Contalgen Funeral Hljómsveit

Contalgen Funeral er íslensk hljómsveit stofnuð árið 2010 af Andra Má Sigurðssyni og Kristjáni Vigni Steingrímssyni. Í byrjun árs 2011 bættist Gísli Þór Ólafsson í bandið og um vorið þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigfús Arnar Benediktsson.

Sumarið 2011 vann hljómsveitin myndband við lagið Charlie. Básúnuleikarinn Bárður Smárason gekk til liðs við hljómsveitina og kom hún meðal annars fram á Airwaves það árið. Þá um haustið gaf hún út stuttskífan Gas Money.

Árið 2012 gaf hljómsveitinn út sína fyrstu breiðskífu, Pretty Red Dress. Var hún tekin upp hjá trommara hljómsveitarinnar, Fúsa Ben, í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki. Hljómsveitin vinnur nú að sinni annarri breiðskífu.

Af Wikipedia-síðu um bandið.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Sigfús Arnar Benediktsson Trommuleikari 2010

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.03.2016