Gunnar Lárus Hjálmarsson (dr. Gunni) og Þór Eldon stofna Unun 1993. Í apríl 1994 hljóðritaði sveitin ásamt Rúnari Júlíussyni „Hann mun aldrei gleym'enni“. Lagið kemur út 17. júní og varð sumarsmellur. Í desember sama ár gaf Smekkleysa út „Æ“, fyrstu plötu sveitarinnar. Plötunni var fylgt eftir með tónleikum þar sem Gunnar lék á bassa, Heiða söng og spilaði á gítar, Ólafur Björn Ólafsson trommaði og Jóhann Jóhannsson lék á hljómborð. Eftir hljóðritun á „Æ“ gekk Jóhann til liðs við hljómsveitina Lhooq.

Unun verður upp úr þessu vinsælt band: kom fram í þættinum „Á tali með Hemma Gunn“ og „Æ“ var kosin besta plata ársins 1994 á Ísland. Leikið er á sveitaböllum og tvö kover-lög gefin út með Páli Óskari á safnplötunni „H-spenna“. Um haustið kemur „Æ“ út í Evrópu og Bandaríkjunum undir nafninu „Super Shiny dreams“ og frá september til nóvember túrar bandið um Evrópu. Þá höfðu Mattíhas Hemstock trommari og Valgeir Sigurðsson hljómborðleikari gengið í sveitina.

20. janúar 1996 hitar Unun upp fyrir Björk í Manchester ásamt the Brodski Quartet, aftur í Bournemouth og loks 25. janúar á Wembley ásamt Goldie. Áhugi var talsverður fyrir sveitinni í Englandi sem endaði með samningi við Polygram.

Eftir tónleika á Lækjartorgi 17. júní tekur Birgir Baldursson sæti Mattíhasar við trommusettið. Á Eurospotting Festival í Danmörku 11. september leikur Unun á síðustu tónleikum hátíðarinnar ásamt the Pansies frá Finnlandi og Los Planetas frá Spáni. Tónleikarnir, sem Dr. Gunni segir þá bestu sveitarinnar, voru sendir út á fjölmörgum evrópskum útvarpsstöðvum.

Unun spilar í nokkrum tónleikum 1997, meðal annars á Hróaskeldu hátíðinni 27. júní. Bandið skrifaði undir samning við Deceptive og í ágúst kom út fjögurra laga skífa með enskum textum, „You do not exist“. Í október kom svo út barnaplata frá Dr. Gunna, „Abbababb“ þar sem lagið „Prumpufólkið“ varð smellur.

Deceptive rifti samningi við Unun 1998. Smáskífan „Bones“ kom út í júní og 2. júlí spilar Þórs Eldon síðast með sveitinni á Mydt Fin Festivali í Danmörku. Þreyta er kominn í hópinn þegar Gunnar og Heiða hefja upptökur á „Óttu“, annarri plötu sveitarinnar. Platan kemur út í byrjun nóvember og er fylgt eftir með tónleikum 6. nóvember. Auk Gunnars og Heiðu eru í bandinu Birna Helgadóttir á hljómborð, Viðar Hákon Gíslason á bassa og Þorvaldur H. Gröndal á trommur.

Í mars 1999 leikur Unun á tónleikum í Ósló, í Lettlandi, Eistlandi og Finnlandi. Bandið kemur síðast fram 17. júní 1999 en hafði fyrr í mánuðinum leikur á fjórum tónleikum í Finnlandi.

Byggt á höfundalausum pistli á hugi.is undir yfirskriftinni Íslensk tónlist: Unun (19. apríl 2016)

  • Þorvaldur Gröndal (1998-1999) – trommur
  • Valgeir Sigurðsson (1995-1998) – hljómborð
  • Viðar Hákon Gíslason (1998-1999) – bassi

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Birgir Baldursson Trommuleikari 1996-07
Gunnar Lárus Hjálmarsson Söngvari, Gítarleikari og Bassaleikari 1993
Jóhann Gunnar Jóhannsson Hljómborðsleikari 1984 1984
Matthías Hemstock Trommuleikari 1994-09 1996-06-17
Ólafur Björn Ólafsson Trommuleikari 1994-10 1995
Ragnheiður Eiríksdóttir Söngkona og Gítarleikari 1994-07
Þór Eldon Jónsson Gítarleikari 1993 1998-07-02

Skjöl

Unun 1995 Mynd/jpg
Unun 1995 Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.04.2016