur var stofnuð af Jóni Laxdal og Sigfúsi Einarssyni árið 1925. Er þetta merkur viðburður í söngsögu okkar. Hljómsveitin var til að byrja með fámenn og vantaði mörg hljóðfæri, sem eiga að vera í fullskipaðri hljómsveit. En hún var vísir að sinfónískri hljómsveit og að því marki var stefnt. Fyrstu alvarlegu skrefin til að mynda hljómsveit hér í Reykjavík tók Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari. Um 1920 myndaði hann hljómsveit með nemendum sínum og öðrum hljóðfæraleikurum, um 20 manns, sem hann æfði og stjórnaði. Þessi flokkur lék opinberlega í Nýja Bíó um vorið 1921, og síðan oftar eftir það. Þeir Sigfús og Laxdal stofnuðu síðan formlega Hljómsveit Reykjavíkur með þessum hljóðfæraleikurum, allt í sátt og samlyndi við Þórarinn, sem síðan lék á fiðlu sína í hljómsveitinni. „Þórarinn á heiðurinn, þótt aðrir tækju síðan að sér stjórn flokksins“. (Á.Th.)

Sigfús Einarsson stjórnaði Hljómsveit Reykjavíkur 1925-27, Páll Ísólfsson 1928, prófessor Johannes Veldan 1929, dr, Franz Mixa 1930-38, síðan dr. Victor Urbantitsch. Undir handleiðslu þessara manna dafnaði hljómsveitin. Árið 1950 varð úr þessum kjarna Sinfóníuhljómsveitin stofnuð. Þessi þróun sýnir, að mjór er mikils vísir.

Tónlistarsaga Reykjavíkur. Baldur Andrésson.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Gunnar Egilson Klarínettuleikari 1946 1949
Katrín Dalhoff Fiðluleikari 1945 1950
Katrín Ólafsdóttir Fiðluleikari
Wilhelm Lanzky-Otto Hornleikari 1945 1951
Þórarinn Guðmundsson Konsertmeistari 1925 1931

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2017