Brimkló Kántrísveit

<p>Brimkló kom fram í fyrsta sinn haustið 1972 og bauð upp á mátulega blöndu af kántrýrokk og vinsælum poppslögurum. Köntrý tónlist (eins og Björgvin nefnir þessa stefnu) heyrðis einna helst Kananum, útvarpsstöð setuliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Klúbbarnir á Vellinum sóttust mjög eftir góðum íslenskum hljómsveitum og þar gerðu menn að kröfu um að heyra tónlist frá heimaslóðum gestanna úr vestri. Strákarnir í Brimkló þekktu sig ágætlega á Vellinum og vissu að kántrýrokkið virkaði í bland við ekta rokk og ról. Hægt og bítandi jókst vægi sveitasöngvanna, ekki síst vegna þess að tónlistin höfðaði jöfnum höndum til íslenskra ballgesta og bandarískra klúbbgesta á Vellinum...</p> <p align="right">Af FaceBook-síðu hljómsveitarinnar Brimkló</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Arnar Sigurbjörnsson Gítarleikari 1972-10
Björgvin Halldórsson Söngvari 1972-10 1974-01
Hannes Jón Hannesson Söngvari og Gítarleikari 1972-10 1977
Jónas R. Jónsson Söngvari 1974-05
Ragnar Sigurjónsson Trommuleikari 1972-10
Sigurjón Sighvatsson Bassaleikari 1972-10

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.10.2015