Tatarar Hljómsveit

<p>Með því fyrsta sem sést af sveitinni á tímarit.is er frétt í Tímanum 31. júlí 1968 undir yfirskriftinni „Táningahljómsveitin '68 valin“. Tæpum mánuði síðar má í Morgunblaðinu lesa frétt um að í þessari keppni hafi Tatarar hlotið viðurkenningu sem bestu hljóðfæraleikararnir og að í Húsafellsskógi um Verslunarmannahelgina hafi „þessi óþekkta sveit“ vakið athygli og aflað sér fjölda aðdáenda. Seinna um haustið mun Jón Ólafsson bassaleikari hafa bæst í hópinn...</p> &nbsp; <blockquote>Árni Blandon yrði fyrir valinu ef gera ætti einhvern einn einstakling ábyrgan fyrir stofnun Tatara. Um tilurð sveitarinnar segir hann sjálfur: “Við byrjuðum saman tveir kunningjar, sem báðir vorum að læra á gítar, bættum síðan við bassa og komun fram á skóladansæfingum. Upp úr því bættist við trommuleikari og við skírðumhópinn Tacton, ég man ekki hvort við fengum nafnið úr erlendri auglýsingu um þvottaduft eða nagabelti. Engin okkar söng, svo við fengum okkur fljótelga söngvara. Við héldur hópin lengi, eða þar til að tveir okkar fóru í Menntaskóla, bassaleikarinn og ég. Þar stofnuðum við hljómsveit sem við skírðum Bláa bandið, og þar með leið Tacton útaf. Vegna nafnsins Bláa bandið fengum við lítið að gera og skiptum þá um nafn og kölluðum okkur Dýrlingana og nú var Stefán byrjaður með okkur. Síðan breyttist hljómsveitin smá saman". Þorsteinn bættist við "og síðan Maggi á trommurnar og nýjasta breytingin var svo þegar Jón kom á bassann. Hafði hljómsveitin reyndar fengið heitið Tatarar nokkrum mánuðum áður"<br /> <br /> Það var sumarið 1968 sem þeir tóku upp Tatara nafnið. Þeir sem þá skipuðu sveitina voru Árni Blandon, gítar, Stefán Eggertsson, söngur, Þorsteinn Hauksson, orgel, Magnús S. Magnússon, trommur bættist síðan í hópinn og fullskipuð var sveitin þegar Jón Ólafsson, söngvari og bassaleikari úr Zoo gekk til liðs við þá félaga árið 1968.<br /> <br /> Þetta voru metnaðarfullir piltar sem æfðu stíft, en komu sjaldan fram opinberlega og ári síðar eða 1969, um svipað leyti og fyrsta Trúbrots platan kom út sendu Tatarar frá sér sína fyrstu smáskífu sem kom út á merki SG hljómplatna sem eins og kunnugt er var í eigu Svavars Gests. Skífan þótti gefa góð fyrirheit um framhaldið og fékk sveitin nóg að gera og vinsældir hennar jukust til muna. Það var ekki síst fyrir þær vinsældir að sveitin var fengin til að taka við af Óðmönnum haustið 1970 við tónlistarflutningi í Poppleiknum Óla, en Óðmenn héldu þá til Danmerkur til upptöku á tvöfalda albúminu sínu sem m.a. innihélt efni úr poppleiknum.<br /> <br /> Danmerkurdvölin olli því að Óðmenn hættu störfum skömmu seinna. Jóhann G. Jóhannsson, bassi og söngur, gekk þá í Tatara og starfaði með þeim þar til sýningum poppleiksins lauk. Á sama tíma hættu Stefán og Árni til að stunda háskólanám og gítarleikarinn Gestur Guðnason tók við af Árna. Hljómsveitin þótti enn framsæknari en áður og hljóðritaði um þessar mundir tvö lög sem komu út á smáskífu 1970. Ekki féll platan í frjóan jarðveg hjá plötukaupendum. Var því brugðið á það ráð að kalla á söngkonuna Janis Carol og hún fengin til starfa í þeirri von að endurheimta fyrri vinsældir og var hljómsveitinni enn á ný spáð miklum frama en fljótlega dró að endalokum Tatara sem hættu áður en árið leið í aldanna skaut.</blockquote> <p align="right">Tónlist.is – Bárður Örn Bárðarson</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Árni Blandon Gítarleikari 1968-07 1970
Gestur Guðnason Gítarleikari 1970
Janis Carol Söngkona 1970-08 1970-10
Jóhann G. Jóhannsson Söngvari 1970-10
Jón Ólafsson Bassaleikari 1968
Þorsteinn Hauksson Hljómborðsleikari 1968 1970

Skjöl

Tatarar 1969 Mynd/jpg
Tatarar 1969a Mynd/jpg
Tatarar 1970 Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.06.2020