Mánar Rokksveit

Sveitin varð til á Selfossi í samruna hljómsveitanna Limbó og Bimbó.* Næstu 10 árin, til 1975, var sveitin aðalball band Suðurlandsundirlendisins. SG-hljómplötur gáfu út tvær litlar plótur árið 1970 með bítla- og hippalegri tónlist, og gengu þær nógu vel til að ákveðið var að senda sveitina til Kaupmannahafnar þar sem hún tók upp stóru plötuna „Mánar“. Platan, sem kom út 1971, var full af frumsömdu „framúrstefnu"-rokki, og sveitin komst upp með það í kringum 1970 að vera „þung og þróuð" á böllum. Smám saman vildi fólkið þó heyra stuðmúsik á ný og því gáfust Mánar upp á dansleikjaharkinu 1975. Ólafur „Labbi í Mánum" Þórarinsson hélt uppi merkjum stuðsins með öðrum sveitum, m.a. Kaktus og Karma, en sjálf Björk Guðmundsdóttir spilaði á nokkrum böllum með þeirri sveit á hljómborð. Mánar risu lítillega úr dáinu 1982 á 50 ára afmæli FÍH, og 1985 þegar efnt var til dagskrár í lnghól á Selfossi með lögunum þeirra. Sveitin kom svo saman í sumar þegar hún hitaði upp fyrir Deep Purple á tvennum tónleikum þar sem hún vakti mikla lukku.

* Á baksíðu Morgunblaðsins 16. janúar 2019 er frétt um kvikmyndagerð Marteins Sigurgeirssonar og nefnd kvikmynd sem Marteinn gerði um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands. Í myndinni segir Ólafur Þórðarson, Labba í Mánum, að hljómsveitin hafi fyrst komið fram opinberlega á landsmóti UMFÍ á Laugarvatni 1965.

Texti úr „Það er engin leið að hætta“ (Dagblaðið Vísir - DV. 11. september 2004, bls. 24-25) þar sem fjallað er um nokkar langlífar hljómsveitir.

Ennfremur segir að stofnár hljómsveitinnar sé 1965, meðlimir í gegnum árin verið alls 12, og fjöldi skemmtana 550 gróflega áætlað. Nefna má að á Tónlist.is er texti um feril sveitarinnar [Jón Hrólfur 21. maí 2015].

... Mánar spiluðu saman í fyrsta skipti á Landsmóti á Laugarvatni árið 1965. Labbi var þá fimmtán ára en hafði verið í hljómsveitum frá 12 ára aldri, svo sem Bimbó Tríó ásamt Guðmundi Benediktssyni, sem hefur komið við sögu í flestum hljómsveitum sem Labbi hefur spilað í. Bimbó Tríó hitaði til dæmis upp á fyrstu bítlatónleikunum með erlendri hljómsveit hér á landi, sem Haukur Morthens stóð fyrir í Austurbæjarbíói. Aðalnúmer kvöldsins var danska bítlahljómsveitin Telstars og hitaði tríóið upp með Shadows-lögum, Labbi var þá 13 ára. Björn bróðir Labba er sjö árum eldri og var líka í hljómsveit. „Bimbó Tríó fékk að spila í pásum á böllunum þar sem hljómsveitin lék, gegn því að feður okkar Gumma Ben fengju að fylgja okkur,“ segir hann...

Úr vitali við Ólaf Þórarinsson (Labba) í Morgunblaðinu 4. desember 2005, bls. 10.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Björn Stefán Þórarinsson Hljómborðsleikari
Guðmundur Benediktsson Söngvari 1965
Ólafur Þórarinsson Söngvari, Gítarleikari og Lagahöfundur 1965
Ragnar Sigurjónsson Trommuleikari

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.01.2019