Lúðrasveit Þorlákshafnar Lúðrasveit

Lúðrasveit Þorlákshafnar var stofnuð árið 1984 af nokkrum hljóðfæraleikurum í Þorlákshöfn fyrir tilstilli Lionsklúbbs Þorlákshafnar. Róbert Darling var fyrsti stjórnandi sveitarinnar og hefur stjórnað henni nær óslitið síðan. Virkir félagar sveitarinnar eru um 40 manns á öllum aldri. Viðfangsefni lúðrasveitarinnar hafa verið fjölbreytt í gegnum árin. Á hverju ári hefur sveitin tekið þátt í ýmsum hátíðarhöldum í Þorlákshöfn líkt og þjóðhátíðardegi Íslendinga, sjómannadeginum, jólaljósatendrun og Hafnardögum. Sveitin hefur einnig haft aðra fasta punkta eins og jóla- og vortónleika til fjölda ára. Á seinni árum hefur Lúðrasveit Þorlákshafnar ráðist í ýmis óhefðbundnari og meira krefjandi verkefni eins og nýárstónleika, jólatónleika á Selfossi þar sem sveitin spilaði með Páli Óskari, Kristjönu Stefánsdóttur og söngvaranum Daníel Hauki. Stærsta verkefnið sem sveitin hefur ráðist í er verkefnið "Þar sem himin ber við haf" með tónlistarmanninum og gömlum lúðrarsveitarmeðlimi Jónasi Sigurðssyni.

Sveitin hefur frá stofunun tekið þátt í landsmótum lúðrasveita og sjálf haldið landsmót meðal annars í október 2013 þar sem um 200 lúðrasveitarmeðlimir íslenskra lúðrasveita tóku þátt og tróðu upp á stórtónleikum ásamt 200.000 naglbítum, Jónasi Sigurðssyni og Fjallabræðrum...

Sjá nána á Wikipeda-síðu Lúðrasveitar Þorlákshafnar (30. desember 2014).

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Róbert Darling Stjórnandi 1984

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Ólöf Anna Jóhannsdóttir uppfærði 13.07.2016