Grúska Babúska

Grúska Babúska er íslensk hljómsveit stofnuð 2012 [stofnuð í des. 2010 segir á FaceBook-síðu sveitarinnar] og er skipuð sex konum, sem eru: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontanay og Íris Hrund Þórarinsdóttir.

Hljóðfæri Grúsku Búbúsku samanstanda af röddum, syntha, gítar, bassa, píanó, melodicu, fiðlu, flautu, spiladós, trommu, töktum, slagverkum auk annara takta og hljóðtækja. Tónlistin færir áhorfandann og hlustandann inn í draumheim, oft gáskafullan og barnslegan, en á sama tíma dimman og þrunginn alvarleika. Í apríl 2013 gaf Grúska Babúska út sitt fyrsta hljóðverk með breska útgáfufyrirtækinu Static Caravan á babúskulöguðum minnislykli. Platan var tekin upp af Mike Lindsay og hljóðblönduð í Greenhouse studios. Þann 1. nóvember 2013 gaf hljómsveitin út stuttskífu eða B-sides á niðurhalskóða inni í handmálaðri trébabúsku, með aðstoð útgefandans og dreifingaraðilans Synthadelia Records. Öll eintök af bæði minnislyklinum og trébabúskunum eru uppseld...

Af umfjöllun um bandið á album.is (22. maí 2016)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.05.2016