KK-sextett Danshljómsveit

<h4>3. október 1947 - janúar 1948</h4> <p>Kristján Kristjánsson og Svavar Gests komu heim frá Bandaríkjunum í ágúst 1947 eftir 14 mánaða dvöl vestra og nám við Juliard tónlistarháskólann í New York. Kristján hafði ráðið mannskap í nýja hljómsveit áður en hann hélt utan og hófust stífar æfingar strax þegar heim kom. Fljótlega kom í ljós að Kristján hafði ýmislegt lært varðandi aga og atvinnumennsku. Allt var spilað eftir nótum og annað var klárt á sínum stað: flottir búningar, hljómsveitarpúlt, sviðsframkoma æfð, ekki átti að snúa baki í dansgesti og hljómsveitarmeðlimum stranglega bannað að reykja eða drekka á sviðinu.</p> <p>Kristján sagði að Svavar hafi fyrstur nefnt sveitina „KK-sextettinn“. Auk Kristjáns og Svars léku í þessari fyrstu gerð sveitarinnar Guðmundur Vilbergsson á trompet, Hallur Símonarson á kontrabassa, Trausti Thorberg á gítar og Steinþór Steingrímsson á píanó. Sveitin depúteraði með bravör 3. október 1947 í hinum rúmgóða sal Mjólkurstöðvarinnar við Laugaveg 162. Þessi hljómsveit lék í Stöðinni flest kvöld vikunnar við feikna vinsældir.</p> <h4>Janúar 1948 - mars 1948</h4> <p>Upp úr ármótum 1947/1948 hætti Trausti Thorberg og í kom Gunnar Ormslev hans stað. Gunnar hafði sumar og haust 1947 leikið á alt saxófón í GO Kvintett (Gunnar Ormslev Quintet) í Hafnarfirði. Í KK-sextett hitti Gunnar fyrir félaga sinn úr hafnarfjarðarkvintetinum og Steina Steingríms. Reyndar áttu allir piltarnir í GO Kvintett fyrr eða síðar eftir að leika með KK-sextett. Kristján segist hafa gefið Gunnari Ormslev tenór-saxófón, ef hann vildi ganga til liðs við sextettinn því ekki gekk að hafa tvo alt-saxófóna í bandinu. „Það tók viku að kenna Gunnari á tenór og slípa hann til í “ er haft eftir Kristjáni.</p> <h4>Janúar 1948 - júlí 1948</h4> <p>Þessi sextett lék óbreyttur fram í mars 1948, þegar Kristján Magnússon, sem hafði verið með Ólafi Gauki í OG tríói, skipti sæti við Steinþór Steingríms píanóleikara.</p> <p>Eftir nokkrar mannabreytingar lauk þessari fyrstu lotu KK Sextettsins í júlí 1948, þegar Kristján lagði hljómsveitina niður tímabundið og réði sig í hljómsveit Carls Billich á Hótel Borg.</p> <p align="right">Maí 2014 – Hreinn Valdimarsson.</p> <h4>1954</h4> <p>Eyþór Þorláksson segist hafa byrjað með KK-sextett þetta ár eftir nokkura vikna nám hjá Quentin Esguembre sem var þekktur gítarkennari á Spáni. Sextettinn spilaði í Þórskaffi og á Keflavíkurflugvelli. Sveitin fór líka til Skandinavíu þetta ár og lék, samkvæmt vefsíðu Eyþórs, víða í Ósló, meðal annars á Chat Noir og á Penguin jazzklúbbnum. Í Danmörku var leikið í Damhus Tívolí, National Scala og þrisvar í danska útvarpinu auk þess að koma fram í þáttunum Lördags Mik og Lykke posen. Þarna léku í hljómsveitinni:</p> <ul> <li>Kristján Kristjánsson - altó sax</li> <li>Kristján Magnússon - píanó</li> <li>Eyþór Þorláksson - gítar</li> <li>Gunnar Reynir Sveinsson - víbrafónn</li> <li>Guðmundur Steingrímsson - trommur</li> <li>Haukur Morthens - söngur</li> </ul> <h4>1955</h4> <p>Sextettinn fór í þriggja mánaða reisu til Þýskalands þar sem meðal annars er leikið í bandarískum herstöðvum. Með hljómsveitinni léku þarna:</p> <ul> <li>Kristján Kristjánsson - altó sax</li> <li>Kristján Magnússon - píanó</li> <li>Eyþór Þorláksson - gítar</li> <li>Gunnar Reynir Sveinsson - víbrafónn</li> <li>Guðmundur Steingrímsson - trommur</li> <li>Sigrún Jónsdóttir - söngur</li> </ul> <p>Jón Sigurðsson bassi og Kristján Magnússon fóru til Íslands um mánuði fyrr en hljómsveitin. Árni Elfar píanóleikari og Sigurbjörn Ingþórsson kom í þeirra stað síðasta mánuðinn.</p> <p>Eyþór Þorláksso hættir með KK snemma árs 1956 og stofnar eigin hljómsveit, <a href="http://www.ismus.is/i/group/id-11">Orion-kvintett</a>, sem fyrst fyrst bregður fyrir í timarit.is í dansleikjaauglýsingu 17. apríl 1956.</p> <p>Með mannabreytingum rak Kristján sextett sinn nær óslitið út árið 1961. Samkvæmt ævisögu Guðmundar Papa Jazz Steingrímssonar trommara lék bandið síðast á gamlárskvöld 1961 í Þórskaffi sem þá var rekið á horni Brautarholts og Nóatúns í Reykjavík. Jón bassi Sigurðsson stýrði þó bandinu þetta kvöld því Kristján dvaldi heima í fyrsta sinn á gamlárskvöld í fjöld ára; Erla kona hans á afmæli 31. desember.</p> <p>KK-sextettin starfaði þannig í rétt rúm 14 ár; frá 3. október 1947 til 31. desember 1961.</p> <p align="right">29. júní 2014 – Jón Hrólfur.</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Árni Elvar Píanóleikari 1955-06/08
Baldur Kristjánsson Píanóleikari
Einar B. Waage Bassaleikari
Einar B. Waage
Einar Gunnar Jónsson Trommuleikari 1949-08 1950-03
Eyþór Þorláksson Gítarleikari 1952 1956
Guðmundur Steingrímsson Trommuleikari 1952 1951-12-31
Gunnar Reynir Sveinsson Víbrafónleikari 1954 1955
Hallur Símonarson Bassaleikari 1947-10-03
Haukur Morthens Söngvari 1954 1954
Jón Sigurðsson Trompetleikari 1949 1950
Jón Sigurðsson Bassaleikari 1955 1961-12-31
Kristján Kristjánsson Klarínettuleikari og Saxófónleikari 1947-10-03 1961-12-31
Kristján Magnússon Píanóleikari 1954 1954
Ólafur Gaukur Þórhallsson Gítarleikari
Ólafur Pétursson
Ragnar Bjarnason Söngvari
Ragnar Bjarnason Söngvari
Sigrún Jónsdóttir Söngkona 1955-06/08
Sigurbjörn Ingþórsson Bassaleikari 1955-06/08 1955-09/11
Svavar Gests Trommuleikari 1947-10-03
Trausti Thorberg Gítarleikari 1947-10-03 1948-10
Vilhjálmur Guðjónsson

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.02.2020