Echo

<p>Hljómsveitin Echo (stundum nefnd Ekkó) var starfrækt í nokkur ár í Bítlabænum Keflavík og allt eins getur hún talist fyrsta bítlasveitin þar í bæ.</p> <p>Echo var að öllum líkindum stofnuð 1962 en bræðurnir Finnbogi (Júdas, Fresh o.fl.) og Magnús Kjartanssynir (Trúbrot, Óðmenn, Júdas o.m.fl.) voru meðal meðlima hennar en Magnús var bassaleikari í henni, síðar var hann mun þekktari sem hljómborðsleikari.</p> <p>Aðrir Echo-liðar voru Vignir Bergmann gítarleikari, Jónas H. Jónsson trommuleikari og Sigurjón Vikarsson gítarleikari, allir voru þeir á grunnskólaaldri og líklega ekki mikið eldri en tíu ára þegar hljómsveitin var stofnuð. Líklegt er að fleiri hafi komið við sögu sveitarinnar.</p> <p>Magnús yfirgaf Echo sumarið 1967 þegar honum bauðst að ganga til liðs við Óðmenn sem þá höfðu þegar gefið út eina plötu, en þegar Óðmenn hættu ári síðar stofnuðu þeir Magnús og kjarni Echos hljómsveitina Júdas. Þá hafði Echo verið starfandi unglingahljómsveit í ein sex ár.</p> <p align="right">Glatkistan.is (1. júlí 2016)</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Jónas Hörðdal Jónsson Trommuleikari 1962 1968
Magnús Kjartansson Bassaleikari 1962 1967-08
Sigurjón Vikarsson Gítarleikari 1962
Vignir Bergmann Gítarleikari 1962 1968

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.07.2016